Saga - 1952, Side 80

Saga - 1952, Side 80
338 verið hjartans áhugamál hins iðrandi guðs- þjóns, meinlætamannsins Klængs biskups, að einmitt þessi bænheiti, flékklausi og lærði hrein- lífismaður settist í biskupssætið eftir hans dag. Og þótt Þorlákur ábóti hafi farið til alþingis í þetta sinn „svo sem af guði sendur“, má ætla að hann hafi þangað komið vitandi um vilja biskupsins og eftir beinni ósk hans. Þótt senni- legt sé, að Jón Loftsson hafi verið fylgjandi kjöri fóstbróður síns Þorláks ábóta, hefur það varla ráðið mestu um úrskurð Klængs biskups, hver biskupstignina skyldi hljóta að þessu sinni og yrði til mestra nytja kristninni í landinu. Höfð var að engu sú skipun erkibiskups, að biskupsefni skyldi fara utan samsumars. Er sýnilegt af þessu, að hvorki biskupsefni né höfðingjar Skálholtsumdæmis hafa talið nauð- syn að hraða biskupsvígslunni. Hafa höfðingj- arnir að líkindum ekki viljað, að biskupsefni færi utan, meðan Klængur biskup væri á lífi. Kemur það heim við orð Þorláks sögu, að bisk- upsefni hafi ekki verið það kappsmál eða talið það nauðsynlegt að fara utan til biskupsvígslu, fyrr en að Klængi biskupi látnum, en svo hafi utanförin tafist af þeim ástæðum, sem sagan greinir, um eitt ár1). Biskupsefni fór því að biskupskjörinu loknu aftur heim í klaustur sitt, „en bað Klæng biskup að hann skyldi hafa for- ráð stóls og staðar þau missiri"2). En er á árið leið, „gerðust fjárhagir úhægir í Skálholti, urðu afvinnur miklar, en tillög lítil; 1) Bisk. I. 100 og 274. 2) Bisk. I. 99.

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.