Saga - 1952, Page 82

Saga - 1952, Page 82
340 in. Biskupinn liggur máttvana í rekkju sinni með fúasár á fótum vegna sjálfspyntingar við að ganga berfættur í snjóum og frostum. En það er vert að hafa yfir aftur og athuga nánar þessar setningar: Þar voru og aSrir menn, þeir er bislcups vinir voru. — Hann hafði þá þegar milcla sJcapraun af viðurvist manna og bar þolinmóðlega. — Klængur bislcup lá í rekJcju með litlum mætti. Það getur varla leikið nokkur vafi á því, að það voru þessir vinir biskupsins, sem fengu biskupsefni skapraunar, og að því er virðist við fyrstu sýn. Hverir voru þessir menn? Biskups- efni hafði fengið í hendur öll forráð staðarins — ráðsmennsku yfir öllum hlutum, sem til- heyrðu biskupssetrinu — eins og segir berum orðum í latínubroti af Þorláks sögu, og hafði sér við hlið Gizur Hallsson og Jón oftsson, en kaus þó heldur að þola skapraunina en að vísa þessum ónefndu mönnum burt af staðnum. Þeir hafa hlotið að vera miklir fyrir sér, ef þeir hafa dvalizt þarna ekki að eins til skapraunar bisk- upsefni, heldur einnig í óþökk höfðingjanna, traustustu vina biskupsins. Hinir ónefndu vinir biskupsins hafa hlotið að vera bundnir honum sérstaklega sterkum böndum og dvalizt á staðnum í vanmætti hans undir vernd og í skjóli hinna ágætu höfðingja. Spurningunni að ofan verður ekki svarað nema á einn veg. Hér getur ekki verið um aðra menn að ræða en hina bersyndugu konu, barnsmóður biskupsins, sem nú hefur verið að hjúkra ást- vini sínum, og haft forsagnir á staðnum, og

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.