Saga - 1952, Side 88

Saga - 1952, Side 88
346 sennilegra en það, að hún hafi gerzt einsetu- kona. Sá háttur lífernis mundi vissulega hafa verið í beztu samræmi við hugarfar Klængs biskups á efstu árum hans, og þá ekki síður að skapi heilags Þorláks. Hér má ennfremur bæta því við, að vér get- um með nokkurn veginn vissu rennt grun í, hver andi hafi ríkt á heimili fjölskyldunnar í Hruna á dögum Jóru biskupsdóttur. Þorvaldur Gizurarson brá á það ráð — að vísu þremnr áratugum eftir lát hennar — að láta vígjast konokavígslu og gerðist klausturbróðir í Viðey og hefur væntanlega verið príor þar til dauða- dags. Þau Þorvaldur og Þóra Guðmundsdóttir, síðari kona hans, hafa því slitið samvistir 1226, því að hún var með vissu á lífi á nýjársnótt 1242 og átti að fara til Skálholts næsta dag. Þetta vitum vér síðast um þá konu. Þorvaldur var þá andaður fyrir sex árum. Bjöm Þórðarson.

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.