Saga - 1967, Side 14
306
BJORN ÞORSTEINSSON
valdstjórn, verið hirðstjóri og stýrt herförum, en Ari son-
ur hans var lögmaður. Myndreitirnir tveir munu senni-
lega á einhvern hátt tákna veraldlegt vald þeirra Hóla-
feðga, hvort sem höfðingsmaðurinn á fremur að tákna
Ara lögmann eða konungsvaldið, sem hafði þegið umboð
sitt frá heilagri Maríu, heldur liljuvendi hennar sem tákni
valdsins. Ef þessi skilningur er réttur, þá býr hér að baki
djörf kaþólsk ögrun við siðskiptamennina, valdaræningj a
hins nýja siðar.
Á rimlinum til vinstri við biskup er valdsmannslegt höf-
uð með kórónu eða barett og ber svipmót höfðingjans með
liljusprotann á herðafjölinni, en hér eru persónueinkenn-
in skýrari. Krossgeislinn að baki þess er með pálmaflúri
eins og geislinn á bak við höfuð biskupsins; þó skortir
flúrið á einn geislann. Til hægri við biskup er hið sorg-
bitna konuandlit og ber sennilega svipmót ekkjunnar á
Grund, Þórunnar Jónsdóttur. Hnífi hefur þrisvar verið
brugðið til flúrs á geislann að baki henni; ríkulegra helgi-
tákn hlotnaðist henni ekki, þótt sorg hennar væri mikil
og nærri höggið. Pálmastjörnu hlýtur aðeins biskupinn
og tignarmaðurinn honum á vinstri hönd.
Andlitin á yztu bakrimlunum eru skemmtilega ólík öll-
um hinum. Annað er sköllótt, skeggjað og dálítið skrítið
til munnsins og er með merkissvip, en hitt er bæði góð-
legt og glaðlegt. Hér getur auðvitað verið um ýmsa menn
að ræða, þar á meðal þá bræður Björn og Sigurð Jóns-
syni Arasonar.
Allt eru þetta getgátur, en styðjast þó við misjafnlega
traustar líkur. Einna afdráttarlausast gefa þær til kynna,
að stóllinn hafi verið helgaður Jóni biskupi Arasyni, en
sitt til hvorrar handar við mynd hans á bakrimlum stóls-
ins geti svipmót þeirra Ara lögmanns og hústrú Þórunnar
Jónsdóttur.