Saga


Saga - 1967, Síða 14

Saga - 1967, Síða 14
306 BJORN ÞORSTEINSSON valdstjórn, verið hirðstjóri og stýrt herförum, en Ari son- ur hans var lögmaður. Myndreitirnir tveir munu senni- lega á einhvern hátt tákna veraldlegt vald þeirra Hóla- feðga, hvort sem höfðingsmaðurinn á fremur að tákna Ara lögmann eða konungsvaldið, sem hafði þegið umboð sitt frá heilagri Maríu, heldur liljuvendi hennar sem tákni valdsins. Ef þessi skilningur er réttur, þá býr hér að baki djörf kaþólsk ögrun við siðskiptamennina, valdaræningj a hins nýja siðar. Á rimlinum til vinstri við biskup er valdsmannslegt höf- uð með kórónu eða barett og ber svipmót höfðingjans með liljusprotann á herðafjölinni, en hér eru persónueinkenn- in skýrari. Krossgeislinn að baki þess er með pálmaflúri eins og geislinn á bak við höfuð biskupsins; þó skortir flúrið á einn geislann. Til hægri við biskup er hið sorg- bitna konuandlit og ber sennilega svipmót ekkjunnar á Grund, Þórunnar Jónsdóttur. Hnífi hefur þrisvar verið brugðið til flúrs á geislann að baki henni; ríkulegra helgi- tákn hlotnaðist henni ekki, þótt sorg hennar væri mikil og nærri höggið. Pálmastjörnu hlýtur aðeins biskupinn og tignarmaðurinn honum á vinstri hönd. Andlitin á yztu bakrimlunum eru skemmtilega ólík öll- um hinum. Annað er sköllótt, skeggjað og dálítið skrítið til munnsins og er með merkissvip, en hitt er bæði góð- legt og glaðlegt. Hér getur auðvitað verið um ýmsa menn að ræða, þar á meðal þá bræður Björn og Sigurð Jóns- syni Arasonar. Allt eru þetta getgátur, en styðjast þó við misjafnlega traustar líkur. Einna afdráttarlausast gefa þær til kynna, að stóllinn hafi verið helgaður Jóni biskupi Arasyni, en sitt til hvorrar handar við mynd hans á bakrimlum stóls- ins geti svipmót þeirra Ara lögmanns og hústrú Þórunnar Jónsdóttur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.