Saga - 1967, Qupperneq 23
MYNDUNARSAGA LANDEYJA 315
mælikvarða 1:50,000, auk beinna athugana á svæðunum,
hef ég afmarkað aurana á 4. mynd.
Byggðin austan við Ála heitir Hólmabæir. Svæðið kem-
ur við landnámssöguna, og gefur hún okkur upplýsingar
um ástandið á landnámstíð. Markarfljót féll þá allt í Ála,
sem runnu sem næst í núverandi farvegi, nema hvað þeir
sveigðu austur fyrir Miðeyjarhólma (2). Hólmabæjasvæð-
ið heyrði undir Stóra-Dal, og enn eru mörk hreppa og
prestakalla þannig, að það telzt til Eyjafjalla. Milli Hólma-
bæjasvæðis og Seljalandsmúla rann þá Seljalandsá og var
vesturmörk á landnámi Ásgeirs kneifar,1) en milli Stóra-
Dals og Hólmabæja hefur ekki verið teljandi vatnsrennsli.
Þetta ástand á svæðinu milli Landeyja og Eyjafjalla á
landnámstíð ber með sér stöðugleika í rennsli Markar-
fljóts. Það má aftur setja í samband við milt veðurfar
samfara litlum jöklum. Breyting á þessu ástandi varð
fyrst að marki síðar, er tíðarfar versnaði og framburður
jökla jókst. Þá, á síðara Affallsskeiði, ruddist Markar-
fljót vestur í Þverá, í hinn gamla farveg Affalls, austur
fyrir Hólmabæjasvæðið og eftir vissum rásum í gegnum
það. Þetta skeið kann að hefjast upp úr 1400, þótt ekki sé
það alveg víst, en í síðasta lagi upp úr 1600 taka jöklar
að vaxa, og vatnagangur kemst upp úr því í algleyming.
Við sjáum þannig af graslendi og fornri byggð á Hólma-
bæjasvæðinu, á eyrum frá fyrra Affallsskeiði, að því skeiði
ei' lokið alllöngu fyrir landnám. Af þessum sökum tel ég
D Hann „bjó þar er nú heitir að Auðnum" segir í Landnámu.
Þetta nafn er nú óþekkt hér um slóðir og ekki vitað, hvar bærinn
stóð. En á það má benda, að suðvestast í sveitinni hefur verið bær-
lnn að Söndum. Fornusandar eru sjálfsagt ekki á upphaflegu bæj-
arstæði, en benda til hins forna bæjar. Þessi tvö nöfn, Auðnir og
Sandar, eru líkrar merkingar, og mætti spyrja, hvort höfundur
Landnámu eða afskrifarar hafi ekki ranghermt nafnið eða hvort
ekki hafi verið skipt um nafn með tímanum. Hér er hluti af
fi'amburðarbreiðu frá sama tíma og niður-Landeyjar og hefur hér,
á þökkum Seljalandsár, getað verið ágætt bæjarstæði að fornu, áður
en Mikils áfoks fór að gæta.