Saga - 1967, Page 25
MYNDUNARSAGA LANDEYJA
317
huga, að sá galli var á Hvítanesi sem þingstað, sem öllum
öðrum stöðum í Landeyjum, að þar var ekkert hleðslu-
efni að hafa nema sendinn jarðveg; hleðslusteina hefði
orðið að sækja í minnst 10—15 km fjarlægð. Um mjög
varanlegar þingbúðir hefur því varla getað verið að ræða.
Tótta er varla að vænta, enda munu þær ekki finnanlegar,
og menja þingstaðarins verður að leita á minnst 1/2 m
dýpi undir jarðvegi.
Brynjólfur Jónsson (4) áleit Hvítanes hafa verið milli
Bleiksár og Ossabæjarlækjar, og er það svipúð staðsetn-
ing og hér er stungið upp á. En Brynjólfur vissi ekki um
tilveru hins fyrri Affallsdals og hélt sýnilega, að Affall
hefði eftir söguöld grafið farveg sinn milli Vorsabæjar
og Bleiksár og þá gereytt öllum menjum á þingstaðn-
um. En fjarri fer því, að vatnagangur eftir söguöld hafi
valdið gereyðingu á svæðinu, og því er að svo komnu máli
ekki ástæða til að örvænta um það, að hér geti hinn forni
þingstaður enn leynzt undir jarðvegi.
Einhverntíma eftir söguöld tók jarðvegur beggja megin
við Affallsdal ofanverðan að fjúka upp. Vorsabær var
fluttur upp fyrir foksvæðið og staðsettur á hinu gróna
aurasvæði frá tíma eldra Affalls. Vestan dals lagðist
Berjanes, sem getið er í Njálu, í eyði og var bærinn sýnilega
fluttur vestur að Ey, þar sem hann stendur nú. Eftir að
Vorsabær hafði verið fluttur norður og eftir að síðara
Affall var komið til sögunnar, átti „Hvítanes" fremur
heima í Vestur-Landeyjum. Hafi bær að nafni Hvítanes
staðið á nesinu, biðu hans sömu örlög og Berjaness og eðli-
legast varð að hörfa til Eyjar. Þótt núverandi bæjarheitið
Hvítanes í Eyjarhverfinu sé mjög ungt (frá 1920, segir
Einar Ól. Sveinsson í Njáluútgáfu sinni), kynnu þó að
leynast í því að minnsta kosti munnmæli um það, að Hvíta-
nesbóndi hafi fyrr á öldum hörfað með bú sitt til Eyjar.
Þá kem ég að öðru atriði í Njálu, en það er för brennu-
ftianna ofan úr Fljótshlíð niður til Bergþórshvols. Þeir
áttu þess kost að fara eftir Affallsdal hinum eldri, en