Saga - 1967, Qupperneq 26
318
TRAUSTI EINARSSON
Bergþórshvoll (hvoll = hóll) stendur á vesturbakka hans.
Dalurinn hefur vafalítið verið vel greiðfær, Vorsabær var
í leiðinni, og óefað var þetta öruggasta, ef ekki eina leiðin
til að komast leynilega niður í gegnum allar Landeyjar
um bjartan dag. Sagan segir: „Nú munu vér ríða til Berg-
þórshvols og koma þar fyrir náttmál“ (þ. e. kl. 9). Nátt-
mál svara sem næst til rökkurs á þessum tíma árs. Hafa
þá brennumenn verið búnir að ríða um 3 klst. í björtu
niður Landeyjar. „Dalur er í hválinum, og riðu þeir þang-
að og bundu þar hesta sína og dvöldust þar, til þess er
mjög leið á kveldit". Um þetta segir E. Ó. S. í útgáfu
sinni (bls. 325) „þessi dalr er laut, sem enn er í hvoln-
um ... Ekki mun fjarri, að hún sé nú um 15—20 m á
hvorn veg . .. Óhugsanlegt er, að 100 menn og 180—200
hestar hafi komizt þar fyrir og falizt“. Og ennfremur:
„Þeir bíða, varla undir 2 klst. Sagan gerir sýnilega ráð
fyrir, að þeir felist og Njáll og hans lið verði þeirra ekki
varir, en það stangast á við staðhætti".
En þegar vitað er um eldri Affallsdal, horfir þetta mál
nokkuð öðruvísi við. Þótt dalurinn hafi ekki verið djúpur,
var hann þó til mikils hagræðis fyrir brennumenn og alveg
örugg laumuleið, ef kjarr var á brúnum hans. Eftir hon-
um komust þeir óséðir heim undir bæ og biðu þar óséðir
fram í myrkur. Verður þá ekki betur séð en sagan sé í
fullkomnu samræmi við staðhætti á söguöld, eða a. m. k.
hafi staðkunnugur Njáluhöfundur getað ímyndað sér, að
frásögn sín fengi vel staðizt þess vegna.* 1)
Hin almenna framburðarbreiða.
Milli hinna grófgerðu aura frá fyrra og síðara Affalls-
skeiði liggur almenn framburðarbreiða. Efstu lög þess-
!) Dalr er at hválinum hefði orðalag Njálu þurft að vera til þess,
að rétt segi frá „dalnum“. Hugsanlegt er, að skipt hafi verið um
forsetningar, þegar fyrsta eftirrit var gert eftir frumriti Njálu,
en hvergi munu elztu varðveitt hdr. hennar hafa nema forsetninguna
i á þessum stað. — Ritstjöri,