Saga - 1967, Side 35
MYNDUNARSAGA LANDEYJA
327
Hér er hægt að afmarka þrjá flokka svæða eftir aldri:
1) Aurar frá síðara Affallsskeiði, sem byrjuðu að gróa
upp fyrir fáum áratugum. 2) Aurar fyrra Affallsskeiðs
og breitt sandflæmi um neðanverðar Landeyjar, sem gróð-
ur og lægri dýr hafa ekki haft lengri setu á en 2000—
2500 ár. Til þessa svæðis heyrir og Þykkvibær, austur-
hluti lág-Flóa, sem þaktist leir og sandi frá Þjórsá, og
láglendi Eyjafjalla. 3) Loks eru svæði utan áhrifa stór-
fljóta, þar sem gróður og dýralíf hefur haft setu í ein
9000 ár, svo sem Fljótshlíð, Hvolhreppur og Eyjafjöll ofan
flatneskju. Aðeins á slíkum svæðum getur gróðursagan
eftir ísöld (3) verið heil. Lífsformin á svæðum 2) ákveð-
ast vafalaust mjög af nútímaskilyrðum eins og vætu og
eiginleikum jarðvegs, en sú spurning leitar jafnframt á,
hvort allar þær tegundir, sem skilyrðanna vegna ættu þar
heima, hafi haft tíma til að berast þangað frá eldri svæð-
unum.
En einnig utan þess svæðis, sem hér hefur verið rætt
um, má búast við miklum áhrifum kuldaskeiðsins fyrir
2500 árum, og kemur það að nokkru leyti fram í almennu
gróðursögunni. Um það segir Þorleifur Einarsson: „Á
uiörkum bronz- og járnaldar, fyrir 2500 árum, versnaði
loftslag hér á landi mjög, sem og um heim allan, og tók
þá að halla undan fæti fyrir birkiskóginum íslenzka. Skóg-
urinn hvarf síðan smám saman úr mýrunum, en starir,
Gngj arós, mjaðjurt og ýmsar aðrar plöntur komu í hans
stað“ (3, bls. 446). Þessi lýsing á við svæði utan áhrifa
vatnsfalla, en gera verður ráð fyrir, að á framburðai’-
svæðum (t. d. Skagafirði og ef til vill Eyjafirði) hafi eldri
jarðvegur eyðzt eða grafizt undir framburði kuldaskeiðs-
ins eins og í Landeyjum og gróður og dýralíf hafi orðið
að nema þar land að nýju.
Við þetta bætist svo uppblástur. Foksands frá kulda-
skeiðinu gætir ekki aðeins á framburðarsvæðum, heldur
einnig inni í landi, eins og austan við Mývatn (5). Þar
verður að túlka foksandinn svo, að hraunflæmi Ódáða-