Saga - 1967, Qupperneq 43
VINLANDSKORTIÐ
335
hin fyrstnefndu sýna Grænland sem skaga frá Norður-
Evrópu við efri rönd kortsins til vinstri, en tvö hin síðari
sem vogskorna eyju, sem þau nefna Labrador (nafnið
er ritað á ýmsa vegu), en það var heiti á Grænlandi um
eitt skeið eftir 1500, og verður saga þeirrar nafngiftar
ekki rakin hér. Ameríkustrendur nefnast Terra de Corte
Reall, Terra nova eða Terra del Rey de portuguall og benda
til ferða þeirra Corterealbræðra vestur um haf. Ekki
vissu menn um þær mundir, að strendur þessar voru hluti
hins mikla meginlands, sem Kólumbus fann nokkrum ár-
um fyrr. Portúgalar hugðu þetta sérstakt land og vonuðu
í lengstu lög, að það væri austan markalínu þeirrar, sem
Páfinn dró milli nýlenduvelda Spánverja og Portúgala.
Þegar þetta brást og hið sanna kom í ljós, hvarf eyland
þetta úr sögunni, hörfaði inn á austurstrendur Norður-
Ameríku (Ruysch-kortið 1508) eða varð að landi því, sem
við nú nefnum Nýfundnaland (hnattlíkan þeirra Frisi-
usar og Mercators, líklega frá 1537).
Hér virðist mér fundin fyrirmyndin að Vínlandi Vín-
landskortsins, og sætir mikilli furðu, ef aldrei hefur hvarfl-
uð Skelton, að hér kynni að vera um eitthvert samband
að ræða. Nú kann einhver að spyrja, hvort Vínlandskortið
eða annað kort af svipaðri gerð sé ekki sú fyrirmynd,
sem hinn portúgalski kortagerðarmaður hafði fyrir sér,
þegar landið var fyrst fest á landabréf þeirra. Allt bendir
til þess, að tengslum þessum sé á annan veg farið og
portúgölsku kortin séu fyrirmyndin.
Um Island gegnir svipuðu máli. ísland (Isolanda) Vín-
iandskortsins er ekki Fixlanda katalónsku kortanna frá
fimmtándu öld, eins og Skelton vill vera láta. Landið lík-
!st miklu fremur yngri gerð, sem sennilega er runnin upp
i Portúgal nálægt aldamótunum 1500 og er kunnust af
hinum svonefndu Dieppe-kortum, sem eru nokkru yngra
afbrigði þeirra. Það þarf ekki annað en halla Islanda Can-
tino-kortsins lítið eitt, svo að úr verði land, sem svipar