Saga


Saga - 1967, Page 54

Saga - 1967, Page 54
346 HARALDUR SIGURÐSSON Hér að framan hefur verið gert ráð fyrir, að Vínlands- kortið sé ófalsað, en nokkru yngra og af öðrum stofni en útgefendur telja réttast. Nú er ekki því að leyna, að hugmyndinni um fölsun var hreyft þegar við útkomu bók- arinnar, enda voru dæmin til, að slíkt væri brallað, og þá vænst að setja tímamörkin ekki alltof fjarri samtíð okkar. Þá er ekki framar að ræða um kort í landfræði- legum eða kortasögulegum skilningi, en um heimildir og forrit breytir það litlu, því að „allir hlutir eru gerðir af nokkru efni“, falsanir jafnt sem annað. Prófessor Eva G. R. Taylor, kunnur sérfræðingur um forna siglinga- fræði og sögu landafundanna, staðhæfir, að Vínlands- kortið sé nútímafölsun. Hún er nú látin, en hafði í smíð- um bók eða ritgerð þess efnis. Útkoma hennar hefur dreg- izt vegna heilsubrests höfundarins, og er mér ókunnugt, hvort hún fékk lokið verki sínu eða það hefur verið prent- að. Nokkrar niðurstöður rannsókna hennar birtust síð- ara hluta vetrar 1966 í Sunday Times, og var sagt frá þeim í íslenzkum blöðum. Er þar talið upp allmargt korta og kortasafna, sem frúin hyggur að liggi til grundvallar fölsuninni. Nær það jafnt til forna korta sem nýrra. Ef treysta má frásögn blaðanna, ég hef aðeins séð hinn ís- lenzka útdrátt greinarinnar í Sunday Times (Vísir, 12. marz 1966), verður því varla neitað, að sumt í rökfærslu frúarinnar er ekki ýkja sannfærandi. Ég fæ ekki betur séð en komið sé á villigötur, er hún telur, að fslandsgerð Mercators á heimskortinu 1569, eins og það er birt í Imago mvndi XII, 1955, eigi eitthvað skylt við fsland Vínlands- kortsins. Hjá Mercator er landið af sömu gerð og hjá Olaus Magnus á Norðurlandakorti hans 1569. fslandsgerð Vínlandskortsins svipar miklu fremur til portúgalskra og franskra korta á fyrra hluta 16. aldar. En veilur í rökum frúarinnar útiloka ekki, að niðurstaðan sé rétt, kortið sé falsað. Aðrir hyggja Vínlandskortið fremur ófalsað en hitt, þótt þeir hafi sitthvað að athuga við tímarök útgefenda
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.