Saga - 1967, Page 57
VÍNLANDSKORTIÐ
349
°g Tatarafrásögnina. Rithandarlag sker tæplega úr, svo
að óyggjandi sé, hvort kortið er gert nálægt miðri 15.
öld eða á hinni 16. öndverðri. Kolefniskönnun (Carbon
14) gerir það ekki heldur. Sé um nútímafölsun að ræða,
getur reynzt torsótt að sanna hana. Vitað er í megin-
dráttum, hvernig blek var gert í lok miðalda, og efna-
rannsókn á fornu bleki getur orðið stuðningur við gerð
Þess. Kolefniskönnun sker að sjálfsögðu úr því, hvort bók-
Tellið er af skepnu, sem lifði í lok miðalda eða á 20. öld,
en bókfellspjatla forn gat leyst þann vanda. Hún gat legið
til hlífðar með handritunum og þá orðið á leið bókorms
Þess, er át sig gegnum þau.
Vera má, að frekari rannsókn leiði ekkert nýtt í ljós
Urn aldur og uppruna Vínlandskortsins, en sjálfsagt er
að freista nokkurs enn í þá átt. Hefur nú verið tilkynnt,
að sú rannsókn skuli gerð í Lundúnum, eftir að Yale-
háskólinn, eigandi kortsins, hefur látið þeysa með það
loftförum landa á milli til sýningar. Óneitanlega hefði
sú könnun þurft að ganga fyrir, en ekki reka lestina.
Eftir að greinarkorn þetta var sett, bárust mér í hend-
Ur sérprentanir tveggja ritgerða úr Sciga-Book (Vol. XVII,
bls. 65—89). Er önnur þeirra eftir prófessor David B.
Quinn og nefnist A Viking Map of the West? Fjallar hún
aðallega um sögu handritanna, svo langt sem hún hefur
Vei'ið rakin, rannsóknir útgefenda, gildi kortsins í korta-
sögulegum skilningi ef það reyndist ófalsað, en úr því
nieginatriði verði ekki skorið að svo stöddu. Þótt Quinn
se varkár hefur hann margt að athuga við rannsókn út-
S'ofenda og niðurstöður.
Hin ritgerðin er eftir prófessor Peter G. Foote og heit-
lr Ón the Vinland Legends on the Vinland Map. Eins og
aafnið bendir til fjallar hún um lesmálsgreinarnar tvær
a kortinu, sem segja frá ferðum þeirra Bjarna, Leifs og
Eiríks biskups til Vínlands. Er rannsóknum þeirra Skelt-
°ns og Painters fundið margt til foráttu og sýnt fram á,
að meðferð textans sé losaraleg og niðurstöður því hæpnar