Saga - 1967, Side 66
358
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
menna á 16. öld og sést, eins og ég hef drepið á í Islenzkri
tungu, II bls. 102, að góðir skrifarar réðu við fieiri letur-
gerðir.
Fyrstu línurnar sex á öftustu síðunni eru úr Hugsvinns-
málum; 1., 2.4—6 og 6. er. samkvæmt útgáfunni í Skjalde-
digtningen, II A 167 nn.
Þótt blöð þessi tvö bæti ekki við ártíðaskrárnar, eru
þau merk, sé framanritað rétt athugað.
Fragm. VI. eru tveir blaðpartar samfastir auk þriðja
blaðparts, illa skornir úr bókbandi. Af bl. 1 r. næ ég engu
markverðu, en 1 v. stendur bætt við 3.3.: (J)ohannis epi-
scopi, en við 16.3: Ohitus Guðmundr hiskup, en við 23.4.:
Iohannis episcopi. Við 1.4. hefur verið bætt ooos æinars.
Bl. 2 r. hefur verið sett í spázíu við 26.5: Brandr biskup.
Blöð þessi eru frá 13. öld; ártíðirnar eru færðar um 1300;
um aðfang er ekki vitað.
Fragm. VII. eru tveir blaðpartar, útlend að uppruna og
ung. Þorláksmessa fyrir jól er ekki nefnd sem gefur að
skilja. Til Árna eru partarnir þó komnir frá íslandi, þar
sem á þeim stendur krotað t. d. Magnus Sigurdsson; Gud
giefe oss godan dag. Úr bókbandi eru þeir, en um aðfang
er ekkert frekar vitað.
Fragm. VIII. er eitt blað; úr bókbandi og því er verr,
að skuli vera nokkuð illa farið. I Kulturhistorisk Leksikon
VIII, Kalendarium II hef ég bent á, að blað þetta muni
vera að uppruna úr Hólastifti. Við 23.4. stendur: Sottemp-
nitas Johannis episcopi confessoris summum festum og'
er ritað með rauðu. Við 28.4. stendur: Jon rafn son, en við
16.4.: Obitus Laurencij episcopi holensis. Kemur þetta
ágætlega heim við sögu hans og Lögmannsannál, að hafi
látizt á Magnússmessu Eyjajarls. Framar í línunni 28.4.
stendur eitthvað, sem ég fæ ekki vel lesið, en virðist vera
uitalis martir, enda kemur það heim. Við 4.5. stendur:
hrafn bonde, en ákaflega er það dauft nú. Engu skal hér
slegið föstu, hver af Hröfnum miðalda muni hér vera
nefndur.