Saga


Saga - 1967, Side 84

Saga - 1967, Side 84
376 RITFREGNIR og Þórhallur Vilmundarson hafa séð. Grænlendinga saga, e. t. v. rituð fyrir 1200, fer víst eins nærri sannleikanum og þá var hægt að komast, nema hún þegi yfir einhverjum munnmælum, sem finn- anleg hafi verið. Hins vegar er Eiríks saga sýnilega söguleg skáld- saga, rituð til dýrðar Ólafi konungi Tryggvasyni, er á að hafa sent Leif til að kristna landið, en það atriði virðist uppspuni Gunn- laugs munks. Enn einn munur er, sem athygli er vakin á í bók Mowats. í Grænlendinga sögu eru engir Eskimóar, heldur fellur lýsing henn- ar á innfæddum vel við Indíána, og hafa þeir höfðingja, sem ég hélt, að hlytu að vera af íslenzku 12. aldar bergi brotnir (sbr. öx- ina í Þorgils sögu og Hafliða og öxi þá, sem höfðingi Skrælingja í Grænlendinga sögu kastaði langt á haf út). Nú vill Mowat sýna, að þetta söguatriði sé góð lýsing á Beothuk-Indíánum. Á hinn bóg- inn er lýsing Eiríks sögu á íbúum landsins greinilega miðuð við Eskimóa, lýst er útliti þeirra og algerri vankunnáttu að nota vopn úr málmi svo sem öxi. Gæti það verið, að sagnir um útlit og þjóð- hætti innfæddra, varðveittar munnlega öldum saman, hefðu þá fyrst verið teknar fram, þegar Eiríks saga var samin, og annað efni í hana væri sótt í Grænlendinga sögu? — Það er lítt hugsan- legt. Grænlendinga saga hlýtur að standa næst upphaflegu munn- mælunum, en Eiríks saga er skreytt yngri hugmyndum, sem mið- ast við grænlenzka Eskimóa. Vangá Mowats er það, að í sögunum báðum segi frá fíkn þeirra í rautt skrúð, það er aðeins í Eiríks sögu. Hann tekur réttilega fram, að aðeins Indíánar, ekki Eski- móar, gátu haft á boðstólum þá skinnavöru, sem sögurnar lýsa- Eitt af því, sem þessi herskái gagnrýnir kyngir gagnrýnislaust, er trúin á Kensingtonsteininn. Fylgir hann þar dæmi Vilhjálms Stefánssonar. Hefði Mowat verið nær að afla sér vitneskju um, hvert fádæma gabb sá steinn var (sbr. Erik Wahlgren: The Kens- ington Stone). Ekkert skortir á ímyndunarafl Mowats. En stundum leiðir þessi góða gáfa höfundinn afvega; hann skortir þekkingU’ Hann hyggur, að víkingar hafi flutt með sér saltað smjör, en vit- anlega hefur smjör þeirra verið súrt, eða það var „önglað saman gráðasmjör“. Þá hyggur hann, að þeir hafi haft það, sem Amerík- anar kalla „clam bakes“, við Leifsbúðir, en það eru skeljar bak- aðar við eld úti. En víkingar hafa víst aldrei ætlað sér að supa dauða úr skel og hvorki lagt þær né krabba sér til munns, hva þá humra. Það er fráleitt, að Cronland hafi nokkurn tíma get,a orðið Grænland í munni íslendinga. Þótt höfundi og öðrum ensku mælandi mönnum virðist ekkert sjálfsagðara en það, að íslending ar hafi tekið erlend orð inn í málið með sama hætti og orð bárus úr frönsku eða latínu í enskuna, fer því fjarri. Aftur á móti val
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.