Saga - 1967, Blaðsíða 84
376
RITFREGNIR
og Þórhallur Vilmundarson hafa séð. Grænlendinga saga, e. t. v.
rituð fyrir 1200, fer víst eins nærri sannleikanum og þá var hægt
að komast, nema hún þegi yfir einhverjum munnmælum, sem finn-
anleg hafi verið. Hins vegar er Eiríks saga sýnilega söguleg skáld-
saga, rituð til dýrðar Ólafi konungi Tryggvasyni, er á að hafa
sent Leif til að kristna landið, en það atriði virðist uppspuni Gunn-
laugs munks.
Enn einn munur er, sem athygli er vakin á í bók Mowats. í
Grænlendinga sögu eru engir Eskimóar, heldur fellur lýsing henn-
ar á innfæddum vel við Indíána, og hafa þeir höfðingja, sem ég
hélt, að hlytu að vera af íslenzku 12. aldar bergi brotnir (sbr. öx-
ina í Þorgils sögu og Hafliða og öxi þá, sem höfðingi Skrælingja
í Grænlendinga sögu kastaði langt á haf út). Nú vill Mowat sýna,
að þetta söguatriði sé góð lýsing á Beothuk-Indíánum. Á hinn bóg-
inn er lýsing Eiríks sögu á íbúum landsins greinilega miðuð við
Eskimóa, lýst er útliti þeirra og algerri vankunnáttu að nota vopn
úr málmi svo sem öxi. Gæti það verið, að sagnir um útlit og þjóð-
hætti innfæddra, varðveittar munnlega öldum saman, hefðu þá
fyrst verið teknar fram, þegar Eiríks saga var samin, og annað
efni í hana væri sótt í Grænlendinga sögu? — Það er lítt hugsan-
legt. Grænlendinga saga hlýtur að standa næst upphaflegu munn-
mælunum, en Eiríks saga er skreytt yngri hugmyndum, sem mið-
ast við grænlenzka Eskimóa. Vangá Mowats er það, að í sögunum
báðum segi frá fíkn þeirra í rautt skrúð, það er aðeins í Eiríks
sögu. Hann tekur réttilega fram, að aðeins Indíánar, ekki Eski-
móar, gátu haft á boðstólum þá skinnavöru, sem sögurnar lýsa-
Eitt af því, sem þessi herskái gagnrýnir kyngir gagnrýnislaust,
er trúin á Kensingtonsteininn. Fylgir hann þar dæmi Vilhjálms
Stefánssonar. Hefði Mowat verið nær að afla sér vitneskju um,
hvert fádæma gabb sá steinn var (sbr. Erik Wahlgren: The Kens-
ington Stone). Ekkert skortir á ímyndunarafl Mowats. En stundum
leiðir þessi góða gáfa höfundinn afvega; hann skortir þekkingU’
Hann hyggur, að víkingar hafi flutt með sér saltað smjör, en vit-
anlega hefur smjör þeirra verið súrt, eða það var „önglað saman
gráðasmjör“. Þá hyggur hann, að þeir hafi haft það, sem Amerík-
anar kalla „clam bakes“, við Leifsbúðir, en það eru skeljar bak-
aðar við eld úti. En víkingar hafa víst aldrei ætlað sér að supa
dauða úr skel og hvorki lagt þær né krabba sér til munns, hva
þá humra. Það er fráleitt, að Cronland hafi nokkurn tíma get,a
orðið Grænland í munni íslendinga. Þótt höfundi og öðrum ensku
mælandi mönnum virðist ekkert sjálfsagðara en það, að íslending
ar hafi tekið erlend orð inn í málið með sama hætti og orð bárus
úr frönsku eða latínu í enskuna, fer því fjarri. Aftur á móti val