Saga


Saga - 1967, Page 88

Saga - 1967, Page 88
380 RITPREGNIR farir íslendinga 1939—-45 og Happadaga íslendinga (björgun þeirra á erlendum sjómönnum). Af öðrum kap. má nefna: Stórvelda- njósnir. — Armur Þjóðverja seilist til Islands. — í felum milli Látrabjargs og Hombjargs. — Sjóorrusta vestur af Snæfellsnesi. — íslenzkt blóð og annarra þjóða blóð. — Fangabúðirnar á Kirkju- sandi. — Handtökur íslenzkra blaðamanna. Um Island og Banda- ríkin er 43 bls. kafli, og er lögð áherzla á nánar frásagnir af til- drögum og skilmálum þess, er Bandaríkin tókust á hendur vernd landsins og fengu hér dvalar- og athafnarétt. Það er einnig í tengsl- um við sköruleg úrræði þings og stjórnar 10/4—7/5 1939 og áskor- un þá þegar til Breta og Bandaríkjamanna, að þeir viðurkenndu íslenzkt sjálfstæði í reynd. — Formáli birtir m. a. yfirlit yfir heim- ildir, og er ljóst, að höfundur hefur bjargað margri vitneskju a prent, sem ella hefði týnzt eða afbakazt í rás tímans, en hann fer örugglega með. Höfundur finnur á sér, að 20 ára fjarlægð frá atburðum er ekki nóg til að semja sögu, sem gerir þróunarlínur samfelldar og skýr- ar. Þó er hann meira en annálshöfundur og lifir með sterka vitund um það, sem undir sögunni býr. Þannig er t. d. sleginn grunntónn íslendinga um það bil, sem Lufthansa sóttist eftir flugvelli hér og stríð var í aðsigi: „Einhver dulúSug grunsemd um öryggisleysi lú sem mara á þjóöum og einstaklingum, og undir hófsamlegri kur- teisi í viðskiptum þjóða í milli var grunnt í hina gegnumsmjúgandi tortryggni, sem alstaðar lá undir.“ Hefði þjóðin lifað við sældarkjör vorið 1939 og mikið öryggi (°S sjálfsagt þess vegna lifað um efni fram), hefði landsstjóm tæp- lega talið fært að móðga erlent stórveldi með því að synja uni flugvöllinn og baka sér með því markaðslokun, sem Lufthansa hót- aði af lands síns hálfu. En líklega af því þjóðin var miklu lakar stödd, efnalega, þorði hún að neita, enginn möglaði hérlendis, menn hættu á þetta fúsir. Hverfum þá að bd. I, sem er fjarlægari heimur. Nútíðarunglingum hlýtur að finnast margt undarlegt í fátækt og lítilþægni þessarar aldar, er hún hófst. Hvað finnst þeim mark- vert að lesa áskorun 1913, að sem flestir kaupi 25 króna hluta- bréf í fyrirhuguðu Eimskipafélagi, því „það hefur dregizt allt°f lengi í viðreisnarbarúttunni, að vér eignuðumst skip til að flytla vaming vorn frá landinu og vaming annarra inn í landið.“ „Varningur annarra“, hvað er átt við með því? — kann einhvei að spyrja. Og hvers vegna voru ekki nóg skip til þess? — spy1 annar. Hins vegar er nútíðarunglingur talsvert skilningshraðari en Þa' tíðarmaður var, þegar hann heyrir, að Gullfoss og Goðafoss
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.