Saga - 1967, Blaðsíða 88
380
RITPREGNIR
farir íslendinga 1939—-45 og Happadaga íslendinga (björgun þeirra
á erlendum sjómönnum). Af öðrum kap. má nefna: Stórvelda-
njósnir. — Armur Þjóðverja seilist til Islands. — í felum milli
Látrabjargs og Hombjargs. — Sjóorrusta vestur af Snæfellsnesi.
— íslenzkt blóð og annarra þjóða blóð. — Fangabúðirnar á Kirkju-
sandi. — Handtökur íslenzkra blaðamanna. Um Island og Banda-
ríkin er 43 bls. kafli, og er lögð áherzla á nánar frásagnir af til-
drögum og skilmálum þess, er Bandaríkin tókust á hendur vernd
landsins og fengu hér dvalar- og athafnarétt. Það er einnig í tengsl-
um við sköruleg úrræði þings og stjórnar 10/4—7/5 1939 og áskor-
un þá þegar til Breta og Bandaríkjamanna, að þeir viðurkenndu
íslenzkt sjálfstæði í reynd. — Formáli birtir m. a. yfirlit yfir heim-
ildir, og er ljóst, að höfundur hefur bjargað margri vitneskju a
prent, sem ella hefði týnzt eða afbakazt í rás tímans, en hann fer
örugglega með.
Höfundur finnur á sér, að 20 ára fjarlægð frá atburðum er ekki
nóg til að semja sögu, sem gerir þróunarlínur samfelldar og skýr-
ar. Þó er hann meira en annálshöfundur og lifir með sterka vitund
um það, sem undir sögunni býr. Þannig er t. d. sleginn grunntónn
íslendinga um það bil, sem Lufthansa sóttist eftir flugvelli hér
og stríð var í aðsigi: „Einhver dulúSug grunsemd um öryggisleysi
lú sem mara á þjóöum og einstaklingum, og undir hófsamlegri kur-
teisi í viðskiptum þjóða í milli var grunnt í hina gegnumsmjúgandi
tortryggni, sem alstaðar lá undir.“
Hefði þjóðin lifað við sældarkjör vorið 1939 og mikið öryggi (°S
sjálfsagt þess vegna lifað um efni fram), hefði landsstjóm tæp-
lega talið fært að móðga erlent stórveldi með því að synja uni
flugvöllinn og baka sér með því markaðslokun, sem Lufthansa hót-
aði af lands síns hálfu. En líklega af því þjóðin var miklu lakar
stödd, efnalega, þorði hún að neita, enginn möglaði hérlendis, menn
hættu á þetta fúsir.
Hverfum þá að bd. I, sem er fjarlægari heimur.
Nútíðarunglingum hlýtur að finnast margt undarlegt í fátækt
og lítilþægni þessarar aldar, er hún hófst. Hvað finnst þeim mark-
vert að lesa áskorun 1913, að sem flestir kaupi 25 króna hluta-
bréf í fyrirhuguðu Eimskipafélagi, því „það hefur dregizt allt°f
lengi í viðreisnarbarúttunni, að vér eignuðumst skip til að flytla
vaming vorn frá landinu og vaming annarra inn í landið.“
„Varningur annarra“, hvað er átt við með því? — kann einhvei
að spyrja. Og hvers vegna voru ekki nóg skip til þess? — spy1
annar.
Hins vegar er nútíðarunglingur talsvert skilningshraðari en Þa'
tíðarmaður var, þegar hann heyrir, að Gullfoss og Goðafoss