Saga - 1967, Qupperneq 102
394
RITFREGNIR
Arnór Sigurjónsson: Ásverjasaga. Helgafell. Rvík 1967.
Við hlið á Mönnum og menntum siðskiptaaldar I—IV eftir P. E.
Ó. hefur Arnór, sem margt hefur birt úr sögu fyrr, gert þetta væna
bindi, sem er öndvegisrit sambærilegt við þær bækur Páls og mun
lengi standa.
Margir hefðu haldið, að úr samtíðarheimildum skeiðsins 1430—•
1585 um norðurhluta Hólabiskupsdæmis væri ógerlegt að semja slíka
söguheild sem Ásverjasaga er. Hún er öll dregin saman úr Forn-
bréfasafninu, að kalla má, en góð stoð fengin úr almennri hagsögu
og rannsóknum á landspjöllum aldanna, varðandi Ás og Keykjahlíð.
En það verk tókst, og með vísindalegum grandvarleik. Þegar skáldið
í Arnóri krefst síns réttar, hamlar hann við því, nema um Þórunni
fylgikonu Maríuskáldsins gerir hann undantekning og setur skáld-
skapinn þá með smáletri til aðgreiningar frá meginefni. Það var
rétt. En ég heyri á fleiri en einum lesanda ritsins, að þeir hefðu
þvert á móti viljað heimta af Arnóri bæði djarfari skáldskap og
meiri innlifun hans t. d. á Jóni Maríuskáldi inn í sögu alls konung-
dæmisins. Spillt hefði það verki, hefði Arnór farið að þeirra ráð-
um, en hér eftir gætu aðrir spreytt sig á að gera fræðilega tilraun,
essay, um Jón Maríuskáld og stórpólitíkina.
Ritfregn skal örstutt, því ritið birtist, þegar þessari einu síðu
Söguheftis var ólokið í prentsmiðju. Útgáfan er vönduð, prýdd
fjölda góðra mynda. Prófarkalestri er áfátt. í 48. bls. bókarauka i
lokin eru prentaðar upp nokkrar af minnisverðustu heimildunum,
orðréttar, ásamt Maríukvæðum, sem tengd eru Jóni skáldi. Sonur
Jóns, Finnbogi lögmaður, er annar sá, sem mest á í þessum bókar-
auka, en kafli Arnórs um þann lögmann framar í ritinu og margt
þar í kring er af miklu söguviti gerður, 7.—10. kap.
Námusaga brennisteins nyrðra á 16. öld og saga allra stórbænda,
sem hlut áttu að útflutningi þeirrar vöru, mest til konungs, birtist
hér í samhengi, sem var miður ljóst áður, svo og verkanir bardagans
um auðlindina á búferli stórlyndra manna, sem nær allir landsmenn
rekja kyn sitt til. Kyn hefðu síður dreifzt án þeirra viðureigna og
án hnignunar Áss, svo aðeins sé tvennt nefnt af því, sem gerði, ao
ekki nægði Ásverjum og Svalbarðsmönnum smærra þenslurými en
ísland var. _ „
Darraðarljóð yfir valköstum víkinga 1014 hafa löngum mikla
fyrir íslendingum þá kenning, að svo stórt geti mannhrun orðm,
meira að segja að skaðlausu frá hærra sjónarmiði séð, að útskaga-
menn fái tækifærið til að ráða löndum. Slíkir nýir menn í stoi-
bændastéttina voru rétt eftir Svartadauðann afkomendur Guðbjai
flóka, seinna kenndir við Svalbarð, og óþekktur leiguliði, Finnbog1
Jónsson, sem flyzt um 1414 í Ás (að vísu bréfsvottur 1393 á GrenJ
aðarstöðum og aftur nefndur 1406 og 1410). Ættfræðingar hafa P°
átt svo bágt með að sætta sig við þjóðfélagsfyrirbrigðið ,,P°n’
novus“, að þeir rekja frama Guðbjartsniðja til þess, að hann ha
líklega átt Egil Skallagrímsson að forföður, en auðsæld og S1