SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Síða 37

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Síða 37
25. apríl 2010 37 „hið álitlega adamsrif“. En hvers vegna er fjallað um stjórn- málakonur á þennan hátt? Siv minnist þess þegar trúverðugleiki hennar var dreginn í efa vegna fótabúnaðar hennar. „Það var sagt um mig að það væri ekki nokkurt mark takandi á svona konu sem tiplaði um á rauðum pinnahælum.“ Siv telur að þetta hafi breyst og að fjöl- miðlar fjalli ekki lengur á þennan hátt um stjórnmálakonur. Spegill samtíðarinnar? Í nútímasamfélagi, þar sem fréttir eru sendar út allan sólarhringinn, skiptir máli hverjir fá pláss í fjölmiðlum og hvernig er fjallað um þá. En er hugs- anlega verið að ofmeta þau áhrif sem fjölmiðlar hafa á hugsunarhátt almenn- ings? Innan fjölmiðlafræðinnar eru nokkuð skiptar skoðanir um umfang þeirra áhrifa, en flestir eru þó sammála um að fjölmiðlar gegni mikilvægu hlut- verki. Þegar sagt er að fjölmiðlar séu spegill samtíðarinnar er yfirleitt átt við að þeir endurspegli það sem er að gerast hverju sinni. Svokölluð speglunarkenning hefur verið notuð til þess að útskýra mismun- andi birtingarmyndir einstakra hópa í fjölmiðlum. Í stuttu máli sagt er inntak kenningarinnar á þá leið að fjölmiðlar endurspegla ríkjandi gildi samfélagsins og að þær ímyndir sem birtast í fjöl- miðlum séu birtingarmynd þess sem meirihlutinn telur vera rétt og satt. „Þegar haft er í huga hversu stórum hluta tíma okkar við verjum í að neyta fjölmiðla hvort sem um er að ræða dag- blöð, tímarit eða ljósvakamiðla, held ég að það sé fjarstæða að halda því fram að fjölmiðlar hafi engin áhrif á fólk,“ segir Hilmar Thor. Er raunhæft að gera þá kröfu til fjöl- miðla að þeir endurspegli samfélagið eða veruleikann á einhvern hátt? Sumir vilja meina að svo sé. Aðrir telja að það sé al- gerlega óraunhæf krafa. Því hver er annars tilbúinn að skilgreina veru- leikann svo vel sé? „Fjölmiðlar eru ekki eins og spegill sem hægt er að horfa í og segja: Svona er samfélagið. Veruleikinn er svo margþættur og háður skynjun hvers og eins,“ segir Karl. Siv segist ekki vera sammála því þegar forsvarsmenn fjölmiðla segjast vera að endurspegla raunveruleikann „Helm- ingur þjóðfélagsins er konur og þær eru ekki að gera síður merkilega hluti en karlar.“ Karlar stjórna fjölmiðlum Karlar eru í stjórnunarstöðum á íslensk- um fjölmiðlum og gildir þá einu hvort um er að ræða ljósvakamiðla eða prent- miðla. Karlar eru líka í meirihluta þeirra sem eiga fjölmiðlana. Hefur þessi staða einhver áhrif á birtingarmyndir kynjanna í fjölmiðlum? Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, telur svo vera. „En ég held að það sé engin töfra- lausn að fjölga konum inni á rit- stjórnum. Ég held að eftir því sem konur gera sig meira gildandi inni á fjölmiðl- unum sé líklegra að þetta breytist. Þetta hefur verið karlastétt í gegnum tíðina og það er lýðræðishalli inni á fjölmiðl- unum. Það getur varla talist eðlilegt að á tilteknu dagblaði sé engin kona starfandi í fréttum og á öðru dagblaði séu ein eða tvær. Það þurfa fleiri konur að starfa við fréttir og koma að stjórnun fjölmiðla. Við verðum að gera þá kröfu að konur séu þátttakendur í þjóðmálaumræðunni til jafns við karla. Það verður að koma beint frumkvæði frá fjölmiðlum hvað þetta varðar. Það er einfalt að reka bara upptökutækið eða míkrafóninn upp í þann sem er vanur að hafa skoðun og gera sig gildandi en það er ekki nóg.“ Gunnar Hersveinn, rithöfundur og heimspekingur, er á sömu skoðun. „Eigendurnir eru yfirleitt karlar, sömu- leiðis æðstu menn á ritstjórnum. Það er engin tilviljun. Þeir tilheyra karla- samfélaginu og í því felst að verðugur viðmælandi er óhjákvæmilega karlkyns. Valdakarlar treysta eigin kyni greinilega betur en konum.“ Sóley telur að takmörkuð umfjöllun um stjórnmálakonur viðhaldi goðsögn- inni um að konur bjóði sig ekki fram í sama mæli og karlar. Hún segist sann- færð um að fjölmiðlar hafi mikil áhrif á samfélagið. „Það skiptir ekki bara máli hversu marga karla og konur við sjáum í fjölmiðlum. Það skiptir líka miklu máli fyrir börnin okkar og okkur sjálf að fjöl- miðlar sýni fólk í margvíslegum hlut- verkum. Konur eiga að geta upplifað sig sem hluta af heildinni, ekki síður en karlar.“ Þurfum alltaf að vera vakandi Í bók sinni „Orðspor. Gildin í samfélag- inu“ segir Gunnar Hersveinn að það sé alls ekki nóg að fjölga konum í blaða- mannastétt til að rétta kynjaskekkjuna í fréttum. Ekki sé heldur nóg að segja blaða- og fréttamönnum að muna eftir að ræða bæði við konur og karla. „Þetta er ekki meðvitað hjá fjölmiðlafólki, heldur er þetta einfaldlega hluti af sam- félagsgerðinni og því er vandasamt að uppræta þetta,“ segir Gunnar Her- sveinn. Hann segir að nokkrum sinnum hafi verið ráðist á átak til að bæta hlut kvenna í fjölmiðlum og þá hafi lifandi umræða um málefnið orðið til í sam- félaginu og inni á fjölmiðlunum. „Svo hættir átakið og allt fellur í sama farið aftur. Sumir segja: Það þýðir ekkert að vera að þessu. Þetta er bara svona. En ég samþykki það ekki, þeir sem hugsa svona styðja gamla samfélagið. Ef við viljum í raun samráð kynjanna getum við breytt þessu. En við þurfum alltaf að vera vakandi, áhrifin eru svo dulin.“ Þuríður Backman, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Pála Sverrisdóttir og Birgitta Jónsdóttir glaðbeittar í þingsal. Morgunblaðið/Heiddi

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.