SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Side 44
44 25. apríl 2010
Tónlistarmaðurinn Ben Folds og rithöfund-
urinn Nick Hornby eru að vinna að plötu sam-
an, en Folds greindi frá því í viðtali við tímarit-
ið Paste á dögunum. Sagan segir að þeir
félagar hafi setið saman á veitingahúsi, feng-
ið hugmyndina og ákveðið að vinna að plötu
saman. Mun Hornby sjá um textasmíði á
meðan Folds sér um útsetningar á lögunum.
Hornby er kannski best þekktur fyrir bækur
sínar High Fidelity og About a Boy á meðan
Folds var forsprakki Ben Folds Five áður en
hann hóf sólóferli sinn.
Folds og Hornby
vinna að plötu
Ný plata frá Ben Folds og Nick Hornby kem-
ur út síðar á árinu.
Það verður forvitnilegt að heyra ný lög Stu-
arts Leslies Goddards eða Adams Ants.
Fimmtán árum eftir að Stuart Leslie Godd-
ard, betur þekkur sem Adam Ant, sendi frá
sér sína síðustu sólóplötu hefur hann stað-
fest við tónlistartímaritið NME að hann sé
að vinna að nýrri plötu. Á plötunni, sem hef-
ur fengið nafnið Adam Ant Is The Blueblack
Hussar in Marrying The Gunner’s Daughter,
fær Ant til liðs við sig fyrrverandi meðlimi
Oasis, 3 Colors Red ásamt Boz Boorer sem
lengi hefur unnið við lagasmíðar með Morr-
issey.
Ant samdi nýverið lag til minningar um
fyrrverandi umboðsmann Sex Pistols, Mal-
colm McLaren, en hann var á sínum tíma
einig umbosðmaður Adam & The Ants.
Ný plata á leiðinni
frá Adam Ant
Djasspíanistinn Horace
Tapscott naut aldrei þeirrar
hylli sem hann átti skilið,
eða svo fannst mér í það
minnsta þegar ég komst yfir
skífuna The Dark Tree með
kvartett Horace Tapscott og
svissneska plötufyrirtækið HatHut gaf út
fyrir áratug eða svo. Á skífunni var
mögnuð tónleikaupptaka frá búllu í
Hollywood 1989 þar sem Tapscott spilaði
með John Carter á klarínett, Cecil McBee
á bassa og Andrew Cyrille á trommur.
Þegar í fyrsta lagi skífunnar, titillaginu
sem er rúmar 20 mínútur að lengd, var
maður kominn á ókunnar slóðir, klif-
unarkennt píanó með kraumandi bassa-
leik og líflegum trommum og svo var það
þessi geggjaði klarínettleikari.
Þegar hér var komið sögu var
Tapscott 55 ára gamall og í fullu
fjöri. Hann var þá búinn að vera
að harka í djassinum á vestur-
ströndinni, í Los Angeles, þar
sem hann bjó frá barnsaldri. Þó
að hann sé þekktastur sem píanóleikari í
dag fékk hann fyrsta starfið sem básúnu-
leikari í stórsveit Lionels Hamptons og
fór með Hampton til New York þar sem
hann bjó um tíma og spilaði þá meðal
annars með John Coltrane og Eric
Dolphy.
Hann sneri þó aftur vestur og hóf þátt-
töku í baráttu fyrir réttindum blökku-
manna, en upp úr því starfi stofnaði hann
stórsveit sem hann stýrði í mörg ár og var
ætluð fyrir unga tónlistarmenn. Stjórn-
málaþátttaka hans varð þó til þess að
margir veigruðu sér við að ráða hann í
spilamennsku, en hann hélt sínu striki
alla tíð.
Fyrsta breiðskífan kom út 1969, en það
var ekki fyrr en hann tók að taka upp
fyrir smáfyrirtækið Nimbus undir lok
áttunda áratugarins og síðan fyrir HatArt
að menn tóku eftir honum. Áður en hann
gat nýtt sér meðbyrinn veiktist hann af
lungnakrabba sem dró hann til dauða
1999.
Þess má geta að lokum að John Carter
lést 1991. HatHut hefur gefið The Dark
Tree út að nýju með öðru umslagi en því
sem hér sést.
arnim@mbl.is
Poppklassík The Dark Tree – Horace Tapscott
Klifunarkennt píanó með kraumandi bassaleik
Þ
að eru líklega ekki margir tónlist-
armenn sem hafa á sér jafnmargar
hliðar og maður frá Kentucky-ríki,
Will Oldham. Á síðastliðnum tuttugu
árum hefur hann komið fram undir nöfnum á
borð við Palace, Palace Brothers, Palace Music,
Palace Songs, Bonnie „Prince“ Billy, Bonny
Billy ásamt því að gefa út undir sínu eigin nafni.
Á nýjustu plötu sinni notast Oldham við það
nafn sem honum virðist líða best með og notast
oftast við, nefnilega Bonnie „Prince“ Billy.
Plata ber heitið The Wonder Show of the World
og fær Oldham hér til liðs við sig gítarleikarann
Emmett Kelly, sem er forsprakki hljómsveit-
arinnar Cairo Gang ásamt Shahzad Ismaily og
mynda þeir félagar tríóið Bonnie „Prince“ Billy
& The Cairo Gang.
Á sínum fyrri plötum hefur Oldham valið
samstarfsfólk sitt af mikilli kostgæfni og þessu
sinni er engin undantekning þar á. Hefur Old-
ham fundið sér sérlega góða menn til að vinna
með. Raddir þeirra félaga fara einstaklega vel
saman í harmóníum laganna og eru á tímum
ekkert ósvipaðar því sem liðsmenn Crosby,
Stills, Nash & Young gerðu svo listilega vel á
sínum tíma.
Virðist sem prins myrkursins eins og Old-
ham hefur oft verið kallaður, sé aðeins farinn
að mýkjast með árunum. Sú svartsýni sem oft
má heyra í eldra efni hans hefur að hluta til
verið sett ofan í skúffuna að þessu sinni, en
skúffunni var greinilega ekki lokað nægilega
vel og er laumast í hana til að ná í nokkrar lag-
línur svona inni á milli. Minnir þessi mýkri
tónlist sem Oldham er senda frá sér núna svo-
lítið á menn á borð við Neil Young og James
Taylor.
Eldgosaeyjan okkar í Norður-Atlantshafinu
er Oldham ekki ókunnug. Hélt hann sína fyrstu
tónleika hér árið 1999 og segja þeir sem þar
voru á troðfullum Gauk á Stöng að heyra hefði
mátt saumnál detta á milli laga svo dáleiðandi
var hann á sviði.
Sjálfur var ég ekki svo heppinn að vera á
þeim tónleikum en ég man vel eftir seinni tón-
leikum Oldhams á Gauk á Stöng veturinn 2001
á vetrarhátíð Hljómalindarinnar sálugu. Þar fór
hann á kostum einn með gítarinn á sviði.
Söngur hans var svo magnaður að hann hefði
allt eins getað sleppt gítarnum og látið röddina
sjá um alla vinnuna. Það væri því óskandi að
þessi mikli prins myrkursins myndi sjá sér fært
að halda tónleika hér aftur í nánustu framtíð,
helst strax í kvöld.
Hver er maðurinn?
Á dögunum kom út ný hljóðversplata frá tónlistar-
manninum Will Oldham, en þær telja nú hátt í annan
tug. Að þessu sinni er hann Bonnie „Prince“ Billy og
nýtur hann hjálpar liðsmanna Cairo Gang á plötunni.
Matthias Árni Ingimarsson matthiasarni@mbl.is
Will Oldham til hægri ásamt Emmett Kelly. Þeir eru meðlimir Bonnie „Prince“ Billy & The Cairo Gang.
Ljósmynd/Jesse Fischler
Will Oldham lætur sér ekki
nægja að vera bara tónlistar-
maður. Hann hóf ferilinn sem
leikari í heimaborg sinni Lou-
isville í Kentucky aðeins 17 ára
gamall. Oldham flutti til
Hollywood í von um frama í
leiklistinni en fékk fljótlega
nóg af bransanum og hætti ár-
ið 1989. Hann hefur þó tekið
að sér smáhlutverk í litlum
myndum á borð við Julien
Donkey-Boy og Junebug. Eftir
að Oldham hætti í leiklistinni
og sneri sér að tónlist hefur
hann einnig getið sér nafn sem
ljósmyndari. Plötuumslag
meistaraverksins Spiderland
með Slint prýðir til dæmis
mynd eftir Oldham.
Plötuumslag Spiderland með Slint
prýðir mynd Oldhams
Tónlistarmað-
ur, leikari og
ljósmyndari
Tónlist
Eftir að lög af nýrri plötu hljómsveitarinnar
LCD Soundsystem láku nýverið á netið
ákvað forsprakki sveitarinnar, James
Murphy, að setja hana á heimasíðu sveit-
arinnar þar sem hægt er að hlusta á hana í
heild sinni frítt, í stað þess að flýta útgáfu-
degi hennar.
Á plötunni, sem kemur út um miðjan maí,
má finna níu lög úr smiðju Murphys og fé-
laga. Hljómsveitin er nú á tónleikaferðalagi í
Evrópu, sem hefur raskast lítillega sökum
eldgossins í Eyjafjallajökli.
Hægt er að hlusta á nýju plötu LCD
Soundsystem á heimasíðu sveitarinar
Nýja LCD á netið