SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Page 47

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Page 47
25. apríl 2010 47 LÁRÉTT 1. Vonarsteinar reynast vera betlistafur sem er ekki gott að vera á. (10) 5. Leikfélag sonar Dags? (9) 8. Drabbar líkt og erlendir menn. (6) 9. Dýrgrip passi eins og krás. (9) 11. Um kind syngi og fastráði. (6) 12. Þornaðir þegar hitaði. (6) 14. Borga sem einn af liðlegheitum. (10) 15. Bæjarhluti fari í burtu. (6) 19. Geisla stoðvef eða sveif. (10) 20. Biskupstíund er á mörkum þess að gera býs- anska mynt. (6) 22. Setti innra tvö þúsund að einum meðtöldum í umgerð. (10) 23. Blóm sem er líka þekkt sem kvæði. (5) 24. Píla söngvara er þreytt. (7) 27. Þel Bandaríkjamanns er blanda. (7) 28. Fiskur í fiskatali. (5) 30. Ábending vegna maskínu er blekking. (6) 31. Veikur í kinnum sér rakið. (10) 32. Sólguð gaffla vekur afl. (7) 33. Hurðarás felur í sér hæð þakta grjóti. (7) 34. Ryk mömmu veldur örbirgð. (7) LÓÐRÉTT 1. Þjónastarf á veiðitíma. (6) 2. Notast slík á hverju ári sem óvenjuleg. (9) 3. Lendingarstaðarstaður á andliti okkar. (3) 4. Sofi Lúðvík. (5) 6. Skurðbrúnin á fuglaafurðunum. (5) 7. Bolurinn í bænum. (5) 9. Herfan fékk Gunnar til að sýna ránsfeng. (7) 10. Æða þótt það sé veðurofsi. (10) 13. 2 x 1501 einhvern veginn varð myrkt. (6) 14. Festing missir net við að verða að steypuefni. (4) 15. Óvilhallur hefur ekki grip. (8) 16. Greiða fyrir hana er sérstök hárgreiðsla. (10) 17. Magi kenndur við mann reynist vera páka. (10) 18. Stýrið inn til að lakka. (9) 20. Náttúrugreind sem konur hafa en ekki karlar? (9) 21. Töframatur er stórkostlegur. (11) 25. Afkvæmi páfagauka eru háðfuglar. (8) 26. Tómar ná í kenningu yfir konu. (7) 29. Fimma raka í einhvers konar hrogn. (6) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn með nafni og heim- ilisfangi ásamt úrlausninni í um- slagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 25. apríl rennur út fimmtudaginn 29. apríl. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 2. maí. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinn- ingshafi krossgátunnar 18. apríl sl. er Hall- grímur Axelsson. Hann hlýtur í verðlaun bókina Hvíti Tígurinn eftir Aravind Adiga. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Eldgosið í Eyjafjallajökli varð til þess að skipuleggjendur heims- meistaraeinvígis Anands og Topalovs í Sofia í Búlgaríu féllust á að fresta einvíginu um einn dag en Anand hafði áður beðið um þriggja daga frestun vegna erf- iðleika með að komast frá Spáni þar sem hann býr. Eiginkona Anands, Aruna, greip til þess ráðs að pakka föggum heims- meistarans í stóran sendiferðabíl og síðan var ekið í gegnum Evr- ópu. Tók sú ferð 40 klukkutíma. Fyrstu skák einvígisins átti sam- kvæmt nýrri dagskrá að tefla í gær, laugardag og Topalov með hvítt. Þeir munu tefla 12 skákir. Anand er af mörgum talin sig- urstranglegri vegna meiri reynslu í löngum einvígjum. Þeir hafa teflt 44 kappskákir, Topalov hefur unnið ellefu sinnum, An- and tíu sinnum og þeir hafa gert 23 jafntefli. Topalov lét þess get- ið í viðtali á dögunum að þeir Anand hefðu sl. fimm ár borið höfuð og herðar yfir aðra skák- menn og einvígi þeirra væri eðli- legt uppgjör bestu skákmanna heims. Í því einvígi sem framundan er liggur ljóst fyrir að báðir kepp- endur munu fullnýta þann öfl- uga hugbúnað sem skákmönn- um stendur til boða. Samkeyrsla fjölmargra forrita til að fá nið- urstöður í flóknum byrjunum er krafa dagsins. Anand var að þessu leyti mun fremri Vladimir Kramnik í heimsmeistaraeinvíg- inu í Bonn 2008. Þó að Anand hafi vakið athygli í skákheiminum þegar árið 1986 einkum þó fyrir hversu fljótur hann var að leika, taldi hann í viðtali sem Riz Khan átti við hann á sjónvarpsstöðinni Alja- zeera á dögunum að árið 1987 hafi markað þáttaskil fyrir sig hvað skákferilinn varðaði. Þá varð hann heimsmeistari ung- linga og var einnig útnefndur stórmeistari, fyrstur Indverja. Af mörgu er að taka frá þess- um árum en þegar greinarhöf- undur sló upp í gagnabanka kom á daginn að þetta ár tefldi hann við Ingvar Ásmundsson á World Open í Bandaríkjunum. Þetta var hörkuskák og Ingvar gaf sig hvergi þó að hann hafi fengið erfiða stöðu eftir byrjunina. Sennilega hefur Anand verið of fljótur á sér að hafna 26. Rxc5 bxc5 27. Hd7 Hc8 því 28. g4! Kf8 29. f5 gefur honum góða vinn- ingsmöguleika. Annar vendi- punktur kom í 38. leik, Anand hefði átt að skjóta inn 38. fxg7+. Svo var mikill bægslagangurinn þegar Anand tefldi á þessum ár- um að hann átti stundum erfitt með að „bremsa sig af“. Í enda- taflinu sem upp kom gat Ingvar náð jafntefli með 39. … Rd6! því 40. a4 standar á 40. … Ke7 og riddarinn á b6 á aðeins a8- reitinn. Aftur missir Ingvar af jafntefli í 41. leik með Kc7 í stað 41. … c4. Philadelphia 1987: Wisvanathan Anand – Ingvar Ásmundsson Aljékíns vörn 1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 Bg4 5. Be2 e6 6. 0-0 Be7 7. c4 Rb6 8. Rc3 O-O 9. Be3 R8d7 10. b3 dxe5 11. Rxe5 Bxe2 12. Dxe2 Rxe5 13. dxe5 Rd7 14. Had1 Dc8 15. f4 Bc5 16. Re4 Bxe3 17. Dxe3 Hd8 18. h4 Rf8 19. h5 h6 20. Dc5 Hd7 21. Db4 b6 22. Da4 Dd8 23. Hxd7 Dxd7 24. Dxd7 Rxd7 25. Hd1 Rc5 26. Rc3 a6 27. b4 Rb7 28. Hd7 Hc8 29. f5 Rd8 30. b5 axb5 31. cxb5 Kf8 32. f6 Rb7 33. Re4 Ra5 34. Hd4 c5 35. Hd7 Rc4 36. Rd6 Rxe5 37. Hxf7 Rxf7 38. Rxc8 gxf6 39. Rxb6 Ke7 40. Ra4 Kd6 41. Rc3 c4 42. a4 Kc5 43. a5 Rd6 44. b6 Kc6 45. g4 Kb7 46. Kf2 Ka6 47. Ke3 f5 48. g5 hxg5 49. h6 e5 50. h7 Rf7 51. Ra4 Kb7 52. Rc5 Kc6 53. b7 Kc7 54. a6 – og svartur gafst upp. Helgi Ólafsson | helol@simnet.is Eldgos tefur heimsmeistaraeinvígi Skák Nafn Heimilisfang Póstfang

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.