SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 53

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 53
25. apríl 2010 53 Penguin í Ástralíu gaf út bók og kallaði „Pastabiblíuna“, sem er í sjálfu sér ekki í frá- sögur færandi. Það sem þykir fréttnæmt er þó það að í vik- unni lét fyrirtækið eyða öll- um þeim eintökum sem það átti af bókinni á lager, 7.000 bókum alls, vegna prentvillu í einni uppskriftinni. Í uppskrift að tagliatelle með sardínum og prosciutto skinku stóð nefnilega að í uppskriftina skyldi nota salt og nýmalað svart fólk („freshly ground black people“ upp a ensku). Þó að ólíklegt sé að nokkur reyndi að fylgja uppskriftinni í ystu æsar þótti þetta þvílík hneisa að ekki væri annað verjandi en að eyða því sem til væri af bókinni. Ekki gekk fyrirtækið þó svo langt að innkalla bókina úr verslunum, sögðu að það væri of mikið umstang, en kostnaður af eyðingunni samsvarar um fimm milljónum króna. Þeim sem keypt hafa bókina eða kaupa hana í bókaversl- unum stendur til boða að fá henni skipt út fyrir nýja úgáfu eða endurgreidda, en útgáfu- stjóri Pengurin í Ástralíu segist þó telja ólíklegt að nokkur sé svo smámunasamur, eins og hann orðaði það. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast þó miður sín yfir þessu slysi. Í viðtali við út- gáfustjórann kom í ljós að leiðrétting- arhugbúnaði væri um að kenna og ekki væri við prófarkalesara að sakast. Kostnaðarsöm prentvilla í pastauppskrift Nýmalað svart fólk Pastabiblía með ókræsi- legri uppskrift. New York Times 1 Changes - Jim Butcher 2 The Help - Kathryn Stockett 3 Caught - Harlan Coben 4 The Walk - Richard Paul Ev- ans 5 A River in the Sky - Eliza- beth Peters 6 Silver Borne - Patricia Briggs 7 House Rules - Jodi Picoult 8 The Black Cat - Martha Gri- mes 9 Deception - Jonathan Kell- erman 10 Matterhorn - Karl Marlantes Waterstones 1 The Girl Who Kicked the Hornets’ Nest - Stieg Lars- son 2 The Return: Nightfall – Vampire Diaries (bókaröð) #5 - L.J. Smith 3 Wolf Hall - Hilary Mantel 4 61 Hours - Lee Child 5 The Perfect Murder - Peter James 6 The Immortals: Blue Moon - Alyson Noel 7 The Short Second Life of Bree Tanner - Stephenie Meyer 8 Tempted – House of Night (bókaröð) #6 - Kristin Cast 9 Burned – House of Night (bókaröð) #7 - P.C. Cast, Kristin Cast 10 One Day - David Nicholls Eymundsson 1 8th Confession - James Patterson 2 Ford County - John Grisham 3 Fear The Worst - Linwood Barclay 4 Take a Chance On Me - Jill Mansell 5 501 Must-See Destinations - Bounty Books 6 Blindman’s Bluff - Faye Kellerman 7 Readers Digest Atlas of the World - Readers Digest 8 The Complaints - Ian Rank- in 9 Purge - Sofi Oksanen 10 Eclipse - Stephenie Meyer Bóksölulisti C harlaine Harris er sannkölluð bókafabrikka, hefur skrifað á fimmta tug bóka og það með góðum árangri því bækur henn- ar eru tíðir gestir á metsölulistum vestan hafs. Hún skrifar gjarnan bókaraðir þar sem sömu persónur eru í aðalhlutverkum og þá líklega þekktust bókaröðin um gegngilbeinuna skyggnu Sookie Stack- house, fyrsta bókin í röðinni kom út 2001 og á íslensku nú fyrir stuttu. Bækurnar um Sookie Stackhouse eru nú orðnar ellefu og segja allar frá ævintýrum Sookie með vampírunni sem hún elskar og vinum hennar og óvinum, auk þess sem fjölskylda hennar kemur nokkuð við sögu. Fyrsta bókin í röðinni, sú sem hér er tekin til kosta, vann til nokkurra verðlauna sem besta ævintýrabók ársins og átti það skilið því Harris tekst bærilega að flétta saman ofbeldi, óhugnað og spennu og krydda rækilega með léttbláum kynlífslýsingum. Bækurnar gerast í Suðurríkjum Bandaríkj- anna, nánar tiltekið í Louisiana, og fólkið flest því marki brennt, hálfgerðar teikni- myndapersónur, nett úrkynjaðar og hæfi- lega siðspilltar. Lífið gengur meira og minna út á brennivín og kynlíf og af því síðarnefnda er meira en nóg, svo mikið reyndar að maður verður hálf leiður á endalausum hvílubrögðum Soookie og vampírunnar hennar. Að því sögðu þá er sagan spennandi og vekur áhuga á að lesa meira, sérstaklega hvað varðar heim vampíranna sem verður væntanlega betur útskýrður í næstu bók- um, en tilvist þeirra er skýrð bærilega, ekkert yfirskilvitlegt, bara vírus. Annað sem kemur við sögu er ekki leyst eins vel, en kemur ekki að sök. Eini gallinn á bók- inni er það hver aðalóþokkinn er – full billegt fyrir minn smekk. Bækur Dauð þar til dimmir bbbnn Eftir Charlaine Harris. JPV gefur út, Halla Sverrisdóttir þýddi. Árni Matthíasson Atriði úr True Blood sjónvarpsþáttaröðinni, sem notið hefur hylli vestan hafs en þeir þættir eru byggðir á bókaröðinni um Sookie Stackhouse og vampíruna sem hún elskar . Ofbeldi, óhugnaður og kynlífslýsingar Ég er að ljúka við bók núna sem heitir Zen & The Art of Motorcycle Maintenance eft- ir Robert M. Pirsig frá árinu 1974. Hún er að hluta til sjálfsævisöguleg og fjallar um mann sem ferðast ásamt syni sínum á mótorhjóli þvert yfir Bandaríkin. Frásögnin er í raun tvískipt, annars veg- ar fylgjumst við með vélhjólaferðalaginu sjálfu og hins vegar með heimspekilegum hugrenningum ferðalangsins. Og þessar hugrenningar eru ekki svo léttvægar því í raun er Pirsig þarna að setja fram nýtt heimspekikerfi sem hann síðan útvíkkaði enn frekar í næstu bók sinni Lila. Þessi bók sló í gegn þegar hún kom út og seldist í milljónum eintaka en Pirsig hefur aðeins skrifað þessar tvær bækur. Þegar ég verð búinn með „Zen og við- hald mótorhjóla“ þá bíður mín bók sem heitir Eating Animals og er eftir Brook- lyn-höfundinn unga Jonathan Safran-Foer sem er í talsverðu uppáhaldi hjá mér. En þetta er reyndar ekki skáldsaga heldur er Safran-Foer í þessari bók að kanna undir- heima matvælaiðnaðarins eins og er mikið í tísku þessi misserin. Ég kem reyndar nokkuð vel undirbúinn að þessari bók því ég las nýverið bókina Omnivore’s Di- lemma eftir Michael Pollan sem vakti mikla athygli í Bandaríkjunum þegar hún kom út árið 2006. Hún fjallar á mjög ítarlegan hátt um matvælaiðnaðinn í Ameríku og þá brengl- aðu matarmenningu sem er viðhaldið af stórfyrirtækjum og yfirvöldum þar og víða í hinum vestræna heimi. Spurningin er hvort bók Saffran-Foer nái að breyta mér í grænmetisætu. Ég held ég muni þó seint fúlsa við íslensku fjalla- lambi, krydduðu á fæti. Eða hvað? Lesarinn Daníel Bjarnason tónskáld Zen og matvæla- iðnaðurinn Bandaríski heimspekingurinn og rithöfund- urinn Robert Maynard Pirsig. Wikipedia/Ian Glendinning Drekar spú eitri en eru sem betur fer flestir úr pappír og eitrið rjátlast af manni. Við verðum þó að hafa þykkan skráp svo að eitrið komist ekki inn í sálina því að þá verður drekinn glaður og við vansæl. Við skulum reyna að brynja okkur með ást. Ljóðið er úr nýrri bók Þórs, 2009 Ljóð. Í henni birtist dagbók hans fyrir árið 2009 en skáldið einsetti sér að yrkja eitt ljóð á dag allan ársins hring og sækja yrkisefnið í fréttir líðandi stundar eða hvunndag sjálfs sín. 24. apríl – Drekar Þór Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.