SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Síða 15

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Síða 15
23. maí 2010 15 minnistap er langoftast fyrsta ein- kenni um Alzheimer-sjúkdóm en ekki endilega um aðra heilabil- unarsjúkdóma.“ Önnur einkenni um Alzheimer eru frá aftari hluta heilans; málstol, verkstol, sjónskynstol (t.d. það að þekkja andlit) og rýmdarskynjun (að geta teiknað, ratað eða að hafa til- finningu fyrir stærð bíls sem sjúk- lingur keyrir). Einkenni æðavitglapa eru hins vegar frá framheila, annaðhvort framtaksleysi eða ofvirk hegð- unarvandamál. „Skerðing á flóknari vitrænni getu er t.d. að geta ekki hugsað óhlutbundið, skilið rök og reiknað, dómgreindar- og innsæisleysi, skipulags- og stýritruflanir, t.d. að skipuleggja daginn, vera sveigj- anlegur í hugsun og samskiptum.“ Sérhæfð meðferð til að hægja á Alzheimer-sjúkdómi er ekki til. Helst eru bundnar vonir við bólusetningar, en slíkar rannsóknir eru farnar af stað aftur eftir erfiðar aukaverkanir. Hins vegar er möguleiki á að hægja á æðavitglöpum með lyfjagjöf. usta gekkst fyrir á dögunum. Hún segir öllu máli skipta að sjúklingurinn fái að halda reisn og að mikilvægasta verkefni að- standandans sé að tryggja að svo sé. „Ef ég ætti svo að gefa fólki góð ráð væri það að sýna þol- inmæði og að muna eftir húm- ornum.“ Ragnheiður Elín segir að eftir á að hyggja hafi Alzheimer- einkenna fyrst orðið vart hjá móður hennar um 1990, þegar hún var um sextugt. „Við átt- uðum okkur samt ekki á því strax. Einkennin koma smátt og smátt í ljós og það er eitt af því sem gerir sjúkdóminn svo erf- iðan.“ Hólmfríður vann árum saman sem aðalbókari Sparisjóðsins í Keflavík og Ragnheiður Elín hugsar til þess með hlýhug hvernig forráðamenn sjóðsins komu fram við móður hennar. „Eftir að mömmu fór að hraka voru ákveðin verkefni færð frá henni en hún sinnti öðrum í staðinn. Hún fór í vinnuna, hafði sína skrifstofu og sinn titil; var aldrei beðin um að hætta en einn daginn ákvað hún það sjálf á eigin forsendum. Hún hélt sinni reisn og fyrir það er ég for- ráðamönnum Sparisjóðsins óendanlega þakklát.“ Ragnheiður Elín segist sjá mest eftir því, í samskiptum við móður sína, að hafa ekki verið nógu þolinmóð. „Ég var sjálfs- elskur unglingur, rúmlega tví- tug, og á í minningunni fullt af setningum sem ég vildi óska að ég hefði ekki sagt; Mamma, ég var búin að segja þér þetta hundrað sinnum … Móðir mín var stórkostleg kona og ég vildi að ég hefði áttað mig á því að þetta lét henni líða verst; hún hefur örugglega fundið að hún var að að missa stjórnina en ég nuddaði henni upp úr því. Ekki af illgirni, heldur af hugs- unarleysi og vanþekkingu.“ Hún ráðleggur þeim sem þurfa að standa í þessum sporum að gera það ekki að stórmáli að hafa sagt hlutinn áður. „Með því að leika leikritið; tala um sama hlutinn aftur og aftur þá líður viðkomandi betur og það eitt og sér er næg ástæða.“ Fjölskyldan þekkti sjúkdóm- inn vegna þess að móðir Hólm- fríðar hafði einnig fengið hann. „Þegar við Eiríka systir heim- sóttum ömmu talaði mamma um að hún vildi ekki verða svona; sagði að við yrðum að sjá til þess að hún fengi frekar sprautu en þurfa að glíma við þennan sjúkdóm. Þegar að því kom gátum við það auðvitað ekki, en ég viðurkenni alveg að ég hugsaði mjög oft um þetta samtal,“ segir Ragnheiður Elín. Hún nefndi að ágætt hefði verið að heyra lækni taka svo til orða á ráðstefnunni, að sjúk- dómurinn væri ekki endilega ættgengur, „en tölfræðin er okkur í fjölskyldunni ekki í hag. Amma var svona, bróðir hennar líka, mamma og nú er systir mömmu á sömu leið.“ Ragnheiður Elín sagði í upp- hafi að Alzheimer-sjúkdóm- urinn rændi fólk persónuleik- anum. „Því sem gerir mig að því sem ég er. Í mínu tilfelli yrði það tákn þess að ég væri komin út úr heiminum ef ég sæti á hjúkr- unarheimilinu að borða agúrku! Ég borða ekki agúrkur og hef aldrei gert, mér finnst þær vondar, og þess vegna hef ég nú þegar beðið alla sem ég þekki og myndu hugsanlega koma í heimsókn að gefa mér ekki gúrku …“ ’ Mamma sagði að við yrðum að sjá til þess að hún fengi frekar sprautu en þurfa að glíma við þennan sjúkdóm. Þegar að því kom gátum við það auðvitað ekki, en ég viðurkenni alveg að ég hugsaði mjög oft um þetta samtal Síðustu sýningar vorsins Skemmtilegar sýningar sem koma þér í sumarskap „Mátti ekki vera betra“ BS, Pressan.is IÞ, Mbl „Skemmtileg sýning“ EB, Fbl „Dúndursýning“ EB, Fbl „Hörkustuð“ IÞ, Mbl „Guðjón Davíð Karlsson vinnur leiksigur í aðalhlutverkinu“ JVJ, DV Dúfurnar 22. maí kl. 20 UPPSELT 28. maí kl. 20 UPPSELT 30. maí kl. 20 UPPSELT 3. júní kl. 20 örfá sæti 4. júní kl. 20 örfá sæti 5. júní kl. 20 örfá sæti 11. júní kl. 20 12. júní kl. 20 Síðasta sýning Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gauragangur 22. maí kl. 20 UPPSELT 28. maí kl. 20 UPPSELT 30. maí kl. 20 UPPSELT 4. júní kl. 20 UPPSELT 5. júní kl. 20 UPPSELT 11. júní kl. 20 örfá sæti 12. júní kl. 20 örfá sæti

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.