SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Qupperneq 28

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Qupperneq 28
28 23. maí 2010 Þ að er sama til hvaða úrræða Þýskaland grípur, evran, eins og við þekkjum hana, er dauð.“ Þetta skrifar Jeff Ran- dall, margverðlaunaður fréttaskýrandi um efnahagsmál. Volker, fyrrverandi seðla- bankastjóri Bandaríkjanna, hefur tekið í sama streng. Hann er nú helsti efnahagsráðgjafi Obama Bandaríkjaforseta. Volker viðurkennir að hann hafi í öndverðu verið fylgjandi hugmyndum um evruna en forsendur hennar hafi því miður ekki staðist. Milton Freedman, nóbelsverðlaunahafi í hag- fræði, hafði hins vegar talið að evran hlyti að falla um leið og hún lenti í sinni fyrstu alvarlegu efna- hagskrísu. Þegar tíu ára afmæli evrunnar var fagnað á síðasta ári var þessum ummælum Freed- mans mjög haldið á lofti honum til háðungar en innvígðum til skemmtunar og hátíðarbrigða. Þá töldu afmælisgestir evrunnar að gjaldmiðillinn hefði einmitt sannað sig og staðið af sér með sóma afleiðingar lausafjárkreppunnar sem hófst í ágúst 2007. Og hver um annan þveran kepptist við að gefa það „faglega“ álit að það hefði einmitt verið sjálfri tilveru evrunnar að þakka að ekki fór verr. Íslenskir „fagmenn“, sem ekki eru síst faglegir í að nota ljósritunarvélina til að endurspegla í sínu nafni hina viðurkenndu skoðun dagsins, tóku undir af faglegum myndugleik. Næsta áhlaup væntanlegt – vopnabúrin tóm Meginúrræði þjóðanna sem tæpast stóðu í krepp- unni var að beita afli ríkissjóða og seðlabanka til að fylla þau svarthol sem trúnaðarbrestur á markaði hafði tæmt af lausafé. Um hríð virtist sem þessi aðferð hefði dugað. Gjaldþrotum banka fækkaði og millibankaviðskipti styrktust á ný. Yf- irvöld efnahagsmála settu opinberlega kíkinn á blinda augað og heimiluðu með þegjandi sam- komulagi fjármálastofnunum að „geyma sér“ að skrifa niður lélegar og ónýtar eignir meðan kyrrð væri að færast yfir. Forsenda þess að slíkt lukk- aðist var að kreppan væri í raun yfirstaðin. Spurningarmerkið aftan við þá forsendu hefur farið stækkandi að undanförnu. Efnahagskerfið er þrúgað af ótta og efasemdum um þessar mundir. Allir vita um veika stöðu margra evruríkja. Bandaríkin eru mjög skuldsett og efnahagslega í brothættu sambandi við stjórnmálalegan fjandvin sinn Kína. Þar hefur hagvöxtur verið mikill á undanförnum árum. Í skjóli hans hefur mikið herveldi byggst upp og forskot Bandaríkjanna í þeim efnum minnkað ört, ef kjarnorkuvopn eru frátalin. Nú óttast yfirvöld þar eystra að hagvöxt- urinn hafi haft fullmikið lyftiduft í uppskriftinni sem notuð var til að baka hann. Þau hafa því hert hinar peningalegu skrúfur og það aðhald hefur þegar valdið titringi og verð bréfa í kauphöllinni í Shanghai hefur fallið um 20% á einum mánuði. Kína er enn talið til þróunarríkja en á sama tíma er landið stórveldi sem mætir vestrænum ríkjum í hlutverki kröfuhafans og sem aðalleikari á gjald- eyrismarkaði. Leiðtogar Evrópusambandsins og evruríkin sérstaklega geta haldið fundi og búið út bústnar yfirlýsingar sniðnar til þess að fá grein- ingardeildir og fagfjárfesta til að trúa að evran sé lífvænlegri en hún lítur út fyrir að vera. En ef Kína telur slíkar samþykktir innihaldslausa froðu skiptir litlu máli þótt hinn hluti markaðarins gleypi froðuna, sem er þó eðli máls samkvæmt ekki auðgleypt. Veikar varnir Ef sá óróleiki og ótti sem hefur verið að grípa um sig að undanförnu umbreytist í kreppuástand eru varnarmöguleikarnir veikari en þegar fyrri hluti kreppunnar reið yfir í ágúst 2007. Það tók þá öldu heilt ár að rísa í þá hæð að verða efnahagslegur brotsjór. Þá var öllu kostað til svo afstýra mætti því að kreppan breyttist í efnahagslegt hrun. Og eins og áður sagði voru hagspekingar og for- ystumenn efnahagsmála byrjaðir að trúa því að það hefði tekist. Þeir voru búnir að taka tappana úr tugum þúsunda kampavínsflaskna og ætluðu að byrja að fagna. Það er ekki mikið léttara að troða slíkum töppum aftur í flöskurnar en tann- kremi aftur í túpurnar sínar. Aðvörunarmerkin þrjú Knýi kreppan dyra á ný í sínum öðrum þætti er hætt við að mörgum muni þykja að fyrri þátt- urinn hafi fremur verið forleikur en sjálfstætt at- riði. Því nú blasir þrennt við sem veikja mun varnirnar gegn nýrri kreppu. Evran er á fúnum fótum. Búið er að soga fúlgur fjár út úr Evr- ópulöndum til að halda henni gangandi. Þeir fjár- munir verða ekki notaðir aftur. Í öðru lagi höfðu bankarnir fengið frest til að gera hreint fyrir sín- um dyrum. Þeir munu því mæta nýrri kreppu með miklu lakari eiginfjárstöðu en opinberir reikningar þeirra sýna nú. Feluleiknum er reynd- ar haldið áfram. Því síðast í gær ákvað útibú evr- ópska seðlabankans í Róm, sem fær enn að halda nafninu Ítalski seðlabankinn, að heimila ítölskum bönkum að gera ekki ítölsk ríkisverðbréf upp á markaðsverði í eignasafni sínu til að koma í veg fyrir að eigið fé hryndi langt undir lögleg mörk. Í þriðja lagi skuldsettu ríkissjóðir stærstu landa heims sig upp fyrir haus til þess að bregðast við lausafjárkreppunni með því að senda skattfé út á markaðinn og með því að láta seðlabanka kaupa lélega pappíara. Þar er því víða minna en ekkert svigrúm til að leika þann leik aftur. Þessi þrjú at- riði eru undirrót þess vantrausts sem nú ríkir. Þess vegna hefur verð hlutabréfa á Vesturlöndum lækkað um hálfan annan tug prósenta á skömm- um tíma. Þess vegna dregur nú úr trausti í milli- bankaviðskiptum. Þess vegna hefur orðið flótti yfir í „föst“ verðmæti eins og gull, en verð þess er nú í hæstu hæðum og spár uppi um að það kunni að tvöfaldast á næsta ári vegna vantrausts á öðr- um fjárfestingarkostum. Hvernig er Ísland undirbúið? Á þessum tímum, sem gætu orðið örlagatímar, þykir heppilegast að búa við stjórnleysi á Íslandi. Veikburða ríkisstjórn, sem sífellt færri treysta til Reykjavíkurbréf 21.05.10 Seinni hálfleikur að hefjast

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.