SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Qupperneq 8

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Qupperneq 8
8 24. október 2010 Að sögn Halldórs Runólfssonar yfirdýralæknis er honum og fleiri starfsmönnum Matvælastofnunar kunnugt um umrætt myndband úr bresku sláturhúsunum. Hann segist þó ekki vita til þess að myndbandið hafi orðið til um- ræðna um að auka þurfi eftirlit með slátrun hérlendis. Um 16 sláturhús eru starfandi hérlendis, átta sauðfjársláturhús, fjögur stórgripasláturhús og fjög- ur alifuglasláturhús. „Það eru strangar reglur um hvernig á að aflífa dýrin og hvernig því er fylgt eftir,“ segir Halldór. „Við teljum því að svona meðferð, eins og þarna sést, sé ekki vandamál hér. Ég tel að okkar tilfinning fyr- ir dýravelferð hafi alla tíð verið á töluvert háu plani og dæmi um það er að hérlendis hefur aldrei verið leyft í sláturhúsunum að skera dýrin beint á háls, án þess að deyfa þau fyrst.“ Íslenskar reglur kveða á um að dýralæknar á vegum Matvæla- stofnunar séu ávallt í sláturhús- unum þegar slátrað er. „Þetta eru okkar starfsmenn sem allir hafa sína þjálfun í gegn um nám og vinnu. Eitt af höfuðverkefnum þeirra er að fylgjast með því að dýraverndin sé í hávegum höfð við aflífun og að hún fari rétt fram.“ Standa ekki yfir slátruninni Aðspurður segir hann sama fyr- irkomulag í sláturhúsum ytra. „Þetta eru nokkuð staðlaðar kröfur, bæði hér, í Evrópusam- bandslöndunum og í Bandaríkj- unum.“ Slíkt eftirlit hefur þó ekki komið í veg fyrir þessa illu með- ferð á dýrunum í Bretlandi, eða hvað? „Nei, það er misjafnt hvað menn leggja áherslu á. Auðvitað eru dýralæknarnir út um allt slát- urhús svo þeir geta ekki staðið yfir þeim sem eru að slátra allan tímann. En það er fylgst með því að þetta sé rétt gert og t.d. get- ur það hreinlega sést á kjötinu ef aflífunaraðferðin er vitlaust. Ger- ist það skoða dýralæknarnir í sláturhúsinu sérstaklega hvað kemur til.“ Þá segir hann reglulega farið yfir dýraverndarmálin með við- komandi dýralæknum auk þess sem gefin sé út sérstök eftirlits- handbók fyrir þá dýralækna sem fari með eftirlit með slátrun. „Þar er velferð dýranna við slátrunina einn af aðalpóstunum.“ Samkvæmt íslenskri löggjöf skal „deyfing og aflífun slát- urdýra eingöngu framkvæmd af vandvirkum og samviskusömum starfsmönnum sem hafa fengið viðhlítandi fræðslu og þjálfun um deyfingaraðferðir og aflífun og meðferð áhalda sem viðurkennd eru við slátrun búfjár“, eins og segir á heimasíðu Matvælastofn- unar. „Við teljum okkur því búna að gera ráðstafanir sem eiga að duga,“ segir Halldór. Opinberir eftirlitsdýralæknar fylgjast með slátrun hérlendis Í sumum tilfellum er hægt að sjá á kjötinu ef röngum aðferðum hefur ver- ið beitt við slátrun. Myndin tengist ekki umfjölluninni beint. Reuters B resk stjórnvöld kalla nú eftir því að settar verði upp eftirlitsmyndavélar í 370 slát- urhúsum þar í landi, í því skyni að tryggja að lögum, sem koma eiga í veg fyrir illa með- ferð á dýrum, sé fylgt eftir. Tilmælin koma í kjölfar baráttu dýraverndunarsamtakanna Animal Aid, sem notuðust við faldar myndavélar til að afhjúpa sláandi og ofbeldisfulla meðferð á dýrunum. Í grein The Gardian af málinu segir að breska eftir- litsstofnunin The Food Standards Agency (FSA) færi þau rök fyrir uppsetningu myndavélanna að ekki sé líðandi að hafa gloppur í eftirfylgni laganna. Ákvörðun FSA er sigur fyrir Animal Aid, sem kom fyrir földum myndavélum í sjö sláturhúsum víðs veg- ar um England. Í sex þeirra reyndist pottur brotinn við slátrunaraðferðirnar. Upptökurnar sýna m.a. myndskeið af slátrurum sem sparka og trampa á dýr- unum, gefa þeim raflost á kvalafullan hátt, slá með krók framan í þau og henda þeim til eins og hverjum öðrum dauðum hlutum. Myndböndin hafa vakið heitar umræður í Bretlandi og leiddu m.a. til þess að verslunarkeðjan Sainsbury’s sagði upp samningi sínum við eitt sláturhúsið tíma- bundið, þar til það gat sýnt fram á að gripið hefði ver- ið til viðunandi aðgerða til að tryggja velferð dýranna. Meðal þeirra aðgerða sem sláturhúsið greip til var einmitt að setja upp eftirlitsmyndavélar og að senda allt starfsfólk sitt á námskeið þar sem sérstaklega var farið yfir rétta og viðeigandi meðferð dýranna við slátrun. Ekki tækt fyrir dómstólum Í samtali við The Guardian lýsir Tim Smith, fram- kvæmdastjóri FSA, myndböndunum sem „viðbjóðs- legum“ og lofar herferð Animal Aid-samtakanna, þrátt fyrir að myndbandanna hafi verið aflað með ólöglegum hætti. Fimm sláturhúsanna hafa þegar verið rannsökuð af stofnun umhverfis-, matvæla- og dreifbýlismála í Bretlandi, DEFRA, en eftir nokkra yfirlegu komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að nýta myndböndin fyrir dómstólum, vegna þess hvern- ig þeirra var aflað. Animal Aid fékk sjálfstæðan rann- sakanda til að koma myndavélunum fyrir, en hann er sagður hafa farið inn í sláturhúsin í leyfisleysi til að koma myndavélunum fyrir. Samtökin hafa neitað að gefa upp hver maðurinn er en Guardian hefur heim- ildir fyrir því að um sé að ræða fyrrverandi veiðispell- virkja sem sé með langa sakaskrá að baki. Vegna þessa hefur DEFRA gefið upp á bátinn tilraunir til að sækja mál gegn sláturhúsunum fyrir dómstólum. Smith segir hafa komið á óvart og valdið von- brigðum hversu hátt hlutfall þeirra sláturhúsa sem voru rannsökuð hafi gert sig sek um illa dýrameðferð. Jafnvel þó FSA geti ekki þvingað sláturhús til að setja upp eftirlitsvélar við slátrunina sé ekkert sem hindri stofnunina í að hvetja þau til þess. Kostnaður við slíka aðgerð virðist vera innan viðráðanlegra marka, sér í lagi sé miðað við þá tryggingu sem hún veiti neyt- endum. Þá hvetur hann stóra seljendur kjötvara til að setja kröfur um slíkan viðbúnað í útboðslýsingar sínar. Jamie Foster, lögfræðingur fjögurra af sláturhús- unum sjö, staðhæfir að gripið hafi verið til aðgerða til að bæta úr málum þar sem myndskeiðin gáfu til kynna að slátrunin væri ekki í lagi. Öll sláturhúsin hafi tekið myndböndin alvarlega og unnið að úrbótum í samráði við FSA. Hann gagnrýnir hins vegar að Animal Aid hafi gripið til ólöglegra aðferða við að ná upplýsingunum, en nýlega hafi rannsakandi samtakanna verið gripinn glóðvolgur í öðru sláturhúsi og honum fylgt þaðan út. Slátrun veldur viðbjóði Heit umræða um leyndar upptökur Sláturhús í Bretlandi eru nú undir smásjá eftirlitsaðila. Myndin tengist ekki umfjölluninni beint. Ljósmynd/Animal Aid Myndböndin sýna m.a. hvernig röngum aðferðum er beitt þegar dýrunum er gefið raflost, þannig að þau kveljast í stað þess að missa meðvitund, eins og markmiðið með rafstuðinu er. Upptökurnar hafa valdið hörðum viðbrögðum. Reuters Vikuspegill Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Nokkur umræða skapaðist nýverið um slátrunar- aðferðir hér á landi í kjölfar frétta af því að nokkur ís- lensk sláturhús hygðust taka upp svokallaða halal- slátrun að hætti múslíma, en þá má ekki aflífa dýrin áður en þau eru skorin á háls eða stungin til að láta þeim blæða út. Íslenskar reglur kveða hins vegar á um að dýrin skuli fyrst svipt meðvitund til þess að þau finni ekki sársauka áður en þeim er látið blæða með hálsskurði eða stungu. Vegna umræðunnar um halal-slátrunina sendi Matvælastofnun út tölvupóst til sinna eftirlits- dýralækna í lok síðasta mánaðar, þar sem þetta var ítrekað. Halal-slátrun vakti umræður

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.