SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Blaðsíða 18
Á rlegt töfrakvöld HÍT fór fram í Salnum á fimmtudagskvöldið. Þetta er fjórða kvöldið sem HÍT stendur fyrir og eitthvert það glæsilegasta frá upphafi. HÍT er skammstöfun á Hið íslenska töframannagildi og voru samtökin stofnuð 29. febrúar 2007 og eru hluti af alþjóðlegum samtökum töframanna, Int- ernational Brotherhood of Magicians. Tilgangur félagsins er að vera vettvangur áhuga- fólks um töfra og töfrabrögð, að auka áhuga á töfrum og töfrabrögðum í samfélaginu og að bæta þekkingu og færni félagsmanna í töfrabrögðum. Þetta hefur áreiðanlega tekist í Kópavoginum þar sem fólk á öllum aldri fylgdist með brögðunum. Aðalgestur kvöldsins var sænski heimsmeistarinn Lennart Green, heimilislæknir í næstum tvo áratugi, en hann ferðast nú um allan heim og heldur bæði töfrasýningar fyrir almenning og fyrirlestra fyrir töframenn. Einnig voru Einar Mikael, Bergvin Jónsson, Lalli töframaður og Jón Víðis með atriði. Svo má ekki gleyma séranum en Pétur „óháði“ Þorsteinsson var hnepptur í spennitreyju á sviðinu og kepptist við að losa sig á sem stystum tíma. Kynnir kvöldsins var hinn óviðjafnanlegi áhugatöframaður Eiríkur Fjalar. Hann hefur æft töfrabrögð í yfir 30 ár og skemmtu áhorfendur sér yfir brögðum hans sem sum heppnuðust betur en önnur. Áður en gamanið hófst skemmtu töframenn á vegum HÍT gestum Salarins frammi á gangi og einnig í hléi og vakti það mikla lukku gestanna á þessari fjölskyldusýningu. Nánari upplýsingar um HÍT er að finna á toframenn.is. Eiríkur Fjalar var stress- aður baksviðs áður en sýningin hófst. Það fer Eiríki Fjalari vel að munda töfra- sprotann. Gestir gátu fylgst með spilagöldrum heims- meistarans Lennarts Green á stóru tjaldi á sviðinu. Ungir gestir skemmtu sér vel yfir töfrabrögð- um, sem hægt var að fylgjast með í návígi, áður en sýningin hófst. Töfrandi kvöldstund Árlegt töfrakvöld Hins íslenska töframannagildis var haldið í Salnum á fimmtudagskvöldið og voru áhorfendur töfraðir uppúr skónum með spilagöldrum, sjónhverfingum og dúfnabrellum. Myndir: Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Bak við tjöldin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.