SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Blaðsíða 37
Morgunblaðið/Kristinn Systkinin Ísabella Sól og Jökull Máni. 24. október 2010 37 ekki tilbúinn til að taka þátt í heimafæðingu þá. Svo þegar ég sá hvernig hún gerði þetta þá hugsaði ég: Hún kann þetta!“ Samtímis spjallinu er Bjarki að hræra graut fyrir Jökul Mána á meðan litli drengurinn leikur sér í stofunni. „Hann situr á sama stað og hann fæddist á,“ segir Bjarki. „Hann er ótrúlega rólegur og líður vel í eigin skinni, fullur af sjálfs- trausti,“ segir hann um soninn. Hann kann vel að meta tímann sem hann fær að eyða með syni sínum, bæði eftir fæðinguna og nú í orlofinu. „Það var gott að þurfa ekki að fara upp á spítala og geta bara verið heima í knúsinu. Það eina sem maðurinn gerir er að pumpa í laugina og láta renna í hana. Annars gerir konan þetta bara sjálf. Það er ekkert hægt að hjálpa konunni í fæðingu eins og maður heldur. Hún þarf bara að hafa öruggt umhverfi og þá fer hún létt með að gera þetta sjálf.“ Nýfæddur á heimili sínu í öruggum faðmi mömmu. Þ að er alveg með ólíkindum hvað maður getur valdið sjálfum sér miklum skaða. Velflest þekkjum við umferðarreglurnar, muninn á réttu og röngu og vitum hvað við þurfum að gera til að halda góðri heilsu. En samt á manneskjan í vök að verjast. Hvern ein- asta dag brjóta hundruð Íslendinga umferðarregl- urnar eða gera eitthvað sem ekki telst rétt fyrir þjóðfélagið eða heilsu þeirra. Í rauninni er mað- urinn sinn versti óvinur. En þrátt fyrir allt þetta erum við meira eða minna öll eins, því okkur finnst eiginlega allt vera öðrum að kenna. Sem er svolítið spes. Til að gera langa sögu stutta þá gerðist það ný- lega að ég næstum skar af mér einn puttann. Þannig var að ég var heima hjá mér og allt í einu datt mér í hug að fá mér svo sem eins og eina brauðsneið. Með osti. Sem getur oft verið bara al- veg prýðilegt að gera þegar maður er einn heima hjá sér. Sumir fá sér jafnvel te með. Te og rist er klassík. Þegar ég svo mundaði ostskerann við ost- stykkið stóð hann eitthvað á sér. Eða sem sagt það kom engin ostsneið. Og vöðvabúntið ég lét ekki þar við sitja, heldur bara gaf í og þrykkti ostaskeranum að mér. Sneiðin skyldi skorin. Það vildi svo ekki betur til en að í staðinn fyrir að skera sneið af ostinum skar ég eina sneið af mér. Ég veit ekki með þig kæri lesandi, en ristað brauð með fersku mannakjöti er nokkuð sem ég bara hef lítið verið að fá mér. En það fór auðvitað allt af stað. Blóðið frussaðist í allar áttir og áður en ég vissi leit eldhúsið út eins og eftir atriði í Kill Bill 2. Í fyrstu vissi ég ekkert hvað ég átti að gera, ráfaði um og reyndi að stoppa blæðinguna. En ég fór hins vegar strax í að finna blóraböggul. Vegna þess að þetta var auðvitað ekkert mér að kenna. Ekki ætlaði ég að skera af mér puttann? Ég meina, come on. Samt var enginn sjáanlegur, því ég var jú einn heima. Að lokum komst ég að því að þetta væri helvítis ostaskeranum að kenna. Eða aðallega „hálfvitanum“ sem hannaði osta- skerann. Ég verð reyndar að bæta því við að mér hefði fundist þetta allt mun skárra ef oststykkið hefði verið af eitthvað merkilegri sort. Til dæmis ef þetta hefði verið dýr franskur brie. En nei, nei, þetta var bara hversdagslegur Gouda. Og 17% takk fyrir. Í umferðinni finnst manni líka yfirleitt allt vera öllum öðrum að kenna. Þegar við setjumst undur stýri breytumst við í guði og allir aðrir í umferð- inni virðast breytast í djöfla sem reyna að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera okkur lífið leitt. Um daginn svínaði að mér fannst ein- hver „hálfviti“ fyrir mig. Svo þurftum við báðir að stoppa á rauðu ljósi. Síðan kom grænt. Og „hálfvitinn“ gefur í. Og ég auðvitað líka. Það vildi þó ekki betur til en svo að þegar ég gaf í var ég næstum því búinn að keyra niður einhvern auglýsingastand á gangstéttinni. Ég bölvaði auð- vitað „hálfvitanum“ í sand og ösku. Enda var þetta ekkert mér að kenna. Það er samt eitt sem getur aldrei verið manni sjálfum að kenna. Þegar maður labbar á fólk. Það er ALLTAF öðrum að kenna. Hver hefur ekki lent í því að vera kannski bara að labba einhvers stað- ar. Svo er einhver að labba fyrir framan þig og tekur bara allt í einu upp á því að hætta að labba. Bara alveg upp úr þurru. Bara stoppar. Og maður þarf annaðhvort að snarstoppa sjálfur eða taka svona stóran sveig framhjá. Maður er bara að labba í rólegheitunum og áður en þú veist af þarftu að taka eitt stykki hratt zikk zakk í miðri Kringlunni. Svoleiðis er ALLTAF öðrum að kenna. Ekki mér að kenna Pistill Bjarni Haukur Þórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.