SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Qupperneq 47
24. október 2010 47
LÁRÉTT
1. Spýta fimm í hálfvita mína, svona næstum því út af
bætiefnum. (11)
5. Sporsla vegna tegundar af beygju nær að vera án
vegsummerkja. (8)
9. Endar lína í flækju út af hormóni. (9)
10. Gangur lífsins hjá daufri? (8)
12. Finna til ótta við huggun. (3)
14. Svipaðar nemir í stað óvenjulegra. (9)
16. Skattgreiðandi er á hreyfingu.. (6)
17. Nærfærnir eru miklir. (5)
18. Djarfasti hallmæli þremur áttum. (8)
20. Íþróttafélag og hljómsveit fá fyrri hluta bókar Hitlers
vegna sjúkdóms. (10)
24. Hross lagt til og föruneyti birtist. (7)
27. Próftafla gistiprófessors skemmist. (8)
28. Prestur í sumar náði að uppgötva eldunartæki. (8)
30. Skjá flyt til baka með hristingi. (6)
32. Gin ennþá lendir við gap fuglsunga í þessu tómi.
(11)
33. Veljir óp og rugl frá útlendingi. (8)
35. Sneiði fram hjá nauð sem er alls ekki einföld á
þessum stað. (8)
36. Ríkar ná til baka ófrjálsum. (9)
37. Glæðir Oddur hluta af vopni. (10)
LÓÐRÉTT
1. Úr farvegi Mjólkursamsölunnar kemur áfram eitt-
hvert rugl. (9)
2. Sigraði vinnuvél með því að fara illa með. (7)
3. Atli snýr við til að taka kast í upphafi tíma. Sjáum
hvernig það er að nást. (9)
4. Mun strikamerki gera það að verkum að ég skrái
einhvern um borð. (7)
6. Boðberi ruglast á postulíninu án Nínu. (7)
7. Tómlegt líf að sögn með peningunum (7)
8. Sjá hró og það hjá keltneskum. (7)
11. Líta í ögn og ryk til að sjá dýr. (7)
13. Finna þreyttan í kennslugagninu. (6)
15. Ég næ með Ara að finna það sem sýnir betur breyt-
ingar. (6)
19. Stig Pan í lotunni. (7)
21. Að öðrum kosti til þess sem kemur á eftir þeim
fyrsta. (6)
22. Efir firrta og ruglaða í eltingarleikjum. (10)
23. Vera nýlega uppréttur þrátt fyrir að vera skerandi.
(8)
24. Form dugði þegar ég gekk framhjá því. (8)
25. Ákvörðuðust hjá þeim gáfuðustu. (9)
26. Sumar hálfkáfa á pabba sem er í óvenjulegri flík. (9)
29. Risti í mál fyrir erlendar. (8)
31. Innstunga fer á hreyfingu á salerninu (5)
34. Gata drepur. (5)
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn
krossgátunnar. Senda skal þátt-
tökuseðilinn ásamt úrlausninni í um-
slagi merktu: Krossgáta Morgun-
blaðsins, Hádegismóum 2, 110
Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn
krossgátu 24. október rennur út
fimmtudaginn 28. október. Nafn vinn-
ingshafans birtist í blaðinu 31. októ-
ber. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinn-
ingshafar krossgátunnar 17. október eru Magnús og
Vallý. Þau hljóta í verðlaun bókina Arsenikturninn eftir
Anne B. Ragde. Mál og menning gefur út.
Krossgátuverðlaun
Þau eru til en ekki mörg félögin
sem náð hafa 100 ára aldri en eitt
þeirra er Taflfélag Reykjavíkur
sem fagnar 110 ára afmæli sínu.
Talið er að stofnfélagar hafi verið
24 og hin fleygu orð Einars Bene-
diktsson stórskálds „Upp með
taflið“ eru enn í minnum höfð.
Framlag Daniels Willards Fiske
hefur einnig áreiðanlega rekið á
eftir stofnun taflfélags í höfuð-
staðnum. Fiske hafði þá tekið
saman bókina Chess in Iceland,
tæplega 400 blaðsíðna verk, sem
bregður birtu á tafliðkun Íslend-
inga fyrr á öldum. Um svipað
leyti og TR var stofnað gaf hann
íslensku þjóðinni algerlega
ómetanlegt safn gamalla skák-
bóka og handrita. Hinn frægi
skákbókasafnari Lothar Schmid,
aðaldómarinn frá HM-einvíginu
1972, roðnaði og fölnaði á víxl
þegar hann sá Greco-handritin
frá 17. öld, einhverjar mestu
gersemar skáklistarinnar, undir
glerhjálmi á sýningu í Þjóð-
menningarhúsinu sumarið
2002.
Stjórn Taflfélagsins ákvað að
gera hið árvissa haustmót að 110
ára afmælismóti félagsins og
bauð keppendum í efsta flokki,
þar sem tefldu 10 skákmenn,
upp á betri verðlaun en þekkst
hafa á þessum vettvangi. Afar
hörð keppni og fyrir síðustu
umferð voru jafnir og efstir
Sverrir Þorgeirsson og Sig-
urbjörn Björnsson en þeir gerðu
jafntefli í lokaumferðinni. Með
sínum fjórða sigi í röð skaust
Guðmundur Kjartansson upp
við hliðina á þeim og lokaniður-
staðan varð þessi:
1. – 3. Sverrir Þorgeirsson,
Sigurbjörn Björnsson og Guð-
mundur Kjartansson 6 v. ( af 11 )
4. – 5. Daði Ómarsson og Þröstur
Þórhallsson 4 ½ v. 6. – 7. Jón Árni
Halldórsson og Gylfi Þórhallsson
4 v. 8. – 9. Guðmundur Gíslason
og Þorvarður Ólafsson 3 ½ v. 10.
Sverrir Örn Björnsson 3 v.
Í B-flokki vann Stefán Bergsson
öruggan sigur en næstir komu
Sævar Bjarnason og Ögmundur
Kristinsson. Í C-flokki sigraði Páll
Sigurðsson, í D-flokki Páll
Andrason og í E-flokki Grímur
Björn Kristinsson.
Um úrslitin í A-flokki er það að
segja að þau eru mikill sigur fyrir
hinn unga Sverri Þorgeirsson en
hann hækkar um 29 stig fyrir
frammistöðuna. Sigurbjörn
Björnsson hefur verið á þessum
slóðum áður og einnig Guð-
mundur Kjartansson sem lagði
stórmeistarann Þröst Þórhallsson
að velli í lokaumferðinni á sann-
færandi hátt. Verður gaman að
fylgjast með þessum þrem á
næstu mánuðum.
Í eftirfarandi skák efstu manna
kom upp dæmigerð barátta með
„hangandi peðin“ svokölluðu.
Staðan er í járnum lengi vel en í
28. leik missir Guðmundur af
góðu tækifæri, -Bh6! og fer end-
anlega út af sporinu með 31.
…Ra3. Sverrir gerir svo út um
taflið með 36. Rd5!
Haustmót TR 2010; 3. umferð:
Sverrir Þorgeirsson – Guð-
mundur Kjartansson
Drottningarindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. e3
Bb7 5. Bd3 d5 6. O-O Rbd7 7. b3
Bd6 8. Bb2 O-O 9. Rc3 a6 10. De2
c5 11. cxd5 exd5 12. Had1 Dc7 13.
h3 Hfe8 14. Hc1 g6 15. Hfd1 Rh5
16. Df1 Db8 17. Be2 Rhf6 18. Hc2
Da7 19. dxc5 bxc5 20. Hcd2 Bf8
21. Rh2 Bh6 22. Hc2 Bg7 23. Bf3
Rb6 24. Rg4 Rxg4 25. hxg4 Had8
26. Hcd2 d4 27. Bxb7 Dxb7 28.
Re2
28. … d3 29. Rf4 Bxb2 30. Hxb2
Rc4 31. Hbb1 Ra3 32. Hbc1 d2 33.
Hxc5 He7 34. De2 Hed7 35. e4
Rb5 36. Rd5 Da7 37. Rf6 Kg7 38.
Rxd7 Hxd7 39. Hc4 Rd4 40. De3
Db6 41. Kh1 Df6 42. g5 De5 43.
Hxd2 Rc2 44. Hcxc2
- og svartur gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Þrír jafnir og efstir á 110 ára afmælismóti TR
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang