SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Síða 49
24. október 2010 49
var líka mikilvægt í ferlinu að hafa ein-
hvern nálægan sem veigraði sér ekki við
að lesa yfir og koma með ábendingar.“
Möguleikar smásögunnar
Er ekki öðruvísi tilfinning að senda frá
sér smásagnasafn en ljóðabók. Er ekki
meiri kvíði og spenna í kringum útgáfu
smásagnasafnsins?
„Jú, maður er berskjaldaðri í prósa en í
ljóði. Fólk tengir ljóð við persónulega
hluti og finnst að þau hljóti að fjalla um
einhver hjartans mál skáldsins, sem þau
gera auðvitað en samt er auðveldara að
dulbúa hjartasárin í ljóðformi, sér-
staklega þegar maður er kominn af stað
með eitthvert táknkerfi sem verður jafn-
vel eins og hálfgerður dulkóði. Í prós-
anum birtast myndir af manneskjum og
atburðum. Hvort sem þessar myndir eru
skáldaðar eða byggjast á reynslu, standa
þær einhvern veginn naktari, eru tengd-
ar þessum böndum við raunveruleikann
og birtan sem raunveruleikinn kastar er
svo hráslagaleg. Ljóðið er miklu meira
fótósjoppað.“
Kristín er með nýtt verk í vinnslu,
sögu sem hún segist ekki enn vita hvort
verði löng eða stutt. „Mér finnst það ekki
skipta öllu máli,“ segir hún. „Ég ákvað að
byrja strax að skrifa þegar handritið að
þessari bók var komið í prent. Sennilega
stressviðbrögð hjá mér. Ef mér líður illa
eða eitthvað er erfitt þá fer ég alltaf að
skrifa. Það er ágætis aðferð til að fjarlægja
sig úr aðstæðum en á sama tíma ansi
mótsagnakennd þar sem ég ramba auð-
vitað alltaf inn í þær miðjar aftur. Eins og
strútur sem stingur hausnum í holu en
poppar uppúr henni hinum megin!“
Heillar smásagnaformið þig?
„Ég hef alltaf haft gaman af smásögum,
en hef líka haft þá algengu ranghugmynd
að smásögur væru hálfkaraðar skáldsög-
ur eða eins konar sýnishorn af verkum
höfundar. En svo las ég smásögur Alice
Munro. Hún er komin yfir áttrætt og hef-
ur sent frá sér fjölda smásagnasafna sem
eru öll frábær. Þegar ég fór að sökkva mér
ofan í verk Munro sá ég þessa miklu
möguleika smásögunnar.
Ef það hentar mér að skrifa smásögur
betur en að skrifa lengri sögur þá getur
vel verið að ég haldi mig við að skrifa
smásögur. Svo getur líka verið að ég byrji
að skrifa og geti ekki hætt og úr verði
skáldsaga. Reyndar fæ ég svolitla köfn-
unartilfinningu við tilhugsunina um að
skrifa langa sögu og festast svo kannski í
henni miðri með persónum sem ég er
orðin þreytt á og finna svo ekki leiðina út
úr verkinu aftur, pikkföst uppi á heiði
með pirrandi ferðafélögum, það væri
agalegt.
Langar eða stuttar sögur, það verður
bara að koma í ljós, ég tek engar ákvarð-
anir fyrirfram. Mér finnst alltaf
skemmtilegast að byrja á sögu, það er
eins og að ganga inn í nýja vídd. Tölvan
mín er stútfull af upphafsorðum en ég fæ
aldrei miðbikshugmyndir, eða stórkost-
lega vitrun um ákjósanleg málalok. Sum
upphafsorðin búa bara yfir aðdráttarafli
og mögulegri framvindu og önnur ekki.
Ef ég ákveð að skrifa sögu upp á 300
blaðsíður getur vel verið að hún klárist á
síðu þrjú og þess vegna er ágætt að vera
sveigjanlegur. Sem betur fer snúast
skriftirnar ekki um viljastyrk heldur
þörf.“
’
Ég hef alltaf velt fyrir mér breyskleika manneskj-
unnar og hef mikið hugsað um dómhörkuna í okkur.
Það eru ótal hliðar á öllu sem gerist í mannlegum
samskiptum og það er verðugt verkefni að takast á við
það og reyna að miðla því til fólks í gegnum texta.
Kristín Eiríksdóttir: „Mér finnst alltaf skemmtilegast að byrja á sögu, það er eins og að
ganga inn í nýja vídd,“ segir rithöfundurinn og myndlistarkonan.
Morgunblaðið/Ómar
S
umar bækur eru þess eðlis að í
hugum manna geyma þær
heimsmynd heils tímabils. Svo
er með ljóðaflokkinn La Divina
Commedia eða Gleðileikinn guð-
dómlega en hann er talinn gefa
einna besta mynd af heimsskilningi
endurreisnarmanna á síðmiðöldum
á Ítalíu. Því hefur höfundur ritsins,
Dante Alighieri, verið talinn einn
mikilvægasti höfundur heims-
bókmenntanna. Það teljast því
nokkur tíðindi þegar slík bók kem-
ur út í íslenskri þýðingu Erlings E.
Halldórssonar. Þýðing hans er
vönduð prósaþýðing og full með
orðkynngi.
Hinn Guðdómlegi gleðileikur er skrif-
aður í byrjun 14. aldar. Hann er í raun
þrjú leiðslurit, Inferno, Purgatorio og
Paradiso sem útleggst á íslensku Helvíti,
Hreinsunareldur og Himnaríki. Skáldið
Dante er í byrjun ljóðaflokksins statt við
hlið Helvítis á vegi sem er á miðri ævi
hans og engin önnur leið greið en inn í
limbóið. Hann er leiddur þangað og í
gegnum Hreinsunareldinn af fylgd-
armanni sínum, skáldinu Virgli. Vegna
þess að hann var heiðinn í lifanda lífi er
hann þess ekki verðugur að leiða skáldið í
gegnum Himnaríki. Því hlutverki gegnir
Betatrice Portinari, hin flórenska skáld-
músa Dantes þar til kemur að sjöunda
himni en þá tekur heilagur Bernharður
við.
Í raun er í ritinu fólgin sú mynd sem
menn gera sér af eftirlífssýn miðalda og
kaþólsku kirkjunnar. Hún er undir ýms-
um áhrifum, grískum, rómverskum,
ítölskum og er í raun á sinn hátt hin
raunverulega endurreisn klassískra bók-
mennta sem varð á Ítalíu á endurreisn-
artímanum. Þannig orti Dante flokkinn á
ítölsku en ekki latínu og varð þar með
frumkvöðull ítalskra bókmennta. Enn
fremur notfærir Dante sér ritið til að
koma guðfræðilegum skoðunum sínum í
anda Tómasar frá Aquino á framfæri og
færir auk þess á ýmsa miður góða staði
marga gengna samtíðarmenn.
En sjálfur lenti hann í miklum
átökum þjóðfélagsafla, var
raunar útlægur gerður úr Flór-
ens og átti því skara óvina til að
koma fyrir í Helvíti og í Hreins-
unareldi. Lesa má kvæðaflokk-
inn því í senn sem allegóríu um
guðdóminn, siðferðislegt og
andlegt rit og pólitískt rit.
Yfir öllu vakir stíf formhyggja
í anda Aristótelesar og hin
fastnjörvaða heimsmynd sem
oft er kennd við Ptolemeus. Syndirnar
eru flokkaðar í ákveðna svokallaða hringi
og menn mæta alvarlegra eftirlífsstraffi
eftir myrkara eðli syndanna. Á sama hátt
er sælustraffið lagskipt í hinum sjö himn-
um.
Vel er vandað til verksins í alla staði.
Læsilegur formáli er að og því fylgja at-
hugunargreinar og skýringar upp á 120
blaðsíður. Þýðing Erlings E. Halldórs-
sonar er unnin af mikilli natni. Verk
Dantes er að sönnu ort undir ters-
ínuháttum mestanpart en Erlingur velur
þá leið að þýða í lausu máli. Segja má að
tvennt glatist við þessa aðferð, annars
vegar hinn ljóðræni tónn að nokkru og sá
agi máls sem fylgir bundnum brag-
arháttum. En í raun beitir Erlingur sig
annars konar aga í þýðingu sinni. Hann
velur að nota málfar sem er dálítið fyrnt
og sértækt og minnir á köflum á mið-
aldamál íslenskt. Þetta er kjarnmikið mál
en þó auðvelt aflestrar. Það styrkir þýð-
inguna og tengir hana betur við rit-
unartímann. Þetta rit er því meist-
araverk.
Ást sem hreyfir sólina
og allar stjörnur
Bækur
Gleðileikurinn guðdómlegi
bbbbb
Dante Alighieri. Erlingur E. Halldórsson ís-
lenskaði. Mál og menning. 2010 – 514 bls.
Erlingur E
Halldórsson
Skafti Þ. Halldórsson