SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Blaðsíða 55

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Blaðsíða 55
24. október 2010 55 É g var að koma úr hræðilega uppskrúfuðum kvöldverði,“ segir rithöfundurinn Bret Easton Ellis, sem líklega er kunnastur fyrir American Psycho, í óspurðum fréttum þegar blaðamaður hittir hann að morgni dags í hálfgerðum kústaskáp á bókastefnunni í Frankfurt. „Þetta var kvöldverður mér til heiðurs með ameríska útgefandanum mínum, sem var fyrstur til að gefa mig út, og er núna 54 ára, og hópi af gamlingjum á fínum veit- ingastað, tólf manns í einkaherbergi, trúfflur á boðstólum eins og hrunið hefði aldrei orðið, og ég drapst næstum því úr leiðindum. Þeir sögðu gamlar sögur úr útgáfubrans- anum og ég gat ekki drukkið mig fullan, því ég vissi að ég hefði verk að vinna í dag.“ Ekkert lát er á orðræðu Ellis. „Ég hef verið á ferðalagi í fimm mánuði að kynna skáld- söguna Imperial Bedrooms, allt frá því bókin kom út í Ameríku. Það er þó ekkert, því ég var tíu mánuði að kynna Glamorama og Lunar Park á sínum tíma. Ég hef alltaf sagt á þessum ferðalögum, ekki sýna mér dagskrána, segið mér bara hvenær ég á að fara á fætur og hvar ég á að vera. Ef ég lít á dagskrána, þá drep ég mig – ég brýt þessa flösku og sker mig á háls! Það vita allir þetta um mig, en samt hefur verið sagt við mig á hverjum degi þessa vikuna, að ég eigi að vera í viðtali í Bláa sófanum á fimmtudag. Ég hef þrá- beðið um að vera látinn í friði: Ég vil ekki heyra það!“ Hann hrópar síðustu orðin. „Í dag er fimmtudagur og ég byrjaði að fá símaskilaboð í morgun: „Verðurðu tilbúinn? Við komum á hótelið og sækjum þig … Við komum … Við komum … Svo er ég allt í einu staddur í bláum sófa með einhverjum virtum gagn- rýnanda.“ Hann þagnar. Blaðamaður þegir líka. Og Ellis stenst ekki mátið. „Ég hef lært það á þessum ferðalögum að ég get ekki verið þunnur þegar ég hef svona mörgum hnöppum að hneppa. Annars hefði ég orðið blindfullur í kvöldverð- inum í gær, mér leiddist svo mikið. Skrítið, ég hef þekkt þessa menn í öll þessi ár, þeir eru mínar föðurímyndir, mínir mentorar, uppgötvuðu mig þegar ég var átján, ný- skriðinn úr menntaskóla, þá voru þeir á þrítugsaldri og vildu gleypa heiminn, núna reka þeir útgáfu og liggja á meltunni, það er áhugavert hvernig fólk eldist. En ég veit að þetta hefur svo sem ekkert með neitt að gera.“ Hann horfir íbygginn á blaðamann. „Það er eitthvað við þetta, að tala og tala um hvers- dagslega hluti, ekki bara metsölulista og tilvitnanir, held- ur um gærkvöldið. Krakkinn sem tók viðtal við mig í gær, hann hafði ekki áhuga á slíku. Hann hefði ekki hlegið að þessum sögum. Við gætum auðvitað talað um bókina, en þú getur líka gúglað það sem ég hef sagt. Eins og ég muni gera eitthvað í því – skrifa þér bréf?! Þú getur gert hvað sem þú vilt. Ég veit um fimm vefsíður, þar sem svör mín við bók- menntalegum spurningum eru skráð – þú getur sótt þau á Google!“ Þetta er vandinn við Ellis. Um hvað á að spyrja höfund, sem hefur verið spurður um allt? Blaðamaður horfir yfir listann af bókmenntaspurningum, en ákveður að spyrja um allt annað: – Þegar Bateman talaði um „aftökur“ í American Psycho heyrðu bankamennirnir aðeins „yfirtökur“. Það er ófögur mynd sem þú dregur upp af fjármálaheiminum. „Mennirnir sem eru ábyrgir fyrir þessari fjármála- kreppu voru á aldur við persónurnar í American Psycho í lok níunda áratugarins og eru nú á fimmtugsaldri – nú er þetta þeim að kenna. Þetta var afar persónuleg skáldsaga, að baki henni býr mikil reiði og einmanakennd. Mér leið eins og ég hefði orðið viðskila við jafnaldra mína; ég glímdi við þetta grundvallarvandamál, að komast á full- orðinsár, en falla ekki félagslegi sáttmálinn sem því fylgir. Less Than Zero fjallar um það öðrum þræði, þar sem krakkar reyna að fylla upp í tómarúmið, sem fylgir því að fullorðnast. Vandinn felst í því, að komast til manns í þjóðfélagi sem manni líkar ekki. Amerískum gildum er haldið á lofti, sem við áttum að líta upp til, og Gordon Gekko var fyrir- myndin. Ég reyndi! Ég fór á sömu veitingastaði og valdi vel hnyttiyrðin, en sá heimur er takmarkaður. Það eru skil á milli raunveruleikans og ímyndaða heimsins, sem fólki er sagt að sé veruleiki. Og dæmigert, að þegar raun- veruleikinn bankar á dyrnar, sársauki, dauði, þjáningar, þá er því neitað að það sé veruleikinn. Allt miðast við yf- irborðið, fötin, kærastan, bíllinn, og það var það sem fólk vildi. Þetta var það sem fólk stefndi að í viðskiptum – og hvert hefur það skilað okkur?“ – Hvernig líður þér núna, eftir hrun bankakerfisins? „Mér líður eins og ég hafi fengið uppreisn æru. Ég vissi að það myndi gerast, þó að ég sé ekkert sérstaklega klár. Þessir kóngar á þrítugsaldri á Wall Street, ég gerði þá að fjöldamorðingjum. Og þegar þeir uxu úr grasi, þá urðu þeir ábyrgir fyrir miklum sársauka.“ – Það er mikil tómhyggja sem fylgir þessari sýn á veruleikann. Hefurðu fundið raunveruleg gildi í einhverjum kima heimsins? „Já, í Hollywood!“ segir hann og hlær. „Ég flutti til Hollywood og það sló mig að þar hafa flestir metnað til að gera góðar kvikmyndir, þó að kvikmyndaverin vilji auðvitað helst fjölskyldumyndir í þrí- vídd. Við lifum á tímum breytinga, þar sem verið er að endurskilgreina hvernig kvikmyndir eru gerðar og hvernig þeim er dreift. Sem stendur hef ég mestan áhuga á samstarfi í kringum það og vinn með fá- mennum hópi að sjónvarpsþáttum. Mér finnst það áhugaverðara en bókmenntalífið í New York. Ég keypti íbúð á Manhattan á hápunkti fasteignabólunnar, ætlaði að búa þar í ár á meðan ég leitaði að húsi, en það gekk ekki eftir, því þá hrundi markaðurinn, svo ég leigi hana út. Einu vinir mínir sem hafa efni á að búa í New York eru ríkir og fluttir til Williamsburg eða lengra inn í Brooklyn. Fólk er með meira jarðsamband í Los Angeles, veðrið er frábært og fjölskyldan mín býr þar og flestir vina minna.“ Texti Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Síðasta orðið … Bret Easton Ellis Gordon Gekko var fyrirmyndin ’ Við gætum auðvitað tal- að um bók- ina, en þú getur líka gúglað það sem ég hef sagt. Eins og ég muni gera eitthvað í því – skrifa þér bréf?!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.