SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 2
2 31. október 2010 14 Margar Maríur Maríusjóður í Palestínu nefndur eftur Maríu M. Magnúsdóttur á Blönduósi sem starfaði í Lundúnum í stríðinu. 21 Þurfa að taka hendurnar … Gísli S. Einarsson, fyrrverandi alþingismaður og núverandi vélvirki hjá Norðuráli, hefur hugmyndir að betra samfélagi. 22 Turninn, stríðið og Toppurinn Gamli flugturninn á Reykjavíkurflugvelli er um margt merkilegur, telst m.a. til merkra stríðs- minja en er ekki friðaður. 38 Á slóðum Agöthu Christie Agatha Christie hefði orðið 120 ára í haust og af því tilefni var haldin vegleg hátíð í fæðingarbæ hennar. Ragnar Jónasson lét sig ekki vanta. 45 Hunang og tissjú Kvefpestir eru tíðar á þessum árstíma og margir liggja veikir. Lesbók 50 Hér má týnast í gjótu „Ég dreg landið saman,“ segir Eggert Pétursson listmálari um verkin á sýningu sem hann opnar í Hafnarborg um helgina. 52 Af þvældri löggu Reyfarahöfundurinn Michael Connelly er einn vinsælasti rithöfundur Bandaríkjanna um þessar mundir. 18 27 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Kristinn af fimleikastelpum í Gerplu. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags- moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hugrún Halldórsdóttir, Hólmfríður Gísladóttir, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson. Augnablikið R auðskinnar í skátafélaginu Árbúum sátu á stéttinni fyrir utan skátaheim- ilið á fimmtudag og grilluðu skáta- brauð. „Rauðskinnar eru skátasveit krakka á aldr- inum tíu til þrettán ára, en þeir eru reyndar bara tíu ára í þessari sveit, svokallaðir fálkaskátar,“ segir sveitarforinginn Guðlaug Hildur Birg- isdóttir, sem kölluð er Laulau. „Við höfum haft ýmislegt fyrir stafni, förum í útilegu á laugardag í Lækjarbotna, höfum lært að binda hnúta, förum í ratleiki og svo skipum við okkur í flokka og veljum leiðtoga og ritara. Þetta er nútímaleiðtogaþjálfun fyrir krakka að fara í skátana og verða foringjar. Við sækjum allskonar námskeið og svo hittist félagið allt einu sinni í mánuði og gistir saman í skátaheimilinu – það kallast hristingur.“ – Svo syngið þið? „Já, heldur betur, það heyrðist nú á fimmtu- dag. Þau sungu skátasyrpuna, Austur á Úlfljóts- vatni, Ging gang gúllí gúllí, Rúllandi veltandi, og sitthvað fleira.“ Guðlaug Hildur segist vera „svona gömul kerl- ing“ sem komin sé aftur í skátana eftir tuttugu ára fjarveru. „Það hefur blundað í mér öll þessi ár, en ég hélt að ég væri of gömul. Svo komst ég að því, að skátarnir gleðjast yfir því að fá eldri skátana aftur og fullorðið fólk, því nú kveða lög og reglur á um það, að foringjar verði að vera 20 ára og félagsforingjar 25 ára. Yfirleitt hafa skát- arnir dottið úr starfinu um tvítugt og ekkert ver- ið hlaupið að því að fá eldra fólk, en nú er mikill uppgangur í starfinu og minna um brotthvarf.“ – Hafa skátarnir breyst á 20 árum? „Já, starfið hefur breyst mikið. Það hafa tekið gildi allskonar ESB- og EES-reglugerðir um vinnu með börnum. Ég var sjálf foringi 13, 15 og 16 ára yfir yngri börnum, en það er ekki leyfilegt í dag. Starfið er líka nútímalegra, tölvurnar og símarnir. Áður var bankað upp á hjá fólki, en nú sendir maður tölvupóst. Við máttum líka fara í skátaskálana og vera þar algjörlega án eftirlits, vorum bara uppi á fjöllum um helgar. Nú er þetta í fastari skorðum.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Það var mikil stemmning hjá Rauðskinnum á fimmtudag í skátafélaginu Árbúum. Morgunblaðið/Golli Grillað á gangstétt 30. október Sýning Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, Guðmundur og Sam- arnir, opnuð í Þjóðmenningarhús- inu. 31. október Kristín Ragna Gunnarsdóttir teiknari sýnir myndskreytingar við Hávamál í Gerðubergi. Mynd- irnar á sýningunni eru átján tals- ins en þær munu birtast í vænt- anlegri bók þar sem Kristín Ragna og Þórarinn Eldjárn leiða saman hesta sína. 16. nóvember Forsýning á Mojito, nýju ís- lensku leik- verki eftir leik- skáldið Jón Atla Jón- asson, í Tjarn- arbíói. Við mælum með … 28. október til 7. nóvember Listahátíðin Ting er haldin í tengslum við þing Norðurlandaráðs og veit- ingu verðlauna ráðsins. Fram koma listamenn frá öllum Norðurlöndum en Norræna húsið í Reykjavík hefur veg og vanda af skipulagningunni. Morgunblaðið/Ómar Norræna listahátíðin Ting www.noatun.is Nóatúni Nýttu þér nóttina í Verslanir Nóatúns eru opnar allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.