SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 24
24 31. október 2010 Skúlasyni Silfurlampann. Ég sá þá sýningu þrisvar sinn- um. Leikhúsið hafði svo djúp áhrif á mig að ég tók mig stundum til í vikulok og strauk að heiman, fór með rút- unni frá Hveragerði til Reykjavíkur og stalst í leikhús. Ég gisti heima hjá föðursystur minni og ef hún var ekki heima fór ég niður á lögreglustöð. Ég var með smápening í vasanum og lögreglan keyrði mig á gistiheimili vestur í bæ þar sem ég var um nóttina. Daginn eftir fór ég á BSÍ og tók rútuna heim. Það kom eiginlega ekkert annað til greina en að verða leikari. Kannski hefði ég átt að fara í lögfræðina, þá hefði ég kannski skárri tekjur. Brauðstritið í leikhúsinu skilar kennaralaunum, ekki miklu meira en það. En ég sé ekkert eftir að hafa farið í leikaranám.“ Þú hefur þýtt mikið og ert eftirsóttur upplesari. Hefur ást á bókmenntum fylgt þér frá barnæsku? „Já. Það var alltaf ein bók undir koddanum, stundum nokkrar og komu þá í staðinn fyrir kodda. Ég les alltaf eitt ljóð á dag sem ég hef aldrei lesið áður. Ég efldist í þessum sið mínum þegar ég sá, fyrir mörgum árum, viðtal við söngkonuna Viktoríu de los Angeles. Hún var spurð hvort hún gæti nefnt eina aðferð við að halda sér frjórri í söng- listinni. Hún sagði: „Það ýtir alltaf undir tónlistarlega til- finningu mína að lesa á hverjum degi eitt ljóð sem ég hef ekki lesið áður. Það setur eitthvað á hreyfingu.“ Þetta þekki ég. Ég fylgist líka ágætlega með skáldsagnagerð en gengur misjafnlega að hafa undan. Ég reyni að lesa öll verk sem tilnefnd eru til Norðurlandaráðsverðlaunanna og fæ þau lánuð frá erlendum bókasöfnum gegnum bóka- safnið í heimabænum. Þetta þykir mikil sérviska.“ Erfitt að búa á Íslandi Ertu tilfinningaríkur lesandi? „Já, ég gleðst, reiðist og tárast. Ég verð samt fljótt leiður á bókum sem gera ekkert annað en að koma út á mér tár- unum. Það þarf að vera eitthvað fleira í þeim en tilfinn- ingaflóð til að ég vilji eiga verkið og lesa það aftur. Verk má alveg reita mig til reiði og mér finnst ekkert verra að vera ósammála öllu sem þar stendur. Pólitískur áróður sem mér finnst tómt kjaftæði en er listilega skrifaður er betri en góður boðskapur á vondu máli. Góður boðskapur dugar mér bara í einn dag því ég get sjálfur predikað til jafns við höfundinn og þarf enga hjálp til þess. Hvenær fékkstu þennan sjúkdóm eða kvilla? „Þetta gerðist á einum degi fyrir tíu árum. Ég hef verið á skjaldkirtilslyfjum frá barnsaldri og fyrir tíu árum var skipt um lyf. Ég fékk hrottalegt ofnæmi af nýja lyfinu, bólgnaði allur og varð eldrauður upp að augum. Ég var settur aftur á gamla lyfið en varð verri og var látinn halda áfram á nýja lyfinu. Eftir nokkra mánuði komust læknar að því að svokölluð bifhár í innra eyranu höfðu brunnið. Þetta gerir að verkum að ég er mjög opinn fyrir hljóðum, hávaði hefur til dæmis þau áhrif að ískur hljómar í eyr- unum á mér, jafnvel nokkrar vikur í einu. Á köflum er þetta suð stanslaust, nótt og dag. Stundum get ég alls ekki sofið. Svona hefur þetta verið með hléum í tíu ár, en nán- ast látlaust frá síðustu áramótum.“ Truflar þetta þig á sviði? „Það gerir það. Ef þetta fer í gang þá tapa ég illilega til- finningu fyrir eigin raddstyrk. En ég segi já þegar mér er boðið að leika í sýningum og get ekki lagt fram sérpöntun um að enginn hávaði sé í kringum mig. Ég þoli þetta og skemmti mér til dæmis alveg konunglega í þessum tveim- ur sýningum, Enron og Gauragangi. En eyrnasuðið herjar oft á mig meðan á sýningum stendur og fylgir mér eftir þær og ég sofna kannski ekki fyrr en langt er liðið á nótt. Svefnlyf gætu reyndar bjargað einhverju en ég get ekki sturtað þeim í mig meðan ég er í verkefnum þar sem ég þarf að nota einbeitinguna.“ Stalst í leikhús Hvenær ákvaðstu að verða leikari? „Ætli ég hafi ekki verið tíu ára. Þá var ég hættur við að verða lögfræðingur og danskennari. Einu sinni ætlaði ég að verða verslunarstjóri því ég var góður búðarmaður þegar ég vann í kaupfélaginu í Hveragerði og eitt sumar í Nóatúnsbúð og í KRON. Ég ætlaði út til Danmerkur að læra verslunarstjórn en hætti við á síðustu stundu af því leiklistargyðjan var farin að kitla mig. Það sem varð til þess að leiklistin gagntók mig voru áhrif af góðum sýn- ingum fyrir fullorðna sem ég sá sem barn. Foreldrum mínum þótti gaman að fara í leikhús og ég átti frænku í miðasölunni í Iðnó sem gat úvegað frímiða. Þetta varð til þess að ég sá sýningar sem aðrir krakkar sáu ekki. Þær höfðu gríðarleg áhrif á mig og ég var andvaka alla nóttina. Sumar þeirra eru ógleymanlegar, eins og Fangaranir í Altona eftir Jean- Paul Sartre sem færði Helga H sjalti Rögnvaldson leikari hefur verið búsettur í Svíþjóð síðustu fimm árin. Hann býr með konu og stjúpsyni í Sala, 20.000 manna bæ, sem er frægur fyrir silfurnámur og er 100 kílómetra frá Stokkhólmi. Síðustu árin hefur Hjalti ein- beitt sér að þýðingum, en hann er ekki alveg hættur að leika. Hann er staddur hér á landi, verður til áramóta og leikur í leikritunum Enron og Gauragangi sem sýnd eru í Borgarleikhúsinu. „Það er gaman að koma tímabundið heim og vinna með skemmtilegu fólki,“ segir Hjalti. „Borgarleikhúsið er frá- bær vinnustaður, það er einhver sérstakur andi þarna, mjög jákvæður og góð starfsmannapólitík. Það er jafnljúft að loka sig inni í Borgarleikhúsinu eins og það er hræðilegt að ferðast um þjóðfélagið.“ Hvernig upplifirðu ferðalag þitt um þjóðfélagið? „Mér finnst ég vera staddur í miðju skemmdarverki. Hópur hryðjuverkamanna eyðilagði hér allt og þeir sem hefðu átt að koma í veg fyrir það stóðu sig ekki. Þeir sem gáfu þessum hryðjuverkamönnum tækifæri til að haga sér svona gráta í sjónvarpi, fara svo heim og snúa síðan aftur í Alþingishúsið eins og ekkert hafi ískorist. Það ætti ekki að finnast einn einasti sjálfstæðismaður og ekki einn einasti framsóknarmaður á Alþingi. Það fólk ætti að loka sig inni og skammast sín og helst ekki vera á almannafæri. En það fær að ganga laust. Ég furða mig á þessum slappleika. Ég ber þetta stundum saman við mann sem keyrir yfir annan og drepur hann eða skilur hann eftir farlama og lögreglan kemur og verðlaunar skúrkinn með því að gefa honum meiraprófsskírteini.“ Stanslaust suð Saknarðu þess að leika ekki meira á sviði en þú gerir? „Ekki svo mjög, en mér finnst gaman að koma heim og leika í þessum tveimur sýningum. Það háir mér að heilsu- kvilli hefur hrjáð mig í áratug. Ég hef þjáðst mjög af krón- ísku eyrnasuði. Þessi kvilli fæst hvergi viðurkenndur sem sjúkdómur, heldur er talinn vera óþægindi. Meira að segja í jafnaðarmannalandinu Svíþjóð fær fólk ekki bætur vegna þessa. Ég var einmitt að bíða eftir svari frá sænska velferð- arkerfinu um bætur mér til handa þegar ég fékk símtal frá Íslandi þar sem mér var boðið að leika í Borgarleikhúsinu. Ég tók því boði og stuttu eftir að ég kom hingað í haust fékk ég neikvætt svar frá sænska velferðarkerfinu.“ Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Í miðju skemmdar- verki Hjalti Rögnvaldsson leikari ræðir um íslenskt þjóðfélag, bókmenntirnar sem hann ann og leik- listina sem heillaði hann strax á unga aldri. Hann segir einnig frá heilsukvillanum sem hefur hrjáð hann í áratug og sett verulegt mark á líf hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.