SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Qupperneq 21
31. október 2010 21
H
jól atvinnulífsins hafa oft snúist hraðar á Íslandi en um
þessar mundir. Um það geta flestir verið sammála. En
hvað er til ráða? Hvernig eflum við atvinnulíf þjóð-
arinnar og aukum tækifærin með eins skilvirkum og
áhrifamiklum hætti og unnt er? Gísli S. Einarsson, vélvirki hjá
Norðuráli á Grundartanga og fyrrverandi alþingismaður og bæj-
arstjóri á Akranesi, hefur skýrar hugmyndir um það.
Hvað: „Lykilatriðið er að fólk geti nýtt þau tækifæri til at-
vinnu og framfærslu sem blasa við í samfélaginu og að ríkisvaldið
sé ekki að þvælast fyrir því, annaðhvort vísvitandi eða óviljandi.
Þá er ég fyrst og síðast að tala um stóriðju. Það er mín skoðun að
horfa beri til hennar næstu tíu til fimmtán árin.
Ísland á mikil tækifæri en þau liggja ekki í þeirri moldarkofa-
hugsun sem mér þykir vera ríkjandi hjá a.m.k. hluta af núverandi
ríkisstjórn.“
– Geturðu verið nákvæmari?
„Já, ég sé ekki betur en umhverfisráðherrann beiti sér af alefli
gegn stóriðnaði.“
Hvers vegna? „Við eigum ekki nein stór atvinnutæki-
færi á öðrum sviðum næstu tíu til fimmtán árin. Upp úr því tel ég
að tæknin verði farin að ryðja sér til rúms á ýmsum öðrum sviðum
þannig að við getum í auknum mæli nýtt hráefnið sem við erum að
skapa. Við höfum hvorki tækniþekkingu né búnað til að gera það
ennþá.
Á einum tíma var landbúnaður mjög mikilvægur fyrir þessa
þjóð. Nú eru tækifærin þar af skornum skammti. Á öðrum tíma
skiptu fiskveiðar höfuðmáli, einkum þegar skuttogaravæðingin
stóð sem hæst. Núna er ekkert svigrúm til að auka aflagetu í fisk-
veiðum. Enda þótt við mættum bæta við 20 til 40 þúsund tonnum
af þorski dugir það skammt.
Fyrir vikið skiptir stóriðja mestu máli, hvergi er hægt að fjölga
störfum meira. Ég er líka með tækniverin í huga. Upplýs-
ingatæknin blasir við, við erum að byrja að feta okkur inn á þá
braut, og værum klaufar ef við gætum ekki nýtt okkur þau tæki-
færi.“
– Eru vaxtarmöguleikar í stóriðju óþrjótandi að þínu viti?
„Alls ekki. Eftir tíu til fimmtán ár verðum við búin að fullnýta
þessa möguleika. Eftir það verður ekki lengra farið. Við þurfum á
svona fjórum til fimm stóriðjuverum að halda á þessu landi og ég
hefði gjarnan viljað sjá stóriðju í hverjum landsfjórðungi. Það er
hins vegar erfitt að koma því við fyrir þær sakir að stóriðja þarf að
vera aðlæg orkuverunum. Þegar þessu marki er náð er mál að
linni, það er fráleit hugmynd að fylla alla firði af álverum.“
Hvar: „Í fyrsta lagi nefni ég Helguvík. Það er staðreynd að
hefði vilji stjórnvalda verið fyrir hendi væri sú verksmiðja þegar
tekin til starfa. Atvinnuleysi á Suðurnesjum er hátt í 12% en væri
komið niður í 5-6% væri verksmiðjan komin í gagnið. Það er
hryllilegt að horfa upp á stjórnvöld leggjast gegn þessari atvinnu-
sköpun. Við erum ekki bara að tala um öll störfin í verksmiðjunni,
heldur líka fjölda afleiddra starfa á svæðinu.
Í öðru lagi nefni ég álver á Bakka við Húsavík. Sömu lögmál gilda
um þá framkvæmd.
Í þriðja lagi vek ég athygli á því að hér á Grundartanga er að
byggjast upp stóriðnaðarsvæði sem við eigum að nýta að fullu til
hagsbóta fyrir þéttbýliskjarnana á suðvesturhorni landsins.
Ég nefni Akraneskaupstað sem dæmi, mína heimabyggð. Þar búa
nú um 6.500 manns. Hefði stóriðjan á Grundartanga ekki komið til
væru íbúarnir helmingi færri og bærinn á hnjánum. Það vitum við
Akurnesingar, öll sem eitt, hvar í flokki sem við stöndum. Tekjur
sveitarfélagsins vegna álversins á Grundartanga hafa gert það að
verkum að það hefur staðist áföllin sem urðu vegna kreppunnar.
Ekki nóg með það, tekjur starfsmanna verksmiðjunnar, sem eru
530 talsins, hafa aukist á sama tíma og tekjur flestra annarra hafa
lækkað í þjóðfélaginu. Hér eru iðnaðarmenn á sömu launum og al-
þingismenn ef tekið er tillit til 35-50 tíma yfirvinnu á mánuði.
Norðurál gerir mjög vel við sitt fólk og gætir öryggis þess í hví-
vetna. Sama má segja um Rio Tinto Alcan í Straumsvík.
Við þetta má bæta að sveitarfélögin hafa notið þess á margan hátt
að hafa stóriðjuna innan sinna vébanda en þessi fyrirtæki eru mjög
dugleg að styðja við félagsstarf í grenndinni, svo sem menningu,
æskulýðsstarf og íþróttir. Það er ómetanlegt fyrir íbúana á svæð-
inu.“
Hver: „Mín skoðun er sú að stjórnvöld megi ekki standa í vegi
fyrir því að aðilar eins og Century Aluminum og Alcan komi hing-
að til lands með fjármagn til að nýta þá orku sem við höfum yfir að
ráða. Mikilvægt er að nýta orkuna til hagsbóta fyrir Íslendinga og
það er stóriðjan einmitt að gera. Hún er að skila verulegum arði inn
til orkuframleiðenda í gegnum samninga sem gerðir hafa verið um
stóriðjuframleiðslu.“
Hvernig? „Við höfum stóriðjuþekkinguna. Það liggur fyrir.
Stóriðjufyrirtækin hafa líka peningana og vilja koma með þá til
landsins. Það eina sem vantar er vilji stjórnvalda til að nýta þetta
tækifæri núna í örbirgðinni.“
Hvenær: „Setja þarf Helguvíkina á fulla ferð í síðasta lagi
um næstu áramót og hefja framleiðslu þar eins fljótt og auðið er.“
– Hvað er raunhæft í því?
„Fyrst þurfa menn að viðurkenna að mikil orka er til á Reykja-
nesi og miklir orkuframleiðslumöguleikar hjá Orkuveitunni, þrátt
fyrir alla hennar erfiðleika. Fyrir þessu verða stjórnvöld að beita
sér.“
– Hvenær viltu sjá álver í Helguvík og á Bakka komin í gagnið?
„Ég tel góða möguleika á því að hefja framleiðslu í Helguvík á
næsta ári ef menn taka hendurnar úr vösunum. Þá er ég að tala um
stjörnvöld. Spennarnir eru komnir á staðinn og ekki stendur á
tæknibúnaði hjá Century Aluminum. Þeim liggur líka á, það er
skortur á áli í heiminum.
Það er lengra í álver á Bakka en menn eiga nú að einhenda sér í
að flýta því ferli.“
Hugmyndir að betra samfélagi
Stjórnvöld
þurfa að taka
hendurnar
úr vösunum
Aukin stóriðja er langskyn-
samlegasta leiðin til að fá hjól
atvinnulífsins til að snúast
hraðar við núverandi aðstæður
í samfélaginu. Um það er Gísli
S. Einarsson, fyrrverandi
alþingismaður, ekki í minnsta
vafa en hann starfar nú hjá
Norðuráli á Grundartanga.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Gísli S. Einarsson segir stóriðju hafa bjargað Akranesi á sínum tíma. Annars væri bærinn á hnjánum.
Morgunblaðið/RAX
Gísli S. Einarsson er 64 ára
gamall. Hann er menntaður
vélvirki og vélstjóri og hefur um
fimmtíu ára starfsreynslu á
vinnumarkaði. „Ef Alþingi telst
þá atvinnumarkaður,“ bætir
hann við sposkur á svip. Gísli
hefur unnið sem verkamaður,
vélvirki, yfirverkstjóri hjá Sem-
entsverksmiðju ríkisins og í
nokkur ár var hann til sjós.
Hann var um tíma bæjarfulltrúi
á Akranesi, forseti bæj-
arstjórnar og bæjarstjóri í fjög-
ur ár. Þá sat Gísli á Alþingi frá
1991 til 2001, fyrst fyrir Al-
þýðuflokkinn en síðan Sam-
fylkinguna.
Í sumar réð hann sig til
Norðuráls á Grundartanga
sem almennur viðhalds-
vélvirki. Gísli er lausráðinn en
starfsmenn fá ekki fastráðn-
ingu eftir 62 ára aldur.
Hver er
maðurinn?