SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 25
31. október 2010 25 Dagskrá Föstudag 5. nóvember 20:00 – 22:00 Setning og móttaka Laugardag 6. nóvember 9:00 – 12:00 Yfirlit Dorothee Kirch, stjórnandi Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Marita Muukkonen, sýningarstjóri, Finnlandi. Anette Østerby, stjórnandi The Danish Arts Agency’s Visual Arts Centre, Danmörku. Cecilia Widenheim, stjórnandi Swedish Arts Grants Committee’s International Program (Iaspis), Svíþjóð. Marianne Zamecznik, sýningarstjóri, Noregi. Stjórnandi: Karlotta Blöndal, listamaður, Íslandi. 13:30 – 16:30 Norræn samvinna Jonas Ekeberg, ritstjóri Kunstkritikk, Noregi. Bergljót Jónsdóttir, stjórnandi Nordic Culture Point, Finnlandi. Maria Lind, sýningarstjóri, Svíþjóð. Umræðum stjórnar Ólafur Sveinn Gíslason, listamaður. Sunnudag 7. nóvember 9:30 – 12:00 Ólíkir fletir í norrænni myndlist Judith Schwarzbart, sýningarstjóri, Danmörku. Aura Seikkula, sýningarstjóri og fræðimaður, Finnlandi. Markús Þór Andrésson, sýningarstjóri, Íslandi. Solveig Øvstebo, stjórnandi Bergen Kusthall, Noregi. Umræðum stjórnar Hanna Styrmisdóttir, sýningarstjóri, Íslandi. 14:00 – 16:00 Óhefðbundin rými, óhefðbundin í hvaða skilningi? Henriette Bretton-Meyer, stjórnandi Overgaden Institute of Contemporary Art Copenhagen, Danmörku. Birta Guðjónsdóttir, stjórnandi Nýlistasafnsins, Íslandi. Mats Stjernstedt, stjórnandi Index-The Swedish Contemporary Art Foundation, Svíþjóð. Umræðum stjórnar Jón Proppé, sýningarstjóri og listheimspekingur, Íslandi. 16:15 – 17:30 Lokahóf í Kling & Bang Málþing um samtímalist á Norðurlöndum Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús Alternative North 5.– 7. nóvember 2010 Málþingið er ókeypis og opið öllum en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram. Þátttakendum gefst kostur á hádegisverðartilboði á Súpubarnum í Hafnar- húsinu. Fyrir skráningu og nánari upplýsingar hafið samband við Sirru Sigurðardóttur. Netfang: sirra.sigurdardottir@reykjavik.is, sími 590-1200. Virtir safnstjórar, listgagnrýnendur, sýningar- stjórar og fagfólk frá Norðurlöndum beina sjónum að nýjum straumum í myndlist, gagnrýnni umræðu og sýningarýmum fyrir tilraunalist á málþingi Listasafns Reykjavíkur helgina 5.-7. nóvember. Málþingið fer fram á ensku. Af prósahöfundum er August Strindberg mitt eftirlæti. Svo held ég mikið upp á bestu verk Tarjes Vesaas. Ég þýddi Fuglana eftir hann og hef verið hvattur til að þýða meira. Enginn útgefandi veit af því ennþá. Ég mun sýna hvatningarmönnum mínum þýðingarnar og þeir fara kannski í rauðvínsboð hjá einhverjum útgefandanum og kjafta frá þessu framtaki mínu. Ég drekk ekki áfengi og fer þess vegna ekki í vínboð hjá útgefendum. Ég hef líka verið að þýða verk eftir Jon Fosse sem er heimsfrægt leikskáld en ekki síðri skáldsagnahöfundur. Ég er að þýða skáld- verk eftir hann en það bíður útgáfu því hér eru menn kjarklausir við að gefa út annað en glæpasögur. Sá far- aldur ætlar að verða aðeins lengri en við fagurkerarnir vonuðum.“ Nú er það staðreynd að fremstu skáldverk heims selj- ast lítið í þýðingum hér á landi, sem er heldur dapurlegt. „Mönnum hættir til að auglýsa mest það sem myndi hvort sem er seljast best. Þegar ég hef verið að bjóða þýdd verk til útgáfu eða komið með hugmyndir að þýðingum er oft sagt við mig: „Þetta er nú ekki mikil söluvara, Hjalti minn!“ Þessi tegund af menningarpólitík – ef það er ekki öfugmæli að nota það orð – verður til þess að þekkt er- lend verk koma aldrei út hér á landi. Því miður.“ Ætlarðu að búa í þessum litla sænska bæ til fram- búðar? „Já, ef ég verð ekki gerður brottrækur. Það er gott að vera þarna. Ég hef verið með upplestra á fornbóksölu í bænum. Til dæmis las ég upp á átján miðvikudags- kvöldum, klukkutíma í einu, nýja sænska þýðingu á Njáls sögu. Svo byrjaði ég á níu kvölda seríu þar sem ég les nor- rænar smásögur og goðsagnir, og var hálfnaður þegar hringt var í mig frá Borgarleikhúsinu, þannig að ég tek upp þráðinn þegar ég kem heim.“ Saknarðu Íslands? „Já, en mér hefur alltaf fundist erfitt að búa hér. Ég er ekki nægilega hraustur til að púla allan sólarhringinn. Ég vil lifa í samfélagi þar sem átta tíma vinnudagur er talinn vera sómasamleg afköst. Slík samfélög eru til. Það mun taka langan tíma fyrir Íslendinga að vinna sig út úr kreppunni. Við erum þjóð sem hatar skipulag en dýrkar reddingar, notar ekki stefnuljós í umferðinni, kynnir sig ekki í síma, lærir ekki á klukku og hunsar muninn á milljón dollara seðli og tíeyringi. Svona þjóð þarf hjálp utan frá.“ Morgunblaðið/Ómar Hjalti Rögnvaldsson: „Mér hefur alltaf fundist erfitt að búa hér. Ég er ekki nægilega hraustur til að púla allan sólarhringinn.“ ’ Þetta gerir að verkum að ég er mjög opinn fyrir hljóðum, hávaði hefur til dæmis þau áhrif að ískur hljóm- ar í eyrunum á mér, jafnvel nokkrar vikur í einu. Á köflum er þetta suð stanslaust, nótt og dag. Stundum get ég alls ekki sofið. Svona hefur þetta verið með hléum í tíu ár, en nánast látlaust frá síðustu áramót- um.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.