SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 51

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 51
31. október 2010 51 Þetta verður sérkennilegur heimur …“ Það er forvitnilegt að vita hvað hann hefur unnið lengi að þessum stóru verkum. „Ég byrjaði að huga að þeim fyrir einum þremur árum. Með forvinnuna, hugmyndavinnuna, en hún tekur oft langan tíma. Einhverjar myndanna voru komnar í vinnslu árið 2008 en annars hef ég setið yfir myndunum allt þetta ár.“ En er hann þá núna hættur að sækja myndefni í Úthlíð- arhraun? „Nei nei, en ég fer í önnur verkefni, í blóm sem vaxa annars staðar,“ segir Eggert og kímir. „Þar sem ég er alltaf búinn að skipuleggja vinnuna fram í tímann veit ég að ég fer ekki í þetta svæði á næstunni. Ég er kominn með ein- hverjar hugmyndir en fer ekki að vinna í þeim strax. Nú finnst mér ég vera búinn að klára eitthvað.“ Eggert þagnar og lítur yfir salinn. Vinnufriðurinn er fyrir mestu Eggert segir hugmyndavinnuna mikilvæga áður en hann ræðst í að mála þessi stóru verk. „Ég fer ekkert að skissa fyrr en allar hugmyndir um út- færsluna eru komnar saman, þá get ég farið að gera upp- skrift; hugmyndavinnan felst yfirleitt frekar í að ég skrifi eitthvað hjá mér frekar en að ég teikni. Það getur verið listi yfir blóm, hvernig þau raðast, birta og tími.“ – Það liggur mikil vinna að baki þessum myndheimi. „Já. Ég neita því ekki,“ segir hann. „Ég er bókstaflega alltaf að. Það er bara klandur sem ég hef komið mér í. Það er enginn sem þrýstir á mig nema ég sjálfur.“ – En þú ert í þeirri stöðu að verk þín njóta gríðarlegra vinsælda; sagt er að það sé til biðlisti vongóðra kaupenda. Þrýstir það ekki líka á? „Nei. Ég reyni að leiða það hjá mér,“ svarar Eggert. – Tekst það? „Það hefur ekki áhrif á það sem ég er að gera, á verkin. Það er full ástæða til að leiða það hjá sér,“ segir hann og brosir. „Vinnufriðurinn er fyrir mestu. Hins vegar er það mjög hvetjandi að fá tilboð um að sýna, eins og hér í Hafnarborg. Þesi verk eru endanlega unnin með þennan sal í huga og staðsetninguna í Hafn- arfirði, hér er allt þetta hraun rétt eins og í verkunum.“ Sérviskan í landslaginu Þessi verk Eggerts í Hafnarborg eru tengd í hugmynda- og vinnsluferlinu. Finnst honum gott að vinna með slíkar myndagrúppur frekar en stök verk? „Það gerist sjálfkrafa. Svo hef ég unnið fjöldann allan af sjálfstæðum verkum samhliða en aldrei sýnt, þau hafa lent út um hvippinn og hvappinn áður en ég veit af. Þótt ég þurfi nú að setja punkt aftan við þessi verk úr Úthlíðarhrauni þá er nú margt í umhverfinu þarna fyrir austan sem ég þarf að rannsaka betur, eins og til dæmis í hlíðum Bjarnarfells og Miðfells. En þessar myndir hér eru meiri landslagsmyndir en ég hef verið að gera.“ Landslagsmyndir segir Eggert, en það er samt ekki þannig að hann lyfti sjónum upp fyrir sjóndeildarhring og sýni fjöll og fjarlægð. „Nei, mín sérviska í landslaginu kemur fram í þessum verkum. Úti í náttúrunni eru þessi fyrirbrigði í raun oft mun stærri en þau birtast síðan í málverkunum. Fyr- irbærin minnka við það að ég kem þeim á þennan flöt – en blómin eru samt í raunstærð.“ Hann bendir á eitt verkið, aflangt og breitt. „Á þessari mynd, sem er rúmir þrír metrar á breidd, horfum við á sprungu sem er í rauninni 20, 30 metrar. Ég dreg landið saman. Þetta er eins og að mála fjall með því að mála einn stein úr því. Svo eru mismunandi sjónarhorn í verkunum. Þessi tvö málverk þarna, sem hanga hlið við hlið, eru af sömu sprungunni. Á fyrri myndinni er horft eftir henni endi- langri en á hinni er eins og við sjáum hana ofan frá. 30 metrar verða þrír metrar, ég keyri þetta allt saman. Og á þessari háu mjóu mynd þarna, sem er svona þung í lit- unum, er horft ofan í dýpi; það sér alveg niður á botn á sprungu. Ljósið leitar niður.“ Eggert er að tala um landslagið í verkunum en í ljós kemur að þarna eru líka bókmenntalegar vísanir. „Í einu verkinu er hrafnsfjöður sem ég freistaðist til að setja inn, og við hlið hennar setti ég hrafnaklukku, svarta hrafnafífu og krækiberjalyng. Ég skrifa söguna ekki lengra, menn verða að botna … Á öðrum stað er fiðrildi, menn verða bara að finna það …“ segir hann leynd- ardómsfullur. „Í einni gönguferðinni týndi ég blýantinum mínum en fann hann aftur næst þegar ég kom út í hraun. Það mótar fyrir honum í einu verkinu. Ég fer ekki lengra í skáld- skapnum,“ segir Eggert og brosir. Þeir sem vilja fræðast meira um myndheim Eggerts geta fylgt þeim Ólöfu K. Sigurðardóttur safnstjóra um sýninguna í Hafnarborg á morgun, sunnudag, klukkan 15.’ Ég er bókstaflega alltaf að. Það er bara klandur sem ég hef komið mér í. Það er enginn sem þrýstir á mig nema ég sjálfur. „Finnst mér ég vera búinn að klára eitthvað,“ segir Eggert. Morgunblaðið/Einar Falur Eitt nýju málverkanna eftir Eggert Pétursson, sem eru sýnd í Hafnarborg. Þetta er 110 x 300 cm, og er eins og horft sé ofan í gjá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.