SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Síða 55

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Síða 55
31. október 2010 55 M á ég spyrja Pétur, finnst þér ekki komið nóg af mér?“ Þessum orðum fylgir íhugult augnaráð. „Svona tala kannski bara konur,“ bætir Vigdís Finnbogadóttir við. Hún ætti að vita það. Fyrsta kona sem kjörin var þjóðhöfðingi í heiminum. „Ég hef orðið vör við það, að þær vilja stundum halda sig meira til hlés. En myndin [Vigdís, fífldjarfa framboðið] á sunnudag hefur greinilega vakið lukku. Það er alltaf verið að tala um hana – hún hitti í mark. Það sem er snið- ugt er að hún sýnir ungu fólki hve mikið hefur breyst.“ – Í þættinum er sýnt þegar þú brýst til metorða í karla- samfélagi. Var það taktík af þinni hálfu, að tala um að karlar hefðu orðið fyrstir til að lýsa yfir stuðningi við þig? „Nei, nei, þetta var þannig, sjómennirnir gerðu út- slagið. Allt í einu kom skeyti, sem var eins og harmóníka, ég var svo lengi að opna það, frá áhöfninni á Guðbjarti sem gerður var út frá Ísafirði. Það var fallegt skeyti. Á þessum tíma voru allir farnir að þúa, en þeir þéruðu mig: Við skorum hér með á yður að bjóða yður fram. Svo skrif- aði hver einasti maður undir, öll áhöfnin, ég ætla ekki að segja æðsti maður og niður úr, heldur fremsti maður og línan áfram. Þetta var svo hrífandi, að maður hlaut að taka eftir því. Síðan höfðu karlmenn að minnsta kosti forystu um að skora á mig. Ég held að konur hafi haldið, að þær myndu ekki gera mér mikinn greiða, ef þær færu að safnast í kringum mig. En þær voru til staðar. Ég fann það á öllum þessum ferðalögum út á land, þar gisti ég aldrei á hót- elum, heldur alltaf í barnarúmum, borðaði aldrei á veit- ingahúsi, heldur fékk soðningu heima hjá fólki – manni er ekki í kot vísað með ferska fiskinn! Og það var aldrei leiðinlegt í kosningabaráttunni vegna þess að ég var alltaf með fólkinu, að tala við fólkið og um fólkið. Ég skynjaði snemma að fólki þykir skemmtilegast að heyra um sig sjálft. Ég las mikið um héruðin áður en ég fór þangað og hafði með mér bókakistu til að fletta upp í. Þetta var skemmtilegur tími – það var hlegið svo mikið!“ Enn hlær hún. – Engu að síður var sláandi að heyra orðræðu mótfram- bjóðenda þinna, sem töluðu eins og einhleyp kona gæti ekki valdið heimilishaldinu á Bessastöðum. „Þeir voru svo indælir karlarnir,“ segir Vigdís hlýlega. „Mér þótti svolítið erfitt í þessari mynd, að þeir eru farnir og ekki gátu þeir gert að þessu – þeir voru tímans menn. Mér finnst gott að það kom fram í myndinni að margir voru mjög fylgjandi þeim, þetta voru öndvegismenn. Og ég lét þess alltaf getið á mínum ferðalögum, að mér þætti vænt um þá, og bað mína stuðningsmenn um að láta aldr- ei neikvætt orð falla um þessa meðframbjóðendur, eins og ég kallaði þá alltaf.“ – En fjölmargir hafa eflaust hrist höfuðið heima í stofu yfir orðum þeirra í umræðuþættinum? „Þetta var svona,“ segir Vigdís einlæg. „Þetta voru virðulegir og góðir þjóðfélags- þegnar, allt eins og það átti að vera, með fallegar og traustar konur sér við hlið. Er furða þó að fólki hafi fundist skrítið þegar karlar tóku allt í einu upp á því, sjómenn og bændur, að ýta á einstæða konu að fara fram? Enda var það skrítið – mér þótti það sjálfri! Það komu konur til mín seinna, þegar þær vildu að ég héldi áfram sem for- seti, og sögðu: „Fyrirgefðu, ég kaus þig ekki.“ Ég gerði það þá upp við mig: Þú þarft ekki að biðjast afsökunar á því, þetta var svo öðru- vísi, að ég veit ekki hvort ég hefði kosið mig sjálf ef kona eins og ég hefði allt í einu dúkkað upp!“ Hún þagnar. „Nei, ég hefði kosið mig,“ bætir hún við og hlær. „En ég sagði þetta við þessar indælu konur.“ – Nú þegar neikvæðnin er svona mikil í samfélaginu er dýrmætt að fá inn í umræðuna, að þrátt fyrir allt hafi orð- ið hér stórstígar framfarir undanfarna áratugi. „Þetta voru tímamót í sögu þjóðarinnar. Og þau fara einhvers staðar neðanmáls í þjóðarsögunni,“ svarar hún með blik í augum. „En þetta niðurrifstal er dapurlegt. Það dregur úr okkur kraftinn að tala þjóðfélagið svona niður, í stað þess að segja frá því sem vel gengur. Við höldum áfram að fiska – og svo stóðum við okkur einstaklega vel í gosinu. En það hryggir mig að við höldum ekki fastar í hendur hvert annars á svona erfiðum tímum – að við körpum um keisarans skegg.“ Hún brosir. „Þú veist ég er í öllum flokkum. Ég get ekki annað. „Við sjálfstæðismenn,“ segi ég. „Við allaballar.“ „Við fram- arar.“ Ég sé hið jákvæða við alla flokka. En mér finnst erf- itt að við skulum ekki rísa yfir þær línur sem aðgreina flokkana þegar svona mikið liggur við. Að við skyldum ekki geta gert það strax. Við erum föst í sama farinu.“ – Ertu fylgjandi þjóðstjórn? „Ég hefði viljað þjóðstjórn. Ég held að það hefði verið farsælla fyrir okkur, á meðan við komumst yfir erfiðasta hjallann.“ Hún hallar sér fram. „Allar skoðanir skal endurmeta um leið og ný viðhorf myndast. Ég skrifaði þetta á spegilinn með rauðum tússpenna þegar ég varð fertug, þannig að ég gleymdi því ekki. Mér þótti skemmtilegt að sjá það í mynd- inni, að gildin sem ég stóð fyrir hafa staðist tímans tönn. Við viljum heiðarlegt sam- félag, vera gjafmild, muna söguna og leggja rækt við börn og náttúru. Það sem liggur manni mest á hjarta er íslenskt mál. Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á að varðveita tungumálið. Ef ís- lenskan væri bók, þá værum við bundin inn í þessa bók; við erum bandið og ef það trosnar megum við vara okkur – og það er farið að trosna sums staðar. Ég og barnabörnin erum einmitt að æfa okkur að segja ekki hæ og bæ, heldur bless eða sæl að sinni. Það er í lagi að segja hó, Gilitrutt sagði það, en að við skulum segja hæ í staðinn fyrir komdu sæll og blessaður á minn fund!“ Og hún heldur áfram með sitt hjartans mál: „Ekki síst þess vegna er stofnunin við Háskóla Íslands, sem kennd er við nafnið mitt, mikilvæg. Alþjóða tungu- málasetur á Íslandi verður til sæmdar og vekur athygli um víðan heim. Við verðum að læra tungumál og hafa þau í hávegum til að geta komið heimshugsuninni til skila á Ís- landi. Það að við höldum í þjóðernið þýðir ekki að við úti- lokum annað. Við getum tekið í okkar þjóðarfaðm allar nýjungar í hugsun, á meðan við höldum tungunni. Hún er okkar akkeri í þessu lífi. Ásamt því að eiga landið, frelsið sem við notum með aga. Agað frelsi, það er fegursta frelsið.“ Texti Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Síðasta orðið … Vigdís Finnbogadóttir Agað frelsi, það er fegursta frelsið ’ Ef íslenskan væri bók, þá værum við bundin inn í þessa bók; við erum bandið og ef það trosnar megum við vara okkur …

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.