SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 26
26 31. október 2010 V iðbrögð í Færeyjum við sam- kynhneigð vöktu athygli hér á Íslandi síðla sumars og spurn- ingar um hvers konar samfélag hefði orðið til í því fámenni og ein- angrun, sem Færeyingar hafa lengst af búið við. Viðbrögðin bentu til lokaðs samfélags, þar sem umtalsverð þröngsýni ríkti. Síðar hef ég heyrt á förnum vegi, að mörgum ungum Færeyingum þyki erfitt að búa í því samfélagi og fylgja þeim óskráðu reglum, sem þar eru um sam- skipti fólks. Sumir þeirra leiti gjarnan á brott. Við Íslendingar horfum til Færeyja úr fjarlægð og sjáum þess vegna kannski betur en þeir sjálfir styrkleika þeirra og veikleika. Viðbrögð Færeyinga við hruninu á Íslandi gleymast aldrei, alla vega ekki núlifandi kynslóðum Íslend- inga. Slíkur var drengskapur þeirra. En um leið er það áleitin spurning, hvort við sjáum ekki sjálf okkur með ein- hverjum hætti í færeysku samfélagi. Við erum líka fá, þótt við séum fleiri en Fær- eyingar. Við höfum líka lengst af búið við mikla einangrun, þótt hún hafi verið rof- in hér eins og þar á seinni áratugum. Við- brögðin í Færeyjum við samkynhneigð nú voru þau sömu og á Íslandi fyrir hálfri öld. Sú spurning hefur leitað á mig und- anfarin misseri, þegar ég hef fylgzt með umræðum hér á Íslandi um okkar eigin málefni, hvort við búum í sjúku sam- félagi, hvort fámennið og sú hug- myndalega einangrun, sem við búum enn við þrátt fyrir öll samskipti út og suður, hafi sýkt samskipti fólks með svo alvarlegum hætti, að erfitt verði að brjót- ast út úr því. Stundum fæ ég bréf frá fólki, sem ég þekki ekki, vegna skrifa minna hér í Morgunblaðið og að nokkru leyti einnig vegna skrifa á lítinn vefmiðil, sem við Björn Bjarnason, fyrrverandi alþing- ismaður og ráðherra, höldum úti um málefni Íslands og Evrópusambandsins og nefnist evrópuvaktin.is. Þegar ég hóf skrif þessa pistils á fimmtudagsmorgni fékk ég bréf frá ein- um lesanda Evrópuvaktarinnar, sem kallaði mig og mína skoðanabræður í ESB-málum nánast „hyski“. Ég svaraði bréfinu kurteislega, kvaðst tilbúinn til skoðanaskipta og rökræðna um ESB og Ísland en það væri óneitanlega erfitt ef bréfritari liti á mig sem „hyski“, sem ætti að hafa sig á brott frá Íslandi. Til baka kom kurteislegt svar, sem sýndi að bréf- ritaranum var ofboðið vegna ástandsins í því samfélagi, sem við búum í, og átti erfitt með að sjá einhverja útleið og gerði sér alveg grein fyrir að eðlilegt væri að við töluðum saman á annan hátt, þótt skoðanamunur væri til staðar um Evrópumál. Umræðuvenjur okkar Íslendinga eru vísbending um, að við búum í sjúku sam- félagi. Við stöndum ekki úti í miðjum drullupolli, ef þá er einhvers staðar að finna, og köstum drullu í vegfarendur. En við gerum það ef við setjumst niður og skrifum greinar í blöð eða á vefmiðla, tölvupóst eða nýtum aðra þá samskipta- tækni, sem nútíminn býður upp á. Af hverju þetta stöðuga skítkast í annað fólk? Af hverju er ekki hægt að ræða um sameiginleg málefni lands og þjóðar án þess að hafa uppi persónulegar svívirð- ingar um nafngreinda einstaklinga? Vinsælasta fréttaefnið er um meintar ávirðingar einhverra einstaklinga. Vilji menn ná eyrum ljósvakamiðla sérstak- lega en dagblöð ekki undanskilin er eina örugga leiðin til þess að nota nógu sterk orð um náungann. Bloggskrif eru kapítuli út af fyrir sig að ekki sé talað um nafnlaus bloggskrif. Þeir sem gera tilraun til að ræða um málefni út frá efnislegum for- sendum en ekki á persónulegum nótum ná sjaldnast athygli. Það er sennilega rangt hjá mér að telja umræðuhætti okkar vísbendingu um að við búum í sjúku samfélagi. Líklegra er að sá sjúkdómur sé staðreynd. Hann hefur búið um sig, vaxið og dafnað í fámenninu og myrkri hugans og brýzt fram með þeim hætti að það er einungis þriggja kosta völ: vaða út í drullupollinn og taka þátt í skítkastinu, draga sig í hlé og loka sig inni í eigin músarholu eða flytja af landi brott eins og margir ungir Fær- eyingar og Íslendingar vilja helzt gera. Hér er um að ræða sálrænt vandamál heillar þjóðar. Þegar einstaklingur á við alvarleg sálræn vandamál að stríða hefur það áhrif á líðan hans og hegðun. Þegar heil þjóð á við slíkan vanda að etja hefur það sömu áhrif. Fólki líður illa og skeytir skapi sínu á náunganum og þjóðin sem slík kemst ekkert áfram, að ekki sé talað um að vinna sig upp úr öldudal af ein- hverjum krafti. Það er orðið tímabært að við sem þjóð og samfélag ræðum þetta vandamál opið og af hreinskilni. Og gerum tilraun til að rífa okkur upp úr þeim farvegi, sem við erum í. Við getum hneykslast á þröng- sýni og lokuðum heimi nokkurra Fær- eyinga varðandi samkynhneigð en það mundi skila meiri árangri ef við reyndum að gera okkur grein fyrir því að við höf- um sjálf lokað okkur inni í lokuðum og þröngum heimi, sem er ekki frýnilegur þegar litið er inn í hann utan frá. Gamall samstarfsmaður minn á Morg- unblaðinu, Matthías Johannessen, sagði stundum að það yrði að stinga á kýlinu og hleypa greftrinum út. Það þarf íslenzkt samfélag að gera, stinga á kýlinu og láta gröftinn vella út. Það er haft orð á þessu hér vegna þess, að sálræn hreinsun af þessu tagi er for- senda fyrir því að þjóðin nái sér á strik eftir hrun. Getur RÚV ekki tekið upp vikulegan þátt, þar sem fjallað er um sálræn vanda- mál hins íslenzka samfélags, umræðu- hætti þjóðarinnar og aðra ósiði og sjá, hvort slík umfjöllun getur ekki leitt okk- ur af braut sundrungar og mannorðs- morða til sátta og samstöðu? Við búum í sjúku samfélagi Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is I ndira Gandhi, forsætisráðherra Indlands, yfirgaf ráðherrabústað sinn í Nýju-Delí á þessum degi fyrir 26 árum til að fara í viðtal við leikarann góð- kunna Peter Ustinov, sem var að taka upp heim- ildarmynd fyrir írska sjónvarpið. Hún komst aldrei á áfangastað en tveir menn úr lífvarðasveit hennar sátu fyrir Gandhi í garðinum og skutu hana til bana. Hermt er að annar mannanna, Beant Singh, hafi fyrst hleypt af þremur skotum en hinn, Satwant Singh, síðan tekið við og skotið ráðherrann a.m.k. þrjátíu sinnum, þar sem hún lá á grúfu á jörðinni. Notuðu þeir vopnin sem emb- ættið lagði þeim til við verknaðinn. Þegar skothríðinni lauk lögðu tvímenningarnir niður vopn og gáfust upp. Tóku aðrir lífverðir þá þegar í stað höndum. Var farið með þá afsíðis þar sem Beant Singh var skotinn til bana þegar hann reyndi að ræna vopninu af einum varðanna. Satwant Singh var færður í fanga- geymslur. Síðar var þriðji maðurinn, Kehar Singh, líka handtekinn, grunaður um að hafa lagt á ráðin um til- ræðið. Þeir voru báðir dæmdir til dauða og teknir af lífi í Tihar-fangelsinu í janúar 1989. Satwant Singh var raun- ar síðastur manna hengdur þar á bæ. Indira Gandhi var enn með lífsmarki þegar að var komið en lést á leiðinni á spítala. Reynt var að vekja hana aftur til lífsins við komuna þangað en án árangurs. Krufning leiddi í ljós að nítján skotsár voru á líkinu og sumar heimildir herma að sextán kúlur hafi verið fjar- lægðar úr ráðherranum. Gandhi var brennd 3. nóv- ember 1984 nærri Raj Ghat og var útförinni sjónvarpað víða um heim, meðal annars í breska ríkissjónvarpinu. Banamenn Gandhis voru síkar og frömdu verknaðinn í hefndarskyni en um sumarið hafði komið til blóðs- úthellinga í Delí í kjölfar þess að Gandhi sigaði indverska hernum á aðskilnaðarsinnaða síka í Gullna hofinu með þeim afleiðingum að blásaklausir pílagrímar týndu lífi og trúargripir og sögufrægar byggingar urðu fyrir skemmdum og jafnvel eyðilögðust. Upplifðu síkar að- gerðina sem árás á sín trúarbrögð. Allt fór í bál og brand í Delí eftir morðið á Gandhi og hindúar gengu markvisst milli bols og höfuðs á síkum í hefndarskyni. Indversk stjórnvöld upplýstu síðar að 2.700 síkar hefðu fallið í átökunum en óháð mannrétt- indasamtök hafa haldið því fram að þeir hafi í raun verið á bilinu tíu til sautján þúsund. Fjöldi síka flúði borgina í skelfingu og ofboði. Í seinni tíð vitna síkar yfirleitt til þessara atburða sem þjóðarmorðs. Indira Gandhi var 66 ára þegar hún var ráðin af dög- um. Hún gegndi embætti forsætisráðherra Indlands í fjögur skipti, samtals í fimmtán ár. Fyrst tók hún við embættinu árið 1966 en síðasta tímabilið var frá 1980 til dauðadags. Hún er eina konan til að gegna embættinu í Indlandi og engin kona í sögunni hefur setið lengur á forsætisráðherrastóli en hún. Gandhi var af valdamiklu fólki á Indlandi en faðir hennar, Jawaharlal Nehru, gegndi einnig embætti for- sætisráðherra á sinni tíð. Var raunar fyrsti maðurinn til að gera það eftir að Indland fékk sjálfstæði frá Bretum. Það er útbreiddur misskilningur að Indira Gandhi hafi verið skyld hinum mikla baráttumanni og friðarsinna Mahatma Gandhi. Nafnið tók hún upp þegar hún gekk að eiga blaða- og stjórnmálamanninn Feroze Gandhi 1942 en hann var óskyldur Mahatma. Feroze lést af völdum hjartaáfalls árið 1960, 47 ára að aldri. Indira og Feroze eignuðust tvo syni. Þeim yngri, Sanjay, var spáð björtum frama í stjórnmálum en þau áform runnu út í sandinn þegar hann lést í flugslysi árið 1980, 33 ára. Eldri sonurinn, Rajiv, ætlaði að troða aðrar slóðir en sá sæng sína upp reidda þegar bróðir hans lést. Hann tók við forsætisráðherraembættinu af móður sinni við fráfall hennar. Rajiv hlaut sömu örlög og móðir hans, var myrtur á kosningafundi árið 1991. orri@mbl.is Indira Gandhi myrt Indira Gandhi var 66 ára þegar hún féll fyrir morðingja hendi. ’ Hún komst aldrei á áfangastað en tveir menn úr lífvarðasveit hennar sátu fyrir Gandhi í garðinum og skutu hana til bana. Gandhi í rökræðum. Hún er enn tákn kvenfrelsis á Indlandi. Á þessum degi 31. október 1984
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.