SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 32
32 31. október 2010
L
ög og textar þeirra Ása í
Bæ og Oddgeirs Kristjáns-
sonar hafa löngum staðið
þjóðarhjartanu nærri
enda ófá skiptin sem þau hafa
hljómað á öldum ljósvakans, ekki
síst í þáttum á borð við óskalög
sjómanna. Nú hafa þrjár klass-
ískmenntaðar tónlistarkonur
tekið þessi lög upp á arma sína og
fengið tónskáldið Atla Heimi
Sveinsson í lið með sér en hann á
heiðurinn af nýjum útsetn-
ingum laganna, sem komu á
dögunum út á geisladisknum
„Hugsaðu um búskapinn,
hættu að daðra …“. Eitt lag-
anna á disknum hefur aldrei
komið fyrir eyru almennings
áður, en gömul upptaka af því
fannst nýlega í fórum fjöl-
skyldu Ása.
Tónlistarkonurnar þrjár
eru messósópransöngkonan Hanna Dóra Sturlu-
dóttir, klarínettuleikarinn Freyja Gunnlaugsdóttir og
Daníela Hlinkova píanóleikari sem allar eru búsettar í
Berlín og skipa Tríó Blik. Ein þeirra hefur sérstaka
ástæðu til að hampa tónsmíðum Ása en það er Freyja
sonardóttir hans, sem segir hugmyndina hafa kviknað
fyrir tveimur árum þegar þær stöllur unnu að upptökum
á öðrum, klassískum geisladisk, Kviðu, sem kom út í
vor. „Nokkru fyrr hafði þessi gamla upptaka, sem hafði
varðveist á segulbandi í heimahúsi, komið upp í hend-
urnar á mér, sem varð til þess að við fengum þá flugu í
höfuðið að biðja Atla Heimi að útsetja nokkur lög eftir
Ása í Bæ og Oddgeir Kristjánsson.“
Atli Heimir tók vel í þá bón. „Við höfum unnið mikið
með Atla og hann hefur alltaf skrifað eitthvað fyrir okk-
ur af og til. Honum fannst þetta óskaplega skemmtilegt
verkefni enda þekkti hann afa og man vel eftir honum.
Til dæmis skrifar hann inn í nóturnar vissa takta sem afi
hafði. Dæmi um það er að þegar hann komst í virkilegt
stuð endaði hann gjarnan síðasta hljóminn á ægilega
glæsilegri handahreyfinu, sem Atli skrifar inn í klarín-
ettnóturnar. Hann er mjög trúr hans anda og hefur
virkilega góða tilfinningu fyrir stílnum. Atli tekur þetta
meira í átt að kabarett en áður hefur verið gert, í anda
þriðja og fjórða áratugarins. Það er mikil nálægð í tón-
listinni, eins og verið sé að flytja hana inni í stofu, og
þetta er ekki of flókið; klarínettan hefur ákveðna milli-
línu sem spinnst inn í söngröddina, og svo eru rosaleg
klarínettusóló inn á milli.“
Með eins hljóðnema og Billie Holiday söng í
Í upphafi var ætlunin að Atli útsetti nokkur lög en fyrr
en varði urðu þau fleiri og fleiri. „Áður en við vissum af
vorum við komnar með heila skemmtidagskrá og af því
að við erum allar búsettar í Berlín þá erum við búnar að
flytja hana nokkrum sinnum þar. Okkur langaði síðan
að taka þessi lög upp og koma þeim út á geisladisk, því
mörg þeirra voru ekki til á nótum áður en Atli útsetti
þau og hljómsetti.“
Kabarettstíllinn varð til þess að ákveðið var að hafa
gamalt „sánd“ á disknum. „Við tókum hann upp hjá
Kjartani Sveinssyni í Sundlauginni í Mosfellsbæ upp á
gamla mátann, með segulböndum og gömlum hljóð-
nemum. Hanna Dóra fékk því að syngja í eins hljóðnema
og Billie Holiday notaði. Þannig fengum við þennan
skemmtilega eftirstríðshljóm, sem er mýkri og allt
öðruvísi en tækni nútímans býður upp á.“
Freyja segir þær stöllur hafa skemmt sér konunglega
við upptökurnar, enda ekki á hverjum degi sem klass-
ískmenntað tónlistarfólk fái tækifæri til að spreyta sig á
slíkri tónlist. „Það er mjög krefjandi, en á annan hátt,
fyrir okkur að spila svona frjálsa tónlist, ekki síst fyrir
Hönnu sem er menntuð óperusöngkona. Hún þarf að
beita röddinni allt öðruvísi en venjulega. Við tókum
okkur góðan tíma í að prófa okkur áfram en fyrr en varði
var Hanna farin að hljóma svipað og Ellý Vilhjálms og ég
eins og vælandi djassklarínettuleikari. Það var mjög
skemmtilegt fyrir okkur að fá að sleppa aðeins fram af
okkur beislinu.“
Man eftir afa, syngjandi með gítarinn
Og ekki spillir fyrir í Freyju tilfelli að um er að ræða lög
afa hennar. „Ég er mjög þakklát Atla Heimi fyrir að gera
þessar útsetningar því þetta eru lög sem mér þykir
afskaplega vænt um. Ég hef sungið þau frá blautu barns-
beini og alist upp með þeim því þótt ég hafi verið lítil
þegar afi dó man ég vel eftir honum, syngjandi með gít-
arinn.“
Lögin eiga sér þó ekki síður sess í hjarta þjóðarinnar.
„Þetta eru lög sem allir þekkja, eins og „Ég veit þú kem-
ur“, sem er eftir Oddgeir en afi á textann, „Maja litla“ og
„Sólbrúnir vangar“. En við tökum líka lög sem hafa ver-
ið minna sungin, t.d. lög sem afi gerði við texta annarra
skálda, s.s. „Kysstu mig sól“, sem er við texta Guð-
mundar Böðvarssonar og er í svolítið öðrum stíl. Síðan
eru skemmtisöngvar, eins og „Trillumenn“ og „Anna
Marí“, sem eru meira í ætt við gamanvísur.“
„Nýja“ lagið er hins vegar tangó, sem talinn er vera
frá árinu 1931, og sennilega elsta lagið eftir Ása í Bæ sem
varðveist hefur. „Á upptökunni syngur afi lagið og spilar
undir á gítar. Bæði lag og texti er eftir hann en hann
samdi ógrynni af tækifærisvísum, gjarnan þegar hann
var á innstíminu, að koma heim af sjónum. Þá slakaði
hann á með því að setjast niður með gítarinn og raula og
þannig samdi hann margar vísur, sem gjarnan gleymd-
ust jafnóðum.“
Með nýja geisladisknum, „Hugsaðu um búskapinn,
hættu að daðra …“, leggja þær Freyja, Hanna Dóra og
Daníela sitt lóð á vogarskálarnar til að lög þeirra Ása og
Oddgeirs varðveitist. Til að fylgja honum úr hlaði halda
þær útgáfutónleika í vikunni, þá fyrstu eins og vera ber í
Vestmannaeyjum nú um helgina, aðra í Félagsheimili
Seltjarnarness á miðvikudag og í Slippsalnum á Mýr-
argötu á föstudag.
Daníela, Freyja og Hanna Dóra í kabarettstemningu, en
myndin fyrir neðan er af Oddgeiri (t.v.) og Ása og var tekin á
kabarettskemmtun sem þeir settu upp 1933 eða ’34.
Samdi
gjarnan á
innstíminu
’
...þegar hann komst í virkilegt
stuð endaði hann gjarnan síð-
asta hljóminn á ægilega glæsi-
legri handahreyfinu, sem Atli skrifar
inn í klarínettnóturnar.
Kabarettstemning eftirstríðs-
áranna er ríkjandi á nýjum
geisladisk sem inniheldur lög
og texta Ása í Bæ og Oddgeirs
Kristjánssonar í útsetningum
Atla Heimis Sveinssonar.
Sonardóttir Ása er meðal
þriggja flytjenda á disknum.
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is
Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir