SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 45
31. október 2010 45 Lífsstíll Þ að er ótrúlega leiðinlegt að vera veikur heima með kvef og jafnvel enn leiðinlegra að vera bara slappur. Manni finnst nefnilega oft að maður þurfi að vera með 40 stiga hita og fljót- andi augu til að mega liggja heima veikur. En vitið þið hvað? Þetta ku vera nokkur misskilningur. Það er nefnilega oftast best að halda kyrru fyrir heima þótt maður sé bara slapp- ur og jafna sig almennilega. Þannig nær maður fyrr fullri heilsu og er í staðinn ekki hálfómögulegur í marga daga. Fyrir um tveimur vikum á mið- vikudegi fór ég að fá kunnuglegan kláða í hálsinn og pirring í nefið. Dag- inn eftir var mér orðið mjög illt í háls- inum, var komin með nefrennsli og fór beinustu leið heim og upp í rúm eftir vinnudaginn. Svaf eins og steinn í hlýjum sokkum og snýtti mér svo allt kvöldið. Daginn eftir var ég ekki miklu skárri og hélt kyrru fyrir í rúm- inu. Þannig liðu dagarnir með heilum hellingi af soðnu vatni með hunangi og sítrónu út í. Á fjórða degi var ég hins vegar búin að fá alveg nóg af þessu veseni og ákvað að hætta bara að vera veik. Helgin hafði fokið út í loftið og skilið eftir sig slóð af snýtubréfum og Strepsils. Ég hafði misst af dans- og leikfimitímum, matarboði og djammi. Ég var orðin leið á að vera ein heima hjá mér (ég fékk þó vissulega nokkrar góðar matarheimsóknir) en var farin að tala alvarlega mikið við sjálfa mig. Svo að á mánudegi tók ég þá ákvörðun að hætta að vera veik og mæta í vinnuna. Það var ekkert voðalega góð hugmynd því þá fyrst fann ég hvað ég var hund- slöpp og upp úr hádegi var ég alveg orðin tilbúin til að leggjast aftur í rúmið mitt. Ég lauk samt verkefnum dagsins áður en ég fór heim undir kaffileytið og lypp- aðist aftur niður í rúmið. Heimaföt, sæng og snýtubréf yrðu greinilega normið í nokkra daga í viðbót og ég varð bara að sætta mig við það. Mamma skammaði mig líka fyrir að hafa látið mér detta þetta í hug og setti mér eiginlega stólinn fyrir dyrn- ar. Það var gott að einhver hafði vit fyrir mér því að eftir tvo veik- indadaga í viðbót fór ég öll að koma til. Það er samt eig- inlega ekki fyrr en fyrst núna, tveimur vikum frá fyrstu einkennum þegar pistillinn er skrifaður, að ég er næst- um því orðin alveg laus við leiðindakvefið. Heimafata- gallinn er kominn lengst inn í skáp og allt mjúka bals- am-snýtubréfið búið, ágætis ráð til að verða ekki alveg eins og Rúdolf! Nú er það bara lýsi og sólhattur og c-vítamín því þessu nenni ég ekki aftur í vetur. Í það minnsta alls ekki fyrir jól! Hunang og tissjú Kvefpestir eru tíðar á þessum árstíma og margir liggja veikir. Mikilvægt er að taka það rólega og láta sér batna almennilega. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Fátt er betra en soðið vatn með hunangi og sítrónu þegar kvef sækir að, það hlýjar manni bæði og hressir við. ’ Mamma skamm- aði mig líka fyrir að hafa látið mér detta þetta í hug og setti mér eiginlega stólinn fyrir dyrnar Margir muna eftir því úr barnæsku sinni að hafa horft á kvikmyndir þar sem börnum með flensu var færð kjúk- lingasúpa í rúmið. Þetta yrði allt saman í lagi, svo lengi sem þau fengju kjúklingasúpu og hvíldu sig vel! Það ku hafa verið á 12. öld sem læknirinn Moses Maimonides skrifaði fyrst upp á kjúklingasúpu sem meðal við kvefi og asma. Síðan þá hafa ótal fræðingar á sviði lækna- vísindanna rannsakað súpuna og hvort fótur sé fyrir lækningaáhrifum hennar. Halda sumir því fram að guf- an af rjúkandi súpunni sé helst það sem losi kvefstíflur og það getur vel reynst rétt. Kjúklingasúpan góða Ein góð skál af kjúklingasúpu ku kippa öllu í lag. Þótt ótrúlega mikið sé til af lyfjum í okkar nútímaheimi hefur ekki fundist ein töfra- lausn til að lækna kvef. Í staðinn eru hins vegar til ótal vörur og aðferðir sem lækna eiga fólk en mis- jafnar skoðanir geta verið á því hvað virkar best. Löngum hafa jurtir verið not- aðar til að lækna kvef og notast við þær hér áður fyrr. Kamillute hefur þótt gott en sumir vilja frekar eitthvað sterkara og gera sér heitan púns með viskíi, heitu vatni, hunangi og sítrónu. Hvítlaukur er líka sagður góður og margir sem blanda honum saman við eitt- hvað og t.d. drekka í grænmetishristingi. Fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt má einnig finna ráð um að blanda pressuðum hvítlauk út í volga mjólk. Nóg af vökva og hvíld er oftast talið besta ráðið en hvað fólk vill drekka heitt til að mýkja hálsinn verður kannski frekar að fara eftir smekk. Hvítlaukur í mjólk Heitt kamillute þykir gott í sáran háls. Þjóðsögurnar um það hvernig við fáum kvef virðast óendanlegar en þó eru viss atriði sem við vitum með vissu að við getum gert til að draga nokkuð úr líkunum á að smitast. Þar á meðal er að þvo sér reglulega um hendurnar yfir daginn. Þetta er líka mikilvægt þegar maður er með kvef og þarf að snýta sér. Ótal kveftengdar rannsóknir hafa verið gerðar og hér má sjá dæmi um tvær slíkar sem eru nokkuð forvitni- legar, svo ekki sé meira sagt. Minna kvef með aldrinum Amma og mamma hafa á réttu að standa ef marka má rannsókn sem gerð var í sérstakri kvefrannsókn- arstöð háskólans í Cardiff. Voru 90 sjálfboðaliðar látnir sitja í 20 mínútur með fæturna í köldu vatni og fengu 29% þeirra kvefeinkenni innan fimm daga, á móti 9% þeirra sem látnir voru sitja með fæturna í tómum bala. Þá verða margir líklegast ánægðir að heyra það að færri kvefpestir eiga að herja á okkur eftir því sem við eldumst. Hafa rannsóknir sýnt að eftir fimmtugt fær fólk að meðaltali kvef einu til tvisv- ar á ári, fólk á þrítugsaldri tvisvar til þrisvar sinnum og börn mun oftar. Enda kannast flestir foreldrar sem eiga börn á leikskólaaldri við það að börnin verða oft lasin yfir veturinn og geta fengið kvef og aðrar pestir aftur og aft- ur. Ótal kvefrann- sóknir gerðar Litlu krílin ku fá oftar kvef en við fullorðna fólkið og leikskólapestir eru tíðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.