SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 22
P étur P. Johnson er einn þeirra fjölmörgu sem bera taugar til gamla flugturnsins á Reykjavík- urflugvelli. Hann þekkir ís- lensku flugsöguna vel og er annt um að henni sé haldið til haga og veitti blaðinu upplýsingar sem skrásettar eru á korti hér að neðan og verða ekki allar raktar í texta hér. Eitt tímabilið þekkir hann samt betur en annað, þegar fjórða og efsta hæð turns- ins var miðstöð mannlífsins í kringum flugið. „Um eða upp úr 1980 var farið að nýta betur þessa félagsaðstöðu á efstu hæðinni sem vélflugmenn höfðu haft. Hún var kölluð „On Top“ eða Toppurinn og varð miðstöð félagsstarfs flugáhuga- manna. Þetta varð vettvangur að virkri umræðu flugáhugamanna og við þetta efldist félagsstarfið. Þarna kviknuðu hug- myndirnar eins og að flugkomunni í Múlakoti, sem er búinn að vera árlegur viðburður síðan snemma á níunda ára- tugnum. Þarna varð líka kveikjan að auk- inni hagsmunagæslu flugmanna og flug- öryggisumræðu. Menn komu saman miklu meira en áður og töluðu um þessa hluti. Þarna voru blöð og bækur, ljós- myndir og annað sem menn voru að skoða.“ Pétur hélt utan um þetta starf. „Ég sá um kaffiaðstöðu þarna uppi. Ég var mikið að taka myndir og myndinar lágu frammi í möppum. Ég tók myndir af flugkomum og öðru sem var í gangi. Þetta varð mest um 50 albúm af því sem var að gerast í kring- um flugsportið og atvinnuna,“ segir Pétur. Forstjórar og flugnemar Hann segir tímann í kringum það þegar Toppurinn var sem virkastur á níunda áratugnum hafa verið mjög skemmti- legan. „Þarna kom öll breiddin í fluginu í kaffi, hvort sem það voru gamlir flug- stjórar hjá Flugleiðum, flugumferð- arstjórar, flugvirkjar eða strákar sem voru að læra flug. Þarna var grasrótin og það var enginn greinarmunur gerður á því hvort menn væru forstjórar í eigin flug- félagi eða að taka fyrsta flugtímann sinn. Þarna fór alls konar umræða fram, mikið var rætt um öryggismál og menn miðluðu af reynslu sinni í fluginu. Þarna öðluðust menn líka skilning á milli tegunda því þarna voru ekki bara einkaflugmenn eða atvinnuflugmenn heldur líka svif- flugmenn, svifdrekamenn, fallhlífa- stökkvarar og flugmódelsmiðir.“ Honum gremst ástandið á turninum, sem hefur ekki verið málaður síðan 1986. „Flugklúbbur Reykjavíkur var stofnaður árið 1985 og fékk húsnæði í turninum. Ár- ið eftir lét klúbburinn breyta efstu hæð- inni, stækka glugga og fleira í sjálfboða- vinnu. Flugmálastjórn smíðaði gluggana en flugklúbbsmenn sáu um vinnuna. Hús- ið var sandblásið og turninn málaður en þetta er í síðasta skipti sem hann hefur verið málaður,“ segir hann og samsinnir því að þetta beri vott um tilfinningarnar sem fólk hafi borið til starfsins og stað- arins. Pétur vill sjá húsnæðið gert upp og í framtíðinni yrði turninn jafnvel hluti af safni eða miðstöð fyrir félagsstarfsemi fyr- ir flugíþróttir. „Ég hef heyrt rætt um að flytja húsið út fyrir girðingu eða jafnvel norður til Ak- ureyrar á flugsafnið,“ segir Pétur en veit ekki hvort þessar hugmyndir eru raun- hæfar. Aðalmálið er að turninum verði bjargað. „Málið er að þetta hús er að eyðileggjast innan frá. Það hefur ekkert verið kynt þarna í meira en áratug, þarna er ekkert rafmagn þannig að það er að eyðileggjast. Það er að drabbast niður en það bara má ekki gerast. Þetta er húsnæði sem þarf að varðveita sem minnisvarða þeirra sem fórnuðu lífi sínu í síðari heimsstyrjöld. Reykjavík var miðstöð ferjuflugsins yfir til Evrópu á stríðsárunum og héðan fóru kaf- bátaleitarvélar, sem voru til verndar skipalestum sem sigldu milli Ameríku og Evrópu.“ Aðdráttarafl flugíþróttarinnar Flugið virðist fanga marga og vaknar því sú spurning hvert aðdráttaraflið sé; hvað er það sem gerir flugið svona heillandi? „Ég hef alltaf verið upptekinn af öllu sem viðkemur flugi og flugmálum í heild sinni. Ég hef áhuga á öllu sem hreyfist hvort sem það eru flugvélar, skip eða bílar. Ég var bitinn af þessari bakteríu snemma en ég gat ekki vegna lélegrar sjónar orðið atvinnuflugmaður. Ég hef verið mest í kringum þetta en ég hef flogið og tók bóklegt einkaflugmannspróf fyrir mörgum árum. Ég hef prófað mest af þessu nema ég hef ekki prófað að fara í fallhlífarstökk. Ég ætla að sleppa því!“ Turninn, stríðið og Toppurinn Gamli flugturninn á Reykjavík- urflugvelli er um margt merki- legur. Hann telst til merkra stríðs- minja auk þess að varða stóran hluta af flugsögu Íslands. Hann er ekki friðaður og er í slæmu ásig- komulagi. Turninn var líka sam- komustaður en margir heimsóttu Toppinn á fjórðu hæðinni, þar sem flugumræðan fór á loft. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is ’ Þetta er húsnæði sem þarf að varðveita sem minnisvarða þeirra sem fórnuðu lífi sínu í síð- ari heimsstyrjöld. Pétur P. Johnson þekkir íslensku flugsög- una vel og er annt um framtíð gamla flug- turnsins á Reykjavíkurflugvelli. Ágrip af sögu gamla flugturnsins 21. apríl 1942 Breska hernáms- liðið lýkur við smíði flugturnsins. Daginn eftir er hann tekin í notkun. 5. maí 1946 Flugturninn afhentur Íslen- dingum ásamt Reykjavíkurflug- velli. Þarna fer fram flugum- ferðarstjórn á hafinu og innanlands. 17. desember 1961 Flugumferðastjórn á hafinu og innanlands fer úr turninum í þann nýja. 1950-1962 Daglegur rekstur Veðurstofu Íslands var þarna í ríflega áratug. Starfsemin var flutt í nýja flugturninn um tíma áður en ný bygging Veðurstofunnar var tekin í gagnið. 7. mars 1963 Flugumferðar- stjórn Reykja- víkurflugvallar flyst í nýja flugturninn. 29. janúar 1962 Braggar áfastir gamla flugturn- inum voru leigðir Loftleiðum undir eldhús og mötuneyti en þarna var rekinn veitingastaður fyrir áningafarþega. Þetta brann í janúar 1962 en það kviknaði í útfrá logsuðutæki er verið var að gera við gamlan snjóplóg frá hernum. 22 31. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.