SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 53

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 53
31. október 2010 53 Jane Austen hefur lengi verið hampað sem fyrirmynd í enskri bókmenntasögu fyrir það hve sögur hennar eru vel skrifaðar og fágaðar. Nýlegar rannsóknir á handritum þeirra leiða þó annað í ljós og þar á meðal það að stíllinn er frjálslegri og til- raunakenndari en á bókunum, sérstaklega hvað varðar samtöl. Að sögn Kathryn Sutherland, prófessors við Oxford-háskóla, færðu útgefendur Austen texta hennar á það snið sem þeim þótti hæfa og var til siðs um það leyti sem bækurnar komu út. Frjálsleg Austen? Jane Austen fríkkar með árunum til að auðvelda sölu bóka hennar. S nake Cool and the Cobra Crazies er fyrsta ljóðabók Sigurðar Þóris Ámundasonar. Hingað til hefur hann verið þekktari sem myndlistarmaður en rit- höfundur. Sigurður er nemandi í myndlist við Listaháskóla Ís- lands og málaði hann til að mynda vegginn STIGIS við Hjartagarðinn í Reykjavík sem er mjög flottur. Í þessari fyrstu bók hans eru bæði ljóð og örsöguljóð. Hann gefur bókina út sjálfur í örfáum eintökum. Sigurður hefði mátt leggja meiri vinnu í útlit bók- arinnar án þess að fara út í meiri kostnað. Hún er mjög hrá og óaðlaðandi, svipuð í útliti og innihaldi. Í örsöguljóðunum dregur Sig- urður oftast upp augnabliks- mynd, eins og í „Manstu!“ eða örstuttar og hversdagslegar samræður fólks á milli eins og í „Þangað er ég núna“ og „Ég græt þegar ég er nakin“. Sigurður vísar mikið í þekkta brandara og snýr út úr þeim eins og í „Brúnkan, rauðkan og ljóskan“ og „Tveir tómatar“. Það háð heppnast best hjá hon- um og heldur lífinu í bókinni. Annars eru styttri ljóðin best hjá honum, í lengri textanum fer hann yfirleitt út í vitleysu og missir marks. Bestu ljóðin að mínu mati eru: „Rödd hennar í útvarpinu“, „Skyndilega þriðjudagur“ og „Dansaðu við vindinn“. Heiti ljóðanna skiptir miklu máli um meiningu þeirra og ekki má gleyma að lesa heitið áður en í ljóðið er farið. Snake Cool and the Cobra Crazies er óttalegt bull en Sig- urður er fyndinn á köflum og það er honum til hróss að hafa komið þessum skáldskap sínum út því fátt er leiðinlegra en skúffuskáldskapur sem fær aldrei að viðra sig. Óttalegt bull Í fyrstu bók Sigurðar Þóris Ámundasonar eru ljóð og örsöguljóð. Morgunblaðið/Ernir Bókmenntir Snake Cool and the Cobra Crazies mnnnn Eftir Sigurður Þórir Ámundason. Útgefin af höfundi 2010. Ingveldur Geirsdóttir Tékkneski rithöfundurinn Václav Havel fékk hin svonefndu Franz Kafka-verðlaun í vikunni. Þetta er í tíunda sinn sem verðlaunin eru veitt, en meðal verðlauna- þega eru rithöfundarnir Philip Roth, Harold Pinter, Haruki Murakami, Yves Bonnefoy, Ivan Klima og Arnost Lustig. Havel er verðlaunaður fyrir leikrit sín og ritgerðasöfn og í umsögn dómnefndarinnar segir að verk hans hafi haft áhrif á bókmenntir Tékklands, Evrópu og alls heimsins. Havel var þekktur andófs- maður á stjórnarárum komm- únista í Tékkóslóvakíu frá 1948- 1989 og síðan einn forsvars- manna flauelsbyltingarinnar svonefndu 1989 sem batt enda á alræði kommúnista þar í landi. Hann var kjörinn forseti Tékkóslóvakíu 1989 og síðan forseti Tékklands 1993 og gegndi því embætti í áratug. Leikrit eft- ir Havel hafa verið sett upp hér á landi. Franz Kafka-verðlaunin eru rúm milljón króna. Václav Havel fékk Franz Kafka-verðlaunin Rithöfundurinn og fyrrum forseti Téklands Václav Havel. AP LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar 27. ágúst – 24. október 2010 Síðasta sýningarhelgi Að elta fólk og drekka mjólk Húmor í íslenskri myndlist Sunnudag 24. nóvember kl. 15 - Sýningarstjóraspjall Sunnudagur 24. nóvember kl. 20 – Sónötukvöld Tríó Reykjavíkur Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Cars in rivers - ÓLAFUR ELÍASSON 16.9. - 7.11. 2010 Aðflutt landslag - PÉTUR THOMSEN 16.9. - 7.11. 2010 ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012 Ókeypis aðgangur á sýninguna Ó, LAND MITT LAND Málþing - Laugardaginn 23. okt. kl. 11-13 Málþing um fagurfræðilegt gildi náttúrunnar, náttúruvernd og áhrif myndlistar. Ókeypis aðgangur. SUNNUDAGSLEIÐSÖGN 24. okt. kl. 14 Rakel Pétursdóttir safnafræðingur. Ókeypis aðgangur í safnið alla miðvikudaga. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mán. Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi. Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd. „Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar Jökulsdóttur. Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta. Þjóðin og náttúran. Íslensk dýralífsmynd fyrir börn og fullorðna. Myndgerð: Páll Steingrímsson. Í ljósi næsta dags. Sýning um þýðingarstörf, skáldverk og baráttumál Sigurðar A. Magnússonar, rithöfundar. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar TÓMT – J.B.K.Ransu „Að ramma inn tómt“ Byggðasafn Reykjanesbæjar Völlurinn Bátasafn Gríms Karlssonar 100 bátalíkön Opið virka daga 11.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn VÍKINGAHEIMAR Skipið Íslendingur og sögusýning - Söguleg skemmtun VÍKINGABRAUT 1 - REYKJANESBÆ Opið alla daga frá 11:00 til 18:00 Sími 422 2000 www.vikingaheimar.com info@vikingaheimar.com „SIGGA HEIMIS“ 11.9.2010 - 30.1. 2011 Sýnishorn úr Safneign Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Verslunin Kraum í anddyri og kaffiveitingar. Garðatorgi 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ASÍ 2.-24. október 2010 SPOR Listhjúkkurnar Anna Hallin og Ósk Vilhjálmsdóttir opna sýninguna SPOR laugardaginn 2. október klukkan 15:00. Opið 13-17 alla daga nema mánud. Aðgangur ókeypis Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is GEYSISSTOFA – MARGMIÐLUNARSÝNING Í nútímalegu margmiðlunar- safni á Geysi er að finna margskonar fróðleik um náttúru Íslands. OPIÐ: alla daga 10.00-17.00. AÐGANGSEYRIR: 1.000 KR. Afsláttur fyrir námsmenn, eldri borgara og hópa Geysir í Haukadal, sími 480 6800 www.geysircenter.is Fjölbreyttar sýningar: Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Sögustaðir – í fótspor W.G. Collingwoods Endurfundir – fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna Klippt og skorið – um skegg og rakstur Fram til fortíðar – frá Byggðasafninu Hvoli, Dalvík Fjarskiptasafnið við Suðurgötu Opið sunnudaga 11-17 Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.