SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Qupperneq 53

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Qupperneq 53
31. október 2010 53 Jane Austen hefur lengi verið hampað sem fyrirmynd í enskri bókmenntasögu fyrir það hve sögur hennar eru vel skrifaðar og fágaðar. Nýlegar rannsóknir á handritum þeirra leiða þó annað í ljós og þar á meðal það að stíllinn er frjálslegri og til- raunakenndari en á bókunum, sérstaklega hvað varðar samtöl. Að sögn Kathryn Sutherland, prófessors við Oxford-háskóla, færðu útgefendur Austen texta hennar á það snið sem þeim þótti hæfa og var til siðs um það leyti sem bækurnar komu út. Frjálsleg Austen? Jane Austen fríkkar með árunum til að auðvelda sölu bóka hennar. S nake Cool and the Cobra Crazies er fyrsta ljóðabók Sigurðar Þóris Ámundasonar. Hingað til hefur hann verið þekktari sem myndlistarmaður en rit- höfundur. Sigurður er nemandi í myndlist við Listaháskóla Ís- lands og málaði hann til að mynda vegginn STIGIS við Hjartagarðinn í Reykjavík sem er mjög flottur. Í þessari fyrstu bók hans eru bæði ljóð og örsöguljóð. Hann gefur bókina út sjálfur í örfáum eintökum. Sigurður hefði mátt leggja meiri vinnu í útlit bók- arinnar án þess að fara út í meiri kostnað. Hún er mjög hrá og óaðlaðandi, svipuð í útliti og innihaldi. Í örsöguljóðunum dregur Sig- urður oftast upp augnabliks- mynd, eins og í „Manstu!“ eða örstuttar og hversdagslegar samræður fólks á milli eins og í „Þangað er ég núna“ og „Ég græt þegar ég er nakin“. Sigurður vísar mikið í þekkta brandara og snýr út úr þeim eins og í „Brúnkan, rauðkan og ljóskan“ og „Tveir tómatar“. Það háð heppnast best hjá hon- um og heldur lífinu í bókinni. Annars eru styttri ljóðin best hjá honum, í lengri textanum fer hann yfirleitt út í vitleysu og missir marks. Bestu ljóðin að mínu mati eru: „Rödd hennar í útvarpinu“, „Skyndilega þriðjudagur“ og „Dansaðu við vindinn“. Heiti ljóðanna skiptir miklu máli um meiningu þeirra og ekki má gleyma að lesa heitið áður en í ljóðið er farið. Snake Cool and the Cobra Crazies er óttalegt bull en Sig- urður er fyndinn á köflum og það er honum til hróss að hafa komið þessum skáldskap sínum út því fátt er leiðinlegra en skúffuskáldskapur sem fær aldrei að viðra sig. Óttalegt bull Í fyrstu bók Sigurðar Þóris Ámundasonar eru ljóð og örsöguljóð. Morgunblaðið/Ernir Bókmenntir Snake Cool and the Cobra Crazies mnnnn Eftir Sigurður Þórir Ámundason. Útgefin af höfundi 2010. Ingveldur Geirsdóttir Tékkneski rithöfundurinn Václav Havel fékk hin svonefndu Franz Kafka-verðlaun í vikunni. Þetta er í tíunda sinn sem verðlaunin eru veitt, en meðal verðlauna- þega eru rithöfundarnir Philip Roth, Harold Pinter, Haruki Murakami, Yves Bonnefoy, Ivan Klima og Arnost Lustig. Havel er verðlaunaður fyrir leikrit sín og ritgerðasöfn og í umsögn dómnefndarinnar segir að verk hans hafi haft áhrif á bókmenntir Tékklands, Evrópu og alls heimsins. Havel var þekktur andófs- maður á stjórnarárum komm- únista í Tékkóslóvakíu frá 1948- 1989 og síðan einn forsvars- manna flauelsbyltingarinnar svonefndu 1989 sem batt enda á alræði kommúnista þar í landi. Hann var kjörinn forseti Tékkóslóvakíu 1989 og síðan forseti Tékklands 1993 og gegndi því embætti í áratug. Leikrit eft- ir Havel hafa verið sett upp hér á landi. Franz Kafka-verðlaunin eru rúm milljón króna. Václav Havel fékk Franz Kafka-verðlaunin Rithöfundurinn og fyrrum forseti Téklands Václav Havel. AP LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar 27. ágúst – 24. október 2010 Síðasta sýningarhelgi Að elta fólk og drekka mjólk Húmor í íslenskri myndlist Sunnudag 24. nóvember kl. 15 - Sýningarstjóraspjall Sunnudagur 24. nóvember kl. 20 – Sónötukvöld Tríó Reykjavíkur Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Cars in rivers - ÓLAFUR ELÍASSON 16.9. - 7.11. 2010 Aðflutt landslag - PÉTUR THOMSEN 16.9. - 7.11. 2010 ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012 Ókeypis aðgangur á sýninguna Ó, LAND MITT LAND Málþing - Laugardaginn 23. okt. kl. 11-13 Málþing um fagurfræðilegt gildi náttúrunnar, náttúruvernd og áhrif myndlistar. Ókeypis aðgangur. SUNNUDAGSLEIÐSÖGN 24. okt. kl. 14 Rakel Pétursdóttir safnafræðingur. Ókeypis aðgangur í safnið alla miðvikudaga. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mán. Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi. Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd. „Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar Jökulsdóttur. Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta. Þjóðin og náttúran. Íslensk dýralífsmynd fyrir börn og fullorðna. Myndgerð: Páll Steingrímsson. Í ljósi næsta dags. Sýning um þýðingarstörf, skáldverk og baráttumál Sigurðar A. Magnússonar, rithöfundar. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar TÓMT – J.B.K.Ransu „Að ramma inn tómt“ Byggðasafn Reykjanesbæjar Völlurinn Bátasafn Gríms Karlssonar 100 bátalíkön Opið virka daga 11.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn VÍKINGAHEIMAR Skipið Íslendingur og sögusýning - Söguleg skemmtun VÍKINGABRAUT 1 - REYKJANESBÆ Opið alla daga frá 11:00 til 18:00 Sími 422 2000 www.vikingaheimar.com info@vikingaheimar.com „SIGGA HEIMIS“ 11.9.2010 - 30.1. 2011 Sýnishorn úr Safneign Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Verslunin Kraum í anddyri og kaffiveitingar. Garðatorgi 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ASÍ 2.-24. október 2010 SPOR Listhjúkkurnar Anna Hallin og Ósk Vilhjálmsdóttir opna sýninguna SPOR laugardaginn 2. október klukkan 15:00. Opið 13-17 alla daga nema mánud. Aðgangur ókeypis Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is GEYSISSTOFA – MARGMIÐLUNARSÝNING Í nútímalegu margmiðlunar- safni á Geysi er að finna margskonar fróðleik um náttúru Íslands. OPIÐ: alla daga 10.00-17.00. AÐGANGSEYRIR: 1.000 KR. Afsláttur fyrir námsmenn, eldri borgara og hópa Geysir í Haukadal, sími 480 6800 www.geysircenter.is Fjölbreyttar sýningar: Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Sögustaðir – í fótspor W.G. Collingwoods Endurfundir – fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna Klippt og skorið – um skegg og rakstur Fram til fortíðar – frá Byggðasafninu Hvoli, Dalvík Fjarskiptasafnið við Suðurgötu Opið sunnudaga 11-17 Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.