SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 6
6 31. október 2010
Það er engin nýlunda að
sparkendur séu settir á
bak við lás og slá. Frægt
var þegar Tony Adams,
þáverandi fyrirliði Arsen-
al, var dæmdur í níu mán-
aða fangelsi fyrir að keyra
ölvaður á vegg árið 1990.
Hann sat inni í þrjá mánuði.
Þegar Adams var fluttur úr
dómshúsinu í fangelsið var
hann handjárnaður við annan
fanga, sem fengið hafði átján mánaða
fangelsi fyrir að stuðla að uppþotum og lemja lög-
regluþjón. Braust sá um á hæl og hnakka og hreytti
önugur út úr sér: „Þetta fullkomnar daginn hjá mér,
Tottenham-aðdáandanum, að vera hlekkjaður við
þig. Þvílík martröð!“
Annar ódæll leikmaður, Dunc-
an Ferguson, hlaut heimsfrægð á
augabragði árið 1994 þegar hann
var dæmdur í þriggja mánaða fang-
elsi fyrir að skalla andstæðing, John
McStay, í andlitið í leik með Rang-
ers gegn Raith Rovers.
Ferguson slapp með sekt í þrjú
önnur skipti, þegar hann skallaði lög-
reglumann, barði sjómann og barði og
sparkaði í knattspyrnuáhugamann í biðröð
eftir leigubíl. Setti Ferguson ekki fyrir sig að
maðurinn studdist við hækjur.
Skotinn er ekkert lamb að leika sér við. Það
fengu tveir þjófar sem brutust inn hjá honum í
skjóli nætur að reyna. Ferguson stóð þá að verki
með þeim afleiðingum að annar var fluttur rakleiðis
á sjúkrahús. Þjófurinn kærði ekki.
Duncan
Ferguson,
hress að
vanda. Tony
Adams,
orðinn
algáður.
Innbrotsþjófur hitti ömmu sína
Þ
ær raddir eru til sem segja fullum fetum að
sparkendur samtímans séu ekkert nema
ofdekraðar og oflaunaðar ótuktir sem sagt
hafi sig úr lögum við annað fólk. Allt verð-
ur þessum röddum að vopni um þessar mundir.
Hver kempan af annarri flýgur á höfuðið á hálum
ísnum. Hafa ber þó í huga sem endranær að enginn
er sekur fyrr en sekt hans er sönnuð.
Vont haust í Englandi versnaði enn á fimmtudag-
inn þegar Ivan Klasnić, króatíski miðherjinn hjá
Bolton Wanderers, var tekinn höndum, grunaður
um að hafa nauðgað sautján ára gamalli stúlku.
Fáum sögum fer enn af því máli en félagið virðist
ætla að standa við bakið á Klasnić, alltént er hann í
leikmannahópi þess um helgina.
Sagan staðfestir raunar að ásakanir af þessu tagi
leiða sjaldnast til sakfellingar. Fyrr í haust var Titus
Bramble, miðvörður Sunderland, handtekinn,
grunaður um að hafa nauðgað konu á hóteli í New-
castle. Hann sór af sér sakir og félagið hét honum
fullum stuðningi. Í kjölfarið féll konan frá ákærunni.
Árið 2005 var Cristiano Ronaldo, sem þá skrýddist
búningi Manchester United, færður í járn grunaður
um nauðgun á hóteli. Hann var aldrei ákærður.
Sama ár sat Robin van Persie, framherji Arsenal, í
tvær vikur í gæsluvarðhaldi í Hollandi, grunaður um
nauðgun, en það mál dagaði einnig uppi.
King sendur í dýflissuna
Árið 2004 var líka skrautlegt í þessum efnum. Tveir
úrvalsdeildarleikmenn, sem aldrei voru nafn-
greindir, voru yfirheyrðir í sambandi við hópnauðg-
un í Lundúnum, þrír leikmenn Leicester City voru
sakaðir um að hafa þvingað jafnmargar konur til
samræðis við sig á Spáni en engar kærur voru lagðar
fram. Jody Morris, sem þá var hjá Leeds United, var
ákærður fyrir sömu sakir en konan féll frá kærunni
áður en hún var dómtekin.
Ekki hafa allir sloppið svona vel. Marlon King,
sem þá lék með Wigan Athletic, var í fyrra dæmdur í
átján mánaða fangelsi fyrir að ráðast á unga konu,
áreita hana kynferðislega og slá hana í andlitið með
þeim afleiðingum að hún m.a. nefbrotnaði. Wigan
rifti samningi hans þegar í stað. Leikmannasamtökin
litu málið líka alvarlegum augum og neituðu að
koma til móts við King en það hafa þau stundum
gert við ofbeldishneigða sparkendur, m.a. með því
að bóka þá á reiðistjórnunarnámskeið. King losnaði
úr fangelsi í sumar og samdi þá við B-deildarlið Cov-
entry City.
Frægasti tukthúslimur seinni tíma í ensku knatt-
spyrnunni er Joey Barton hjá Newcastle United en
hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi árið 2008
fyrir alvarlega líkamsárás. Upptökur úr örygg-
ismyndavélum staðfestu að hann hafði gengið
hressilega í skrokk á ungmenni nokkru. Barton hafði
sitthvað á samviskunni áður, barði m.a. samherja
sinn hjá Manchester City, Ousmane Dabo, til óbóta á
sínum tíma. Í kjölfar dómsins lýsti Barton því yfir að
hann væri áfengissjúkur. Hann er ekki eini óláns-
maðurinn í fjölskyldunni en hálfbróðir hans situr
inni fyrir aðild að morði. Barton er nú laus og leikur
með Newcastle – svo skellur í skönkum.
Félagi hans hjá „Skjórunum“, Andy Carroll, hefur
heldur ekki átt sjö dagana sæla. Þrátt fyrir ungan
aldur hefur hann margoft komist í kast við lögin. Yf-
ir honum hanga nú tvær ákærur vegna ofbeld-
isverka. Annars vegar er kappanum gefið að sök að
hafa mölvað glas á andliti manns fyrir utan næt-
urklúbb í desember á síðasta ári og hins vegar var
hann kærður fyrr í þessum mánuði fyrir að slá fyrr-
verandi unnustu sína. Í því máli ber Carroll við
sjálfsvörn. Við þetta bætist að hann er sagður hafa
kjálkabrotið liðsfélaga sinn, Steven Taylor, á æfingu
fyrr á árinu og brákað á sér höndina við ómakið.
Carroll var sleppt lausum gegn tryggingu á dög-
unum og því skilyrði að hann byggi heima hjá fyr-
irliða Newcastle, Kevin Nolan, þangað til hann kem-
ur fyrir dóm í janúar. Hann var ekki fyrr fluttur þar
inn en kveikt var í jeppanum hans í innkeyrslunni
við húsið. Brann hann til kaldra kola.
Annað ungstirni, Jack Wilshere hjá Arsenal, fékk
líka að gista fangageymslur í haust vegna aðildar að
fjöldaslagsmálum. Það mál mun þó ekki draga dilk á
eftir sér.
Til að bæta gráu ofan á svart hefur framhjáhald
málsmetandi sparkenda á borð við John Terry, Ash-
ley Cole og Wayne Rooney á undanförnum mán-
uðum ekki verið til þess fallið að auka álitið á stétt-
inni sem heild enda þótt það varði ekki við lög.
Skemmst er líka að minnast þess að handan Erm-
arsunds er orðspor Francks Ribérys og fleiri franskra
landsliðsmanna í molum eftir næturgaman með
portkonu undir lögaldri. Hægt er að festast, bágt
mun úr að víkja.
Ótuktirnar
tuktaðar til
Enn eru spark-
endur á hálum ís
Andy Carroll, miðherji Newcastle United, hefur staðið í stórræðum á undanförnum mánuðum.
Reuters
Vikuspegill
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Marlon King: Settur inn. Titus Bramble: Grunaður.Joey Barton: Settur inn.
’
Yfir honum
hanga nú
tvær ákærur
vegna ofbeld-
isverka.
Ivan Klasnić: Grunaður.