SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 23
Hér má sjá flugrita, frumstæðan fjarritunarbúnað miðað við hvað tíðkast í dag en engu að síður mikilvægur. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Björn Jónsson var yfirflugumferðarstjóri á þessum tíma og er hér lengst t.h. ásamt fleiri mönnum að störfum. Myndirnar þrjár eru allar teknar á efstu hæð flugturnsins árið 1948. Hér má sjá hvar úthafsflugstjórn fór fram. Morgunblaðið/Kristinn 1980 Farið að nýta efstu hæðina, þá fjórðu, undir miðstöð félagsstarfs flugáhugamanna. Miðstöðin var kölluð „On Top“ eða Toppurinn. 1985-86 Félagar í Flugklúbbi Reykjavíkur breyttu húsnæðinu ogmáluðu turninn í sjálfboðavinnu. Veðurstofa Íslands var með slökkvistöð og verkstæði í gamla flugturninum til ársins 1985. 2000 Endurbætur gerðar á efstu hæðinni og gerð tilraun til að endurvekja starfsemina. 2010 Byggingafulltrúi beinir þeim tilmælum til Flugstoða ohf. að hresst verði upp á útlit hússins. 2001 Flugmálastjórn óskar eftir leyfi Skipu- lagsráðs til að rífa turninn en leyfi var frestað m.a. eftir um- sögn Árbæjarsafns um menningar- sögulegt gildi byg- gingarinnar. Toppurinn, fjórða hæðin í flugturninum, var mikill samkomustaður flugáhugafólks. Ljósmynd/Pétur P. Johnson 31. október 2010 23 Eftir að flugmálastjórn flutti úr turninum árið 1963 hefur verið ýmis starfsemi í honum. Margir hafa verið með flugskóla og leiguflug í húsinu: Sveinn Eiríksson, Leiguflug Daníels Péturssonar, Flugfélag Reykjavíkur, Flugstöðin hf., Flugskóli Helga Jónssonar, Þórólfur Magnússon með flugkennslu, Leiguflug Sverris Þóroddssonar, Flugskólinn Flugtak, Ottó Tynes, einn stofnenda Flugtaks, var með æfingatæki fyrir blindflugs- kennslu (Link Trainer), Vestanflug, Air Arctic og Flugfélagið Atlanta. Önnur flugtengd starfsemi var einnig í turninum: Radíóverkstæði Flugfélags Íslands fékk inni eftir flugskýlisbrunann 1976, flugeldsneytisafgreiðsla Olíuverslunar Íslands, Félag íslenskra einkaflugmanna, Flugmálafélag Íslands (regnhlífarsamtök flugíþrótta), Vélflugfélag Íslands, Flugklúbbur Reykjavíkur, Tímaritið Flug, sem var málgagn Flug- málafélags Íslands, var með skrifstofu þarna og var Pétur P. Johnson ritstjóri. Fjölbreytileg starfsemi í húsinu Flugstoðir ohf. sóttu um leyfi í ársbyrjun til þess að rífa viðbyggingu við gamla flugturninn og fékk fyrirtækið það. Í bókun byggingarfulltrúa segir að hann beini „þeim tilmælum til umsækjanda að suðurhlið gamla flugturns- ins verði klædd til dæmis með bárujárni til verndar byggingunni og jafnframt að hresst verði upp á útlit hússins til dæmis með málningu“. Viðbyggingin var síð- an rifin í síðasta mánuði. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia, opinberu hlutafélagi sem stofnað var um sam- einaðan rekstur Flugstoða og Keflavíkurflugvallar, er núna búið að klæða suðurhliðina þar sem viðbyggingin var og sú hlið er fullfrágengin. Næsta sumar verður turn- inn málaður í sömu litum og hann skartar í dag. Yfirvöld vilja hlífa turninum Byggingaryfirvöld í Reykjavík vilja hlífa turninum, segir Magnús Sædal Svavarsson byggingarfulltrúi. „Þetta endurspeglar hugmyndir borgaryfirvalda að turninn verði á einhvern hátt verndaður. Maður getur vel hugsað sér það að þegar endanlegt deiliskipulag verður gert fyrir Vatnsmýrina verði þessari byggingu hlíft og henni fengið eitthvert hlutverk. Sögulega er hún mjög merkileg, gam- all flugturn í miðbæ Reykjavíkur, byggður á þessum ógn- artímum, sem seinni heimsstyrjöldin var,“ segir hann. Nýtt hlutverk í Vatnsmýrinni Magnús segir turninn verða á sínum stað. „Turninn hef- ur ekkert varðveislugildi nema á þessum stað þarna. Hann er það há bygging að hann myndi sóma sér vel hvað hæð varðar innan um þær byggingar sem menn hugsa sér á þessu svæði í framtíðinni. Það þarf að gera honum rými og gæti hann jafnvel hýst safn um sögu Reykjavíkurflugvallar,“ segir hann sem hugmynd. „Þegar búið verður að byggja í Vatnsmýrinni þurrkast aðrar minjar um flugvöllinn út nema hvað að meginásar í flugbrautunum halda sér kannski í gatnakerfinu. Þá verður turninn verðmætur punktur í bæjarkjarnanum sem þarna verður.“ Framtíðturnsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.