SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 14
14 31. október 2010
verið framleidd síðan á 10. öld skv. upp-
lýsingum á netinu.
Þótt hún kannist ekki við sápuna þá
arna hefur María alla tíð fylgst vel með
gangi heimsmála. „Þegar ég heyrði í út-
varpinu um þessar hörmungar fólks í
Palestínu; þegar Ísraelar fóru að byggja
þarna og reka fólkið út og hvaðeina,
fannst mér þetta óskaplegt óréttlæti. Þá
sendi ég Palestínufélaginu einhverja
aura,“ segir Margrét. Þetta var fyrir
nokkrum árum og meira hefur hún látið
af hendi rakna síðan.
„Mér finnst Sveinn Rúnar [Hauksson,
formaður félagsins] afskaplega góður
maður að gera allt þetta.“ Formaðurinn
kemur reglulega við hjá Maríu þegar
hann á erindi norður í land.
Á dögunum hringdi Sveinn Rúnar í
Maríu frá Palestínu, sagðist vera að stofna
umræddan sjóð „og spurði hvort hann
mætti nefna hann eftir mér. Sem er nátt-
úrlega bara vitleysa!“ segir María og
hlær. „Ég sagði honum að það væru
margar Maríur til; María Magdalena og
María hin, eins og séra Bjarni sagði, María
mey og fleiri, en hann sagðist sérstaklega
vilja nefna sjóðinn eftir mér því honum
fannst svo merkilegt að ég skyldi enn
hafa áhuga á slíkum málum, svona gömul
kona.“ Aftur skellir hún upp úr.
Mikill ferðalangur
María hefur verið heilsuhraust og eld-
hress alla tíð og ferðast mikið. Í fyrra fékk
hún svo blóðtappa og eftir það er jafn-
vægið ekki gott. Einna verst finnst henni
að geta ekki, vegna þessa, heimsótt vini
sína í Englandi eins og hún hefur gert
reglulega.
„Svo hef ég lengi séð mikið eftir því að
hafa aldrei farið til Korsíku og nú er það
orðið of seint fyrst ég veiktist. Ég hef
verið á Caprí og Sardiníu og það var
óskaplega gaman. Meðan ég bjó í London
var auðvelt að fljúga í allar áttir og ég
gerði mikið af því.“
María tók sérstöku ástfóstri við Ítalíu
og fór gjarnan þangað tvisvar á ári. Hún
hætti að vinna árið 1981, þá 65 ára gömul,
og tveimur árum síðar fór hún í þriggja
mánaða hnattferð, m.a. til Ástralíu,
Nýja-Sjálands, Singapúr, Bandaríkjanna
og Kanada. „Ég þekkti fólk alls staðar en
nú eru þeir farnir að týna tölunni.“
Það var mikill munur, segir María, eftir
að hún flutti heim til Íslands, að „þurfa
að millilenda og taka aðra vél þegar mað-
ur ætlar eitthvað langt; það er tíma- og
peningafrekt því við erum svo langt í
burtu. En að sumu leyti er það líka mikil
É
g get vel ímyndað mér hve
hræðilegt það er fyrir fólkið í
Palestínu að búa aldrei við ör-
yggi. Hugsaðu þér börnin; þau
vita ekki hvort foreldrar þeirra verða á
lífi næsta dag eða hvort húsið verður í
rúst. Óvissan um alla hluti er svo mikil að
mér finnst merkilegt hve fólk hefur stað-
ið sig vel þarna. Að það hafi ekki lagt upp
laupana, segir María Magnúsdóttir þar
sem blaðamaður situr hjá henni heima á
Blönduósi.
Við erum að tala um ástandið á Gaza.
Tilefnið er að Félagið Ísland-Palestína
stofnaði í síðustu viku sjóð sem nefndur
er eftir Maríu og er ætlað að styrkja
Aisha, félag til verndar konum og börn-
um á Gazasvæðinu. Það rekur sambæri-
lega starfsemi og Stígamót og Kvenna-
ráðgjöfin, en einnig er starfsþjálfun og
endurhæfing undir sama þaki.
Hörmungar í London
María upplifði miklar hörmungar í Lond-
on á stríðsárunum og skynjar því hugs-
anlega betur en margur nú til dags
hvernig stríðsátök geta leikið fólk.
„Það varð óskaplega mikið tjón og
mannfall í London. Borgin var í rúst þeg-
ar ég kom þangað snemma árs 1944.“
Sprengjuregnið var oft mikið og margir
hryllilega slasaðir komu á Charing Cross-
sjúkrahúsið þar sem María starfaði.
„Oft var sprengt dag eftir dag og nótt
eftir nótt. Ég var voðalega fegin að kom-
ast út úr borginni til þess að geta sofið
eina og eina nótt. Við vorum með spítala
úti í sveit þar sem ég mátti reyndar ekki
vinna, því ég var ekki breskur þegn;
hann var sérstaklega ætlaður hermönn-
um, en ég mátti fara þangað og heim-
sækja samstarfskonur mínar og þá fannst
mér eins og ég væri komin til himnaríkis
að vera ekki vakin og þurfa að ryðjast
niður í loftvarnabyrgi. Það var ekki mikil
hvíld inni í borginni.“
Óskaplegt óréttlæti
María býður mér te eins og nærri má
geta; hún bjó svo lengi í London að sá
góði drykkur er í hávegum hafður á
heimilinu.
Eftir að dyrabjöllunni er hringt gengur
bréfberi til stofu og færir Maríu sendingu.
„Þetta eru spil. Og sápa, sem búin er til
í Nablus. Það var fallegt af henni,“ segir
hún eftir að hafa lesið bréf frá fulltrúa Fé-
lagsins Ísland-Palestína. „Ég vissi ekki að
þeir byggju til sápu.“
Sápan frá Nablus, sabon nabulsi, ku
reyndar einstök í heiminum og hefur
blessun að vera hér og svona langt í burtu
frá ófriðnum. Ég held við gleymum því
stundum hve mikil blessun það er.“
Eftir veikindin í fyrra styðst María við
göngugrind sem hún segir hamla sér.
„Hún er fyrirferðarmikil og ég er sein að
öllu. Ég var alveg sjálfbjarga áður og get
alveg eldað ennþá – ef ég nenni! Ég held
þó enn þeim sið að elda mér hafragraut á
hverjum morgni. Það er vani síðan ég var
barn og hann er mjög góður undir-
stöðumatur.“
Leitaði upprunans
María ólst upp í Víðidalnum. Hún fæddist
reyndar í Geldingaholti í Skagafirði, þar
sem móðir hennar, Halldóra Sigríður
Jónsdóttir, var í kaupavinnu. Faðir
hennar var Magnús Magnússon, stundum
kallaðir Mangi stormur. Hann var lög-
fræðingur en starfaði lengi sem blaða-
maður, var ritstjóri Varðar en stofnaði
síðan eigið blað, Storm.
Ekkert varð úr sambandi Magnúsar og
Halldóru, en hún giftist öðrum Magnúsi,
Jónssyni, sem gekk Maríu í föðurstað.
Þegar María ákvað að flytja til Íslands á
ný, eftir rösklega hálfa öld í Bretlandi,
ákvað hún að kaupa sér íbúð á Blönduósi
og líkar vel á æskuslóðunum.
Ég sagði að
það væru til
margar Maríur
Maríusjóður, sem stofnaður var í Gazaborg
í Palestínu á dögunum, er nefndur
eftir Maríu M. Magnúsdóttur. María,
sem er 94 ára og búsett á Blönduósi,
hóf störf sem hjúkrunarfræðingur í London
á stríðsárunum og starfaði þar í hálfa öld.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
’
Hugsaðu þér börnin;
þau vita ekki hvort
foreldrar þeirra
verða á lífi næsta dag eða
hvort húsið verður í rúst.
Óvissan um alla hluti er svo
mikil að mér finnst merki-
legt hve fólk hefur staðið sig
vel þarna. Að það hafi ekki
lagt upp laupana.