SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 15

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 15
31. október 2010 15 „Mér finnst hræðilegt hvernig Ísr- aelsmenn hafa farið með fólkið í Palest- ínu. Þetta eru gáfaðir menn og vel menntaðir í Ísrael og þess vegna er það óskiljanlegt hvernig þeir haga sér, ekki síst vegna þess sem gyðingar hafa sjálfir þurft að ganga í gegn um. Svona hagar siðað fólk sér ekki,“ segir María þegar hún ræðir ástandið. „Ég vann með mörgum gyðingum í London, bæði læknum og hjúkr- unarkonum, yfirleitt var það gott fólk en gat reyndar verið dálítið erfitt í sambúð. Þeir eru hörundsárir og dálítið ráðríkir, eins og maður sér í Palestínu þar sem mér finnst ástandið hafa gengið út í öfgar. En það eru ábyggilega margir menntamenn í Ísrael á móti því hvernig stjórnvöld haga sér gagnvart Palestínumönnum.“ Eðlilegt? María nefnir eina margra vinkvenna sinna sem hún starfaði með í London. „Elsa var mikil vinkona mín, gyðingur og hjúkrunarkona. Hún átti bróður í Ísr- ael og bauð mér oft með sér þegar hún heimsótti hann en ég gat ekki hugsað mér það. Hún sagði bróðurinn búa í litlum bæ úti á landi, langt frá öllum óróa, en það var ekki það sem skipti mig máli. Mér fannst hún og fleiri alltaf tala eins og það væri eðlilegt að Palest- ínumenn væru lægra settir en aðrir. Að þeir ættu sér gott líf því nóg væri að gera í þjónustustörfum. Það var eins og þeim væri sérstakur greiði gerður með því að útvega þeim þannig störf. Að það væri sjálfsagt að þeir væru eins og þrælar.“ María ítrekar að hún hafi ekki getað hugsað sér að fara til lands þar sem kom- ið væri fram við fólk með þessum hætti. „Ég sagði Elsu að ég vildi ekki fara með henni, bæði vegna þess að mér líkaði ekki hitinn þarna niður frá og lét hana líka skilja að mér líkaði ekki andrúmsloftið þarna. Ég vildi ekki verða samdauna því. Ég vildi að hún vissi að ég væri mikið á móti þessu pólitíska ástandi.“ Langt er um liðið og Elsa þessi löngu dáin en María hefur ekki gleymt því hug- arfari sem hún kynntist og alltaf borið hag almennings í Palestínu fyrir brjósti. Stuðningur í áskrift „Ég man eftir því að einu sinni sá ég í Mogganum stóra mynd af litlum dreng sem stóð í rústum hússins síns heima í Palestínu; þetta var eins og ruslahrúga og vonleysi drengsins skein úr andliti hans. Ég klippti myndina út og sendi fulltrúa Ísraels á Íslandi, sagði honum hvað mér fyndist um framkomu þeirra og vonaðist til þess að hann kæmi skilaboðum mín- um á framfæri. Það er nú ekki víst að hann hafi gert það …“ Félagið Ísland-Palestína stefnir að því að safna áskrifendum, sem styðja vilja konur og börn á Gaza, sem orðið hafa fyrir kynferðislegu eða heimilisofbeldi. Að fólk greiði mánaðarlega í Maríusjóð- inn og stefnt er að því að leggja fram alls 5.000 bandaríkjadali, um 600 þúsund krónur, mánaðarlega í þrjú ár til að byrja með, frá janúar 2001. Reikningsnúmer sjóðsins er 0542-26-6990 og kennitala hans er 520188-1349. Konur í Palestínu krefjast lausnar palestínskra fanga úr ísraelskum fangelsum í síðasta mánuði. Talið er að um um 7.500 fangar frá Palestínu séu á bak við lás og slá í Ísrael. Reuters „Vildi ekki verða samdauna þessu“ Palestínsk stúlka syrgir bróður sem lést í árás Ísraelshers. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Ég var þrettán ár í London eftir að ég hætti að vinna og það var mjög ánægju- legur tími. London hefur upp á svo mikið að bjóða; leikhús, söfn, óperuna og alls kyns konserta. Í London er hægt að kynnast öllu mögulegu.“ María sat aldeilis ekki með hendur í skauti eftir að starfsævinni lauk. „Fólk sem hætt er að vinna fær frítt í neðan- jarðarjárnbrautina og strætisvagna og svo er afsláttur með járnbrautinni út á land. Ég ferðaðist því mikið og fór líka á nám- skeið í öllu mögulegu; til dæmis bók- bandi, matreiðslu, listasögu og forn- leifafræði. Það er svo margt sem gaman er að vita og endalaust hægt að læra meira.“ Nú les María mikið en sjónin er reynd- ar ekki nógu góð lengur. „Ég verð fljótt þreytt. Það eru voðaleg vandræði að verða svona gamall. Það er svo margt sem maður fer á mis við þó það sé auðvit- að margt sem maður getur notið, til dæmis góð músík, útvarpið, góðar bækur og slíkt. Ég las mjög mikið áður en ég fór en ég missti mikið úr á meðan ég var úti og marga íslenska höfunda þekki ég lítið. Ég hef verið að lesa Guðmund Daníelsson sem mér finnst afskaplega skemmtilegur og nú er ég að byrja á ævisögu Guð- mundar Böðvarssonar.“ Hún segist hafa fengið fáeinar bækur sendar út og alltaf keypt sér eitthvað þegar hún kom hingað heim, „en ekki mikið af nýtískubókum þó, nema Lax- ness“. Þrjár fyrstu bækur hans voru komnar út áður en María fór utan og hún hafði lesið þær. Sjóðurinn „Sveinn Rúnar talaði lengi við mig þegar verið var að nefna sjóðinn og lét alls kon- ar fólk tala við mig. Það var svo glatt að einhver skyldi hafa áhuga á þeim. Fólk heldur stundum að þegar maður verður gamall hafi maður ekki áhuga á neinu nema matnum! Ekki það; fólk hefur mik- inn áhuga á mat. Næringin er það fyrsta sem skiptir máli eftir að barn fæðist og líklega það síðasta sem fólk hefur áhuga á, áður en það skilur við. Flestum en kannski ekki öllum, ekki heilögu fólki!“ María vonast til þess að sjóðurinn til hjálpar konum og börnum á Gaza komi að góðum notum. „Ég sendi þeim 500 þúsund og þótt það séu ekki miklir pen- ingar á Íslandi virðist það vera heilmikil upphæð þarna austur frá. Ég vona að aðrir bæti einhverju í sjóðinn.“ María Magnúsdóttir í stofunni heima á Blönduósi. „Þegar Ísraelar fóru að byggja þarna og reka fólkið út og hvaðeina, fannst mér þetta óskaplegt óréttlæti. Þá sendi ég Palestínufélaginu einhverja aura.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.