SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 4
4 31. október 2010
Sú aðferð bandarískra stjórnvalda að nota
ómannaðar flugvélar til að drepa herskáa ísl-
amista í Pakistan, Jemen og öðrum löndum
brýtur gegn alþjóðlegum lögum og ætti þess-
um árásum að linna að sögn Mary Ellen O’Con-
nell, lagaprófessors við Notre Dame-háskóla í
Bandaríkjunum.
O’Connell sagði á umræðufundi í London að
það ætti að flokkast undir löggæslu, ekki
hernaðaraðgerðir, að elta uppi öfgamenn úr
röðum hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda og
talibana.
„Meginniðurstaðan er sú að það er enginn
lagalegur réttur til að gera árásir með ómönn-
uðum flugvélum í Pakistan, Jemen, Sómalíu og
annars staðar þar sem Bandaríkin eiga ekki í
vopnuðum átökum,“ sagði O’Connell.
Hún gagnrýndi sérstaklega árásirnar í norð-
vesturhluta Pakistans, sem er griðastaður
vígamanna og bækistöðvar til að gera árásir á
sveitir Nató og Pakistans. „Notkun ómönnuðu
flugvélanna hefur vakið mikla reiði í Pakistan.
Ég dreg nauðsyn þess, sem við erum að gera,
verulega í efa,“ sagði hún. Ekki væri hægt að
réttlæta árásirnar vegna þess að Pakistanar
hefðu ekki leyft þær og þær væru ekki gerðar í
Afganistan þar sem Bandaríkjaher væri að
störfum.
Michael Schmitt, prófessor í þjóðarétti við
Durham-háskóla í Bretlandi, sagði hins vegar
að árásirnar rúmuðust „að öllu leyti innan
ramma laganna um sjálfsvörn“. Hann sagði að
árásirnar væru leyfileg aðgerð gegn hinum
nýja „yfirþjóðlega“ vígamanni og einnig mætti
réttlæta þær á þeirri forsendu að landið þar
sem þeir hefðu bækistöðvar annaðhvort neit-
aði eða gæti ekki látið til skarar skríða gegn
þeim.
Brot á þjóðarétti eða leyfileg sjálfsvörn?
Vettvangur sjálfsmorðsárásar vígamanna í þorpinu Lakki Marwat í norðvest-
urhluta Pakistans þar sem liðsmenn talibana og al-Qaeda ráða ríkjum.
Reuters
F
imm manns létu lífið í sprengjuárás
ómannaðrar bandarískrar flugvélar á
lítið þorp í héraðinu Norður-
Wasíristan í Pakistan á fimmtudag.
Þetta var þriðja árásin á íslamska vígamenn í
landamærahéruðum Pakistans að Afganistan á
einum sólarhring. Þorpið heitir Ishmael Khel
og er talið eitt helsta vígi liðsmanna talibana
og hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda.
Meðferð Bandaríkjamanna á föngum í
stjórnartíð George W. Bush, fyrrverandi
Bandaríkjaforseta, vakti hörð mótmæli. Þegar
Barack Obama komst til valda hét hann því að
binda enda á pyntingar og kvaðst ætla að loka
fangelsinu í Guantanamo á Kúbu þar sem ein-
staklingar, sem bandaríska leyniþjónustan,
CIA, hafði numið á brott og yfirheyrt, voru
látnir dúsa, oft á ansi hæpnum forsendum.
Nú nemur CIA ekki lengur fólk á brott,
leyniþjónustan drepur þá, sem taldir eru
hættulegir.
Ómannaðar flugvélar voru í upphafi ætlaðar
til eftirlits og njósna. Þær mætti nota til að ná
í upplýsingar án þess að stefna mannslífum í
hættu. Í tíð Bush var byrjað að nota vélarnar
til árása, en í mjög litlum mæli. Tíðni árásanna
hefur margfaldast frá því að Obama komst til
valda.
Þýska vikuritið Der Spiegel fjallaði um loft-
árásirnar á Pakistan undir fyrirsögninni Fjar-
stýrða stríðið. Þar segir að undir forustu
Obama hafi CIA yfirtekið hernaðarleg verkefni
og heyi nú stríð þvert á stríðs- og þjóðarrétt.
CIA reki nú stríð í Afganistan, en einnig í Pak-
istan og Jemen þar sem opinberlega geisi ekki
stríð. Kostunum við að taka þá, sem taldir
eru hættulegir, er lýst þannig: „Fanga þarf
einhvern tímann að láta lausa eða að minnsta
kosti draga fyrir rétt, kannski verða settar á
fót rannsóknarnefndir og kannski spyrja
blaðamenn spurninga. Það er einfaldara að
drepa.“
Þjóðarréttur úr sögunni?
Tímaritið vitnar í Philip Alston, prófessor í
lögfræði við New York-háskóla, sem skrifaði
úttekt um aftökur án dóms og laga fyrir
mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Al-
ston segir að þessi aðferð geti markað enda-
lok siðmenningarinnar. Ef hún verði við-
urkennd sé þjóðarréttur úr sögunni. Ríki geti
þá einhliða lýst yfir því að tiltekinn ein-
staklingur sé hryðjuverkamaður, þjálfi
hryðjuverkamenn eða styðji þá og tekið hann
af lífi án dóms og laga eða frekari skýringa.
Ísraelar, Rússar og Bandaríkjamenn séu í far-
arbroddi í þessum efnum og réttlætingin sé
ávallt sú sama, „óhefðbundin stríð“ og
„hryðjuverk“ séu notuð til að teygja á rétt-
arhugtakinu.
„Niðurstaðan er sú að skýrir réttarstaðlar
hafa vikið fyrir óljóst skilgreindu leyfi til að
drepa,“ segir Alston.
Robert Baer, fyrrverandi njósnari og höf-
undur bóka um ógnina af hryðjuverkum,
segir að ómönnuðu flugvélarnar bjóði upp á
lausn, sem virðist hreinleg og einföld, en spyr
hvar eigi að nema staðar. „Ef við getum
framið markviss morð í Pakistan, af hverju
ekki í Bretlandi eða Þýskalandi? Eigum við
kannski að leyfa þeim að hreinsa borgirnar
okkar?“
Bandarísk stjórnvöld munu vera með svo-
kallaðan „dauðalista“. Samkvæmt Der Spie-
gel þarf framburð tveggja heimildarmanna
auk annarra, veigamikilla vísbendinga til að
komast á listann.
Anwar al-Awlaki mun vera á þessum lista.
Al-Awlaki fæddist í Nýju Mexíkó og er
Bandaríkjamaður. Nú er hann í felum í Jem-
en. Hann er múslími og útvarpspredikari og
var í sambandi við Nidal Malik Hasan, yf-
irmann í Bandaríkjaher, sem skaut 13 manns
til bana í Fort Hood í Texas í fyrra. CIA held-
ur því fram að al-Awlaki verið í því að fá fólk
til að ganga í lið með hryðjuverkamönnum.
Jameel Jaffer hjá ACLU, bandarískum sam-
tökum um borgaraleg réttindi, segir að
bandarísk yfirvöld hafi einfaldlega ákveðið að
drepa hann og neiti að segja hvaða sönn-
unargögn þau hafi undir höndum.
Loftárásirnar hafa vakið ólgu í Pakistan. Í
liðinni viku kom fram að Pervez Musharraf,
fyrrverandi leitðtogi Pakistans, hefði í stjórn-
artíð sinni leyft flug ómannaðra flugvéla yfir
landið til að safna upplýsingum, en ekki til að
gera árásir. Talibanar hafa gert árásir á
birgðalestir Nató í Afganistan til þess að hefna
fyrir loftárásirnar. Leon Panetta, yfirmaður
CIA, segir að aðgerðir leyniþjónustunnar í
Pakistan hafi „tekið mikinn toll“ af al-Qaeda.
Samkvæmt frétt í Washington Post í vikunni
hafa árásirnar í Pakistan og aukinn viðbún-
aður í Afganistan hins vegar ekki orðið til að
veikja talibana nema í mesta lagi tímabundið.
Bessa-
leyfi til
að drepa
CIA stendur
ekki lengur fyrir
pyntingum, nú
eru hinir grunuðu
teknir af lífi
Árásir í Pakistan úr ómönnuðum flugvélum
Vélin er knúin
með hverfilhreyfli.
GPS- eða leysistýrðar
sprengjur og eldflaugar.
Ratsjárkerfi skilar af sér
myndum í hárri upplausn.
Nákvæmur skynjari getur
lesið númer úr 3,2 km hæð.
Loftnet til
fjarstýringar
á vélinni.
Vænghaf flugvélar-
innar er 20,1 m.
10
,5
mi
lljó
nir
$
Undir stjórn
Talíbana
Tekist á um
völdin
Undir áhrifum
Talíbana
Undir stjórn
ríkisstjórnar
Pakistan
IslamabadLa
nd
am
æ
ra
hé
ru
ð
Pa
ki
st
an
s a
ð A
fg
an
ist
an
80
60
40
20
0
600
400
200
100
0 2010
2009
2008
2007
2006
2005
2004
2010
2009
2008
2007
2006
2005
2004
Loftárásir
Árásum hefur fjölgað jafnt og
þétt og mestur er þunginn í
Norður-Wasiristan.
75
1
Tölur
ekki
til
Óbreyttir borgarar
Hermenn
10/532
Wasiristan
Dauðsföll
1475 vígamenn úr röðum talibana,
al-Qaeda og tengdra hópa hafa
veri drepnir frá 2006.
MQ-9
„Reaper“
Vikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
„Markviss morð eru
einfaldari fyrir CIA og
herinn en að burðast
um með fanga. Eng-
inn setur fram alvar-
legar efasemdir um
morð, en þegar við
tökum einhvern til
fanga berum við
ábyrgð á honum og
þá kemur höfuðverk-
urinn. Við látum
stjórnast af rök-
semdafærslu sem
leiðir til fleiri og fleiri
markvissra morða.“
Robert Baer, fyrrverandi
starfsmaður CIA.
Einfaldara
að drepa