SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 34
34 31. október 2010
M
arkmið samtakanna er
uppbyggingarstarf fyrir
konur sem hafa vegna fá-
tæktar og annarra sam-
félagsmeina ekki fengið tækifæri til að
þroska sig og mennta. Starf Enza miðast
fyrst og fremst við konur sem hafa
vegna bágborinna aðstæðna neyðst til að
gefa frá sér börn sín til ættleiðingar;
konur sem búa við mikla fátækt en vilja
fræðast og auka tækifæri sín til inni-
haldsríkara lífs og bættra lífsskilyrða.
Íslensk hjálparsamtök
Í ágúst 2008 fékk Ruth til liðs við sig sex
íslenskar konur, sem hafa fjölbreyttan
bakgrunn og mikla reynslu úr íslensku
og erlendu atvinnulífi, til að starfa með
sér í stjórn Enza á Íslandi. „Við stofnun
samtakanna var það eitt af markmiðum
okkar að fjármagn til rekstrarins kæmi
eingöngu frá Íslandi en stuttu seinna,
eða við hrun efnahags- og fjármálakerf-
isins á haustmánuðum 2008, varð okkur
þó ljóst að það markmið yrði erfitt að
uppfylla. Stjórn Enza á Íslandi lét þó
ekki deigan síga enda duglegar konur
með eindæmum og ekkert á því að gef-
ast upp þótt á móti blési. Þær söfnuðu
meðal annars fartölvum, sem ég hef
notað við kennsluna. Auk þess sem
stjórnin hefur safnað styrktarfé með
ýmsum hætti,“ segir Ruth. Á kvenrétt-
indadaginn, 19. júní 2009, fékk Enza
styrk úr Alheimsauði, samfélagssjóði
Auðar Capital, en sá styrkur rennur til
byggingar fræðslumiðstöðvar Enza. Auk
þess að safna fé á Íslandi hefur rödd
Enza fengið góðan hljómgrunn erlendis.
„Ég hef verið svo lánsöm að kynnast
frábæru fólki hér úti sem hefur lagt
verkefninu lið með fjármagni. Má þar
nefna félag afrískra kvenna í Singapúr,
bandarísku samtökin USA cares for life,
auk fjölmargra einstaklinga og fyrir-
tækja í Suður-Afríku og Bretlandi sem
einnig hafa gefið fé til Enza,“ segir Ruth.
Fyrr á þessu ári var svo formlega stofn-
uð suðurafrísk stjórn utan um verk-
efnið, en slík stjórn er skilyrði fyrir því
að hægt sé að reka hjálparstarf og safna
fé í landinu.
Fræðsla og stuðningur
Starfsemi samtakanna fer fram í fá-
tækrahverfinu Mbekveni/Newrest, í út-
jaðri Höfðaborgar. „Þannig vill til að hér
í nágrenni við mig er rekið heimili
þangað sem ófrískar stúlkur og konur
sem ætla að gefa börnin til ættleiðingar
geta leitað skjóls. Heimilið er rekið í
skjóli NorSa, sem eru norsk/suðurafrísk
samtök sem hafa það að augnamiði að
breyta framtíð barna. Á heimilinu fá
konurnar stuðning, en hingað til hafa
þær lítinn sem engan stuðning fengið
eftir að þær gefa frá sér börnin, sem oft-
ast eru ættleidd til Noregs, Hollands eða
innan Suður-Afríku. Kjarnahugsunin í
Enza-starfinu er að styðja við bakið á
stúlkunum eftir ættleiðinguna og reka
fræðslumiðstöð þar sem bæði þær svo
og aðrar konur í fátækrahverfinu geta
sótt sér fræðslu,“ segir Ruth. Hún segir
hverja konu eiga sína sögu, en þó sé það
langoftast fátæktin sem reki þær út í að
gefa börnin frá sér þar sem þær hafi
ekki fjárhagslegt bolmagn til að ala önn
fyrir sér og barni sínu. Hjá mörgum
þeirra sé það félagslega óhugsandi að
vera ein og ógift með barn. Sumar leita
því skjóls á heimilinu til að fela sig með-
an á meðgöngunni stendur. Konurnar
eru á öllum aldri og margar þeirra barn-
ungar. Yngsta stúlkan sem dvalið hefur
á heimilinu er ellefu ára. Flestar eiga það
Hver kona
á sína sögu
Ruth Gylfadóttir býr á Höfðasvæðinu í Suður-
Afríku ásamt eiginmanni sínum Kolbeini Krist-
inssyni og tveimur sonum. Hún er stofnandi og
stjórnarformaður Enza, sem eru íslensk-suður-
afrísk hjálparsamtök. Orðið enza hefur jákvæða
skírskotun og þýðir „að framkvæma“ eða „að
gera“ á tungumálunum xhosa og zulu, en það eru
móðurmál meirihluta landsmanna.
María Ólafsdóttir maria@mbl.is
Ruth segir að sér verði oft hugsað til orðtaksins að Hjörtun slái eins í Súdan og Súðavík.
Kaus í fyrstu lýðræðislegu kosningunum
Ruth hefur búið með fjölskyldu sinni í fimm ár í Suður-Afríku, og er ræðismaður Íslands á
svæðinu. Þau hjónin seldu fyrirtækið sitt heima á Íslandi og ákváðu að halda á vit æv-
intýranna. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Ruth býr í landinu en hún fluttist þangað
með foreldrum sínum í barnæsku og síðar árið 1990, til ársins 1995. Á þeim árum áttu
miklar breytingar sér stað í landinu og segir hún að gaman hafi verið að upplifa þær. Hún
stóð í langri röð til þess að kjósa í fyrstu lýðræðislegu kosningunum og hitti heimsfræga
listamenn, íþróttamenn og stjórnmálamenn í gegnum starf sitt. Þeir notuðu tækifærið til
að koma til Suður Afríku þegar landið var opnað á ný eftir afnám aðskilnaðarstefnunnar.
Á meðal þeirra sem Ruth kynntist var söngkonan Miriam Makeba sem bauð Ruth á fyrstu
tónleika sína í landinu eftir 30 ára útlegð og tileinkaði henni lagið Malaika á þeim tón-
leikum. Einnig kynntist Ruth Nelson Mandela sem hún hitti nokkrum sinnum á þessum
árum. Ruth segist ekki vilja gera lítið úr því að glæpatíðni sé há í Suður-Afríku, Hún og
fjölskylda hennar, sem og þeir gestir sem hafi heimsótt þau, hafi þó aldrei orðin vör við
neitt slíkt. Vitaskuld verði ferðamenn og aðrir að sýna skynsemi, rétt eins og annars
staðar í heiminum.