SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 27
31. október 2010 27 K atla Margrét Þorgeirsdóttir er fædd 15. desember 1970 og uppalin í Hlíðunum í Reykjavík hjá móður sinni, Jóhönnu Andreu Lúðvígs- dóttur og þremur hálfsystkinum, þeim Herdísi, Lúðvíg Árna og Sveini Andra Sveinsbörnum. Faðir Kötlu Margrétar er Þorgeir Þor- steinsson og systkini hennar samfeðra eru Herdís, Sigríður, Ófeigur og Þor- steinn. Katla Margrét gekk í Hlíðaskóla sem barn en flutti í Kópavoginn að honum loknum og prófaði sig áfram í hinu og þessu. Hún fann ekki fjölina sína fyrr en hún sótti um að komast í Leiklistarskólann 22 ára og komst inn. Þaðan útskrifaðist hún 1997 og starfaði eftir það í Borgarleikhúsinu og Þjóð- leikhúsinu um átta ára skeið. Hún er m.a. í leikkvennahljómsveitinni Heim- ilistónum, var einn handritshöfunda og leikara í þáttunum „Stelpurnar“ sem sýndir voru á Stöð 2, skrifaði ásamt öðrum þættina Ástríði fyrir sömu sjón- varpsstöð og hefur leikið í áramótaskaupum Sjónvarpsins svo eitthvað sé nefnt. Þessa dagana kemur hún fyrir sjónir landsmanna sem aðstoðarkona Góa, Guðjóns Karlssonar, í skemmtiþættinum Hringekjunni sem er þáttagerð Björns Emilssonar. Framundan er svo einleikurinn Ótuktin, leikgerð Valgeirs Skag- fjörð á samnefndri bók sem Anna Pálína Árnadóttir tónlistarkona reit um bar- áttu sína við krabbamein. Sambýlismaður Kötlu Margrétar er Jón Ragnar Jónsson og eiga þau saman synina Berg Hrafn sem verður 13 ára á árinu og Egil Árna sem er tveggja ára. ben@mbl.is Pínulítil á skírnardaginn ásamt mömmu og syst- kinunum, Sveini Andra, Lúðvíg Árna og Herdísi. Ásamt föðurfjölskyldunni. Katla með son sinn Egil Árna nýfæddan og Bergur sonur hennar er fyrir fram- an. Á myndinni má m.a. sjá pabba hennar, Þorgeir Þorsteinsson og systkinin Herdísi, Sigríði og Ófeig. Systkinin fjögur á náttfötunum í stofunni heima. F.v. Herdís og Sveinn Andri en Lúðvíg Árni situr með örverpið Kötlu tæplega tveggja ára í fanginu. „Þarna er ég ásamt Bergi syni mínum, sem þá var um fjögurra ára, í heimsókn hjá ömmu minni heitinni, Margréti Þorkelsdóttur, á Egilsstöðum.“ Með bekkjarsystrunum úr Leiklistarskólanum, Ingu Maríu Valdi- marsdóttur, Þrúði Vilhjálmsdóttur og Hildigunni Þráinsdóttur. Hefur komið víða við á ferlinum Katla Margrét Þorgeirsdóttir er landanum kunn sem leikkona, söngkona, handrits- höfundur og þáttastjórnandi í sjónvarpi. Heimilistónar á veitingastað í Öxnadal 2007, á tónleikaferðalagi um landið í kjölfar útgáfu disks sem útgáfufyrirtækið Sögur gaf út. „Þarna er ég komin sjö mánuði á leið að leika Möddumömmu í Skilaboðaskjóðunni 2007 – 2008, með úlfinum Baldri Trausta baksviðs.“ Við útskrift frá Leiklistarskólanum ásamt kenn- urunum Gunnari Eyjólfssyni og Kristbjörgu Kjeld. Glöð, níu ára afmælisstelpa ásamt Jóhönnu Dögg Pét- ursdóttur, vinkonu sinni, rétt fyrir jólin 1979. Augnablikskórinn sem er skipaður „nokkrum leikurum og öðru góðu fólki“ hélt upp á afmæli sitt í Humarhúsinu á Stokkseyri. „Við troðum aðeins einu sinni á ári upp og það er á aðfangadag fyrir sjúklinga á Borgarspítalanum,“ segir Katla. Myndaalbúmið Synirnir Bergur Hrafn og Egill Árni njóta blíð- unnar í guðsgrænni náttúrunni í sumar. Ásamt manninum sínum, Jóni Ragnari Jóns- syni, en myndin er tekin í fríi í Danmörku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.