SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 33
31. október 2010 33 Markaðsstarf F élag íslensks markaðsfólks, ÍMARK, hefur í tvo áratugi staðið fyrir vali á markaðsfyrirtæki árs- ins á Íslandi. Valið fer þannig fram að leitað er til félagsmanna, þar sem þeir eru beðnir um að nefna eitt til þrjú fyrirtæki sem þeir telja koma til greina. Úr þeim tilnefningum er unnið og í kjölfarið valin þrjú fyrirtæki sem sótt eru heim af níu manna dómnefnd. Fyrirtækin sem koma til greina í ár eru ÁTVR, Icelandair og Borgarleikhúsið. Árangursdrifið og ábyrgt Í rökstuðningi dómnefndar um ÁTVR segir meðal annars að fyrirtækið starfi í ströngu lagaumhverfi og þó svo að ÁTVR sé einka- sala, þar sem engin bein samkeppni er ríkjandi, þá slái fyrirtækið ekki slöku við í markaðsstarfi sínu sem sé markvisst, ár- angursdrifið og ábyrgt. „Í stefnu ÁTVR er mikil áhersla lögð á samfélagslega ábyrgð og miða auglýsingar að því að vinna í átt að jákvæðri vínmenn- ingu með því að stuðla að ábyrgri áfeng- isneyslu og umgengni við áfengi, öllum til ánægju.“ Ennfremur segir að ÁTVR hafi skapað heildrænt markaðslegt yfirbragð og ímynd með Vínbúðunum sem samtvinnist vel við sterkt innra markaðsstarf. „ÁTVR leggur mikla áherslu á ánægju viðskiptavina og er ánægja viðskiptavina og viðmót starfsfólks mælt tvisvar á hverju ári fyrir hverja Vín- búð. Þannig er hægt að fylgjast með þróun á ánægju viðskiptavina í hverri Vínbúð fyrir sig og bregðast við breyttum að- stæðum og viðhorfi á hverjum stað.“ Dugnaður og úrræðasemi Árið 2010 hefur verið átakaár fyrir Ice- landair. Gosið undir Eyjafjallajökli hafði verulega röskun í för með sér fyrir flug- samgöngur til og frá Íslandi og í allri norð- vestanverðri Evrópu. Dómnefnd þykir Icelandair, stjórnendur fyrirtækisins og starfsmenn, hafa brugðist við þessum erf- iðu aðstæðum af miklum dugnaði og úr- ræðasemi. „Icelandair leggur ríka áherslu á að tryggja ánægju viðskiptavina, en með því er sköpuð viðskiptavild sem tryggir að viðskiptavinir hafi áhuga og íhugi að ferðast aftur með flugfélaginu. Þetta er einn stærsti þátturinn í samkeppnishæfni flugfélagsins á erlendum mörkuðum,“ segir í rökstuðningi. Markaðsstefna Icelandair er: „Ánægju- leg íslensk ferðaupplifun“ og þykir dóm- nefnd setningin hjálpa öllu starfsfólki Ice- landair, bæði í markaðsstarfi og framlínu, að taka réttar ákvarðanir í sínum daglegu störfum. „Heildræn markaðsstefnan skil- greinir þá upplifun sem fyrirtækið veitir viðskiptavinum sínum og samstarfs- aðilum, bæði innan og utan fyrirtækisins.“ Stefnuföst markaðssókn Dómefnd þykir Borgarleikhúsið hafa verið stefnufast í markaðssókn sinni frá haust- inu 2008. Þá hafi verið lögð skýr stefna og henni fylgt eftir með tiltölulega litlum breytingum. „Með nýju merki, nýrri stefnumótun og nýjum nálgunum er leik- húsið orðið sýnilegasta leikhús landsins.“ Heildræn markaðsstefna Borgarleik- hússins hefur gert fyrirtækinu kleift að ná sterkri fótfestu á markaðinum á stuttum tíma, segir í rökstuðningi dómnefndar. „Borgarleikhúsið fær flesta gesti íslenskra leikhúsa og er því orðið stærsta leikhús landsins. Áskriftarkort í leikhúsi voru í raun deyjandi form hérlendis en árið 2008 var blásið nýju lífi í kortasölu Borgarleik- hússins og árangurinn hefur ekki látið á sér standa því kortasalan hefur margfald- ast á þessum tveimur árum og við- skiptatryggð allt önnur en var. Mikil áhersla er lögð á innra markaðsstarf og er markvisst stuðlað að því að starfsmenn verði sendiherrar leikhússins.“ Íslenskt leikhús hefur að undanförnu verið að ná meiri árangri á erlendri grund en nokkru sinni fyrr. Einn nánasti sam- starfsaðili Borgarleikhússins, Vesturport, hefur náð miklum árangri með sýningar sínar sem nær allar hafa verið settar upp í nánu samstarfi við Borgarleikhúsið. Eitt helsta markmið Borgarleikhússins er að eiga í virku samtali við samtíma sinn og vera kvikt og fljótt að bregðast við. Hin kvika viðskiptavild ÁTVR, Icelandair og Borgarleikhúsið bítast að þessu sinni um nafnbótina markaðs- fyrirtæki ársins. Kjör- inu verður lýst á fimmtudaginn. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Dómnefnd segir ÁTVR leggja mikla áherslu á ánægju viðskiptavina. Morgunblaðið/Árni Sæberg Icelandair þykir hafa brugðist við erfiðum ytri aðstæðum af miklum dugnaði og úrræðasemi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Heildræn markaðsstefna Borgarleikhússins þykir hafa gert fyrirtækinu kleift að ná sterkri fótfestu á markaðinum á stuttum tíma. Fyrirtæki sem ekki eru góð í markaðs- setningu standa sig ekki í samkeppni í dag. Svo einfalt er það að mati Friðriks Larsens, lektors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Að hans sögn felur góð markaðs- stjórnun í sér þróun markaðsstefnu og mark- aðsáætlana, að tengjast viðskiptavininum, byggja upp sterk vörumerki, koma virði á framfæri, fylgjast með tískusveiflum og síð- ast en ekki síst að stuðla að langtímavexti. Friðrik segir fremur algengt að markaðs- fræðin sem fræðigrein njóti ekki sannmælis meðal stjórnenda og fagaðila í fyrirtækjaum- hverfinu. Markaðsmál séu gjarnan skil- greind þröngt og þá tengd sölumennsku eða auglýsingastarfsemi. „Fyrir vikið er mesti hlutinn af starfsemi markaðsfólks ekki sýni- legur venjulegu fólki.“ Friðrik segir áherslu í markaðsmálum hafa breyst mikið síðustu áratugina – frá framleiðslu- og vöruáherslu yfir í nútíma- markaðsáherslur. „Í byrjun síðustu aldar voru neytendur einfaldlega taldir vilja vörur sem voru fáanlegar og höfðu í raun ekkert val. Fræg orð Henrys Fords: „Þú getur fengið hvaða lit af bíl sem þú vilt svo lengi sem hann er svartur“ lýsa afstöðunni vel. Eitt- hvað þróaðist markaðshugsun þegar leið á öldina en áherslur voru ennþá fyrirtækjamið- aðar. Svo haldið sé áfram með dæmi úr bandaríska bílaiðnaðinum þá var talið að fyrst ættu hönnuðir og verkfræðingar að búa til bílinn, framleiðsludeildin að framleiða hann, fjármáladeildin að ákvarða verð og svo ætti markaðsdeildin að taka við og selja bílinn, þ.e. þar sem markaðsdeildir voru til staðar. Algengara var að það væru eingöngu söludeildir.“ Hlutum er öðruvísi háttað í dag. Nú er í auknum mæli verið að koma til móts við þarfir viðskiptavina og framleiða, eða reiða fram þjónustu sem viðskiptavinurinn sækist eftir. „Í því felst að snúa við ferlinu og spyrja viðskiptavini áður en vörur eru framleiddar og mikilvægasti hluti markarðsstarfs snýr fyrir vikið að því að þekkja viðskiptavininn og nýta auðlindir fyrirtækisins til að uppfylla þarfirnar,“ segir Friðrik. „Að síðustu er við- skiptavinur látinn vita með ytri markaðs- setningu en ytri markaðssetning er sýnileg- asti partur markaðsstarfsins og því kannski eðlilegt að margir telji það vera það eina sem markaðsfólk gerir.“ Ekki samkeppnisfær án markaðsstarfs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.